12.6.2009 | 23:10
Verðmæti náttúru og mannlífs
Þessi frétt er stutt, óljós en þó í henni mikilvægur boðskapur. Í henni birtist sú afstaða að virðing fyrir lífinu og verndun umhverfis sé eitthvað sem er mikilvægt. Þetta er fréttnæmt og eftirlitsaðilar og lögregla kölluð til.
Varmársamtökin voru stofnuð til að standa vörð um lífæðina í gegnum bæjarfélagið Mosfellsbæ. Að íbúar eigi greiðan aðgang að verndarbelti sitthvoru megin árinnar sem fær að þróast á forsendum náttúrunnar.
Margir bentu á að síðustu áratugina hafi iðulega verið farið illa með Varmá, hleypt í hana litarefnum úr ullariðnaði, skólpi o.s.frv. En verður bölið betra við að benda á verri tilfelli. Það er einmitt mikilvægt fyrir fólk á malbiki þéttbýlisins að kunna að vernda og næra líf.
Með gjörbreyttu gildismati eftir hrun þá hefur sannast að Varmársamtökin stóðu vaktina fyrir lífið. Græðgin saxaði á lífæðar náttúrunnar og heilbrigðs mannlífs um víða veröld, en nú eru tímar uppgjörs og endurmats. Krafist er rannsókna á því hvers vegna okkur bar svo langt af leið.
Varmársamtökin verða að gegna hlutverki sérstaks saksóknara eða Evu Joly hér í Mosfellsbæ við sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Vera leiðandi um opna og heiðarlega umræðu þar sem sitjandi stjórnvöld þurfa að verja gjörðir sínar.
Hvers vegna græðgin og verktakalýðræðið leiddi okkur svo langt af leið, að traðkað var á möguleikum íbúa til áhrifa, ásamt því að lífríki og umhverfi var sýnd lítilsvirðing. Nú sitjum við uppi með heilt hverfi þar sem verða bara götuljósin næsta áratug.
Hver ber ábyrgð?
Fiskar drápust í Varmá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Athugasemdir
Hver ber ábyrgð? Móralska og pólitíska ábyrgð ber fyrst og fremst Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar og fulltrúi VG. Aðrir í stjórn hafa hagað sér eins og gera má ráð fyrir á meðan Karl hefur svikið kjósendur sína og selt verktökum hugsjónir sínar fyrir smáaura. Það ætti að dæma hann til að flytjast aftur í Kvosina.
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.