3.6.2009 | 08:55
Sókn er besta vörnin
Ríkisstjórnin verður að leggja meiri áherslu á gjaldeyrisskapandi verkefni. Tryggja aukna framleiðslu á íslenskum vörum þannig að skapist vinna og tryggja jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd.
Það gengur ekki til lengdar að ríkið borgi þúsundum laun fyrir að gera ekki neitt. Slíkt bíður einnig upp á umtalsverða misnotkun á kerfinu. Það þarf að búa til störf í matvælavinnslu, fiskeldi, skógrækt, fataiðnaði og öðru sem atvinnulausir geta sótt í til að tryggja sér bjargræði. Við glutruðum niður margs konar verkmenningu á stuttum tíma og vorum farin að trúa því að stór hluti þjóðarinnar gæti lifað á pappírsviðskiptum. Þessari þróun þarf að snúa við með skjótum hætti.
Því má heldur ekki gleyma að það er mikill fjöldi fólks sem á umtalsverða sparifjáreign. Höfða þarf til þessa hóps að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.
Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Athugasemdir
Gunnlaugur! Sendu þeim þennan pistil Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Joði, þau nefnilega virðast lifa í afneitun og hugsa bara og tala um ESB sem nógur tími er næsta vetur til að ræða um.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.6.2009 kl. 14:06
Ég held að eitt þurfi ekki að útiloka annað. Krónan er stór hluti af vandanum.
Það er verið að vinna að mörgum málum. Fannst það nú vera rólegt yfir hlutunum þegar sögnin "að hardera" varð til.
Finnst of mikil áhersla á niðurskurð og skattahækkanir. Við þurfum samhliða að leggja áherslu á að framleiða sem mest af okkar nauðsynjum og selja sem mest til gjaldeyrismyndunar. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 3.6.2009 kl. 14:59
Sammála nema eitt (ESB umræðan) er að útiloka annað (trufla pólitíkina) og þar með aðgerðir til að byggja upp atvinnulífið og frammleiðsluna.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.6.2009 kl. 20:28
Jæja ertu nú að farinn að hugsa þér til hreyfings og ganga í Frjálslynda flokkinn?
Nærtækasta til að auka framleiðsluna er að stórauka veiðar.
Sigurjón Þórðarson, 3.6.2009 kl. 22:34
Krónan er ekki hluti af vandanum heldur SKULDIR í íslenskum krónum sem vilja út. Það eru margar leiðir til að leysa þann vanda og koma genginu í rétt horf en ég er farinn að efast um viljann til þess
Það virðast öll vopn notuð til að troða okkur inn í ESB með góðu eða illu
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 23:41
Og til að bæta við þá verður að leysa þennan Skuldavanda (Jöklabréf) og ef hann verður ekki leystur áður enn Evra er tekinn upp þá mundi landið þurrkast upp af peningum. Það er að gerst í Lettlandi núna og Lettneska ríkið þarf að fara greiða laun með skuldaviðurkenningum eða inneigna kvittunum á ríkið sem fólk getur notað í viðskiptum til að kaupa brauð og mjólk. Sama mundi gerast hér
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.6.2009 kl. 23:51
Getum við ekki af ljúfmennsku gerst virkir þátttakendur í samstarfi frænd- og vinaþjóða í álfunni? Samfylkingin er frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur, Sigurjón. Þú ættir að koma með leifarnar af FF inn í SF líkt og Íslandshreyfingin gekk inn í hina alltumvefjandi breiðfylkingu .
Gunnlaugur B Ólafsson, 3.6.2009 kl. 23:54
Ég mæli með að hlustir á þetta viðtal við Barböru Dorant sem ber saman Sögu Íslands og Nýfundnalands síðustu 60 ár
http://blip.tv/file/148216
Segðu mér svo hvort ESB er tilraunarinnar virði
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 4.6.2009 kl. 00:31
Best að nota tæknina Hér er viðtalið
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 4.6.2009 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.