Síðasta ofurmennið

Gunnarsmenn 

Það er svo merkilegt sálartetrið í mörgum Sjálfstæðismanninum. Takið eftir "Gunnar Birgisson fékk mikinn stuðning á fundinum". ! Getur verið að engin hafi sett spurningamerki við allan þennan slóða misnotkunar valds í þágu fjölskyldunnar? Skýrslan og upphæðin sem bæjarfélagið greiðir eru sláandi, en við það bætist LÍN og OR.

Þegar á móti blæs og ofurmennið sem flokksmenn hafa dáð og dýrkað birtist í nýju ljósi þá er aðalatriðið að flokkurinn komi sterkur út og að félagarnir sýni stuðning við foringjann. Árni Johnsen var kosinn á þing þó hann hefði verið dæmdur og Davíð Oddsson gat labbað inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í hrokafullum hlátrasköllum þó hann væri búin að setja landið á hausinn.

Ég vona svo sannarlega að þetta sé tegund í útrýmingarhættu.


mbl.is Falið að ræða við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sjálfstæðisflokkurinn er botnlaus spillingarpyttur fullur af skítseiðum.

corvus corax, 16.6.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kannski gott að þeir rifji hugarfar og siðfræði þessa flokks upp fyrir landsmönnum með reglulegum hætti.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Jón Ingi það er þessi trú á ofurmenni sem tryst er á að komi færandi með sporslur handa öllum, en auðvitað hugsar mest og best um sig og sína. Þegar þú ert búin að redda öllum körlunum í klúbbnum bitlingum, afhverju áttu ekki að vera líka góður við þig og dóttur þína. Svolítið ítalskt en er bara svoleiðis.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.6.2009 kl. 00:36

4 identicon

Gunnlaugur skoðaðu Samfylkinguna með gagnrýnis augum eins og þú gerir við Sjálfstæðisflokkinn þá kemst af því að hann er gjör spilltur, spilltasti flokkur landsins ásamt Ólafi R sá maður á dóttir sem vinnur hjá Baugi.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:18

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta getur verið satt og rétt hjá þér Sigurbjörg út frá einhverjum forsendum sem þú gefur þér. En þær eru ekki sömu forsendur og mínar.

Mér finnst mikilvægt að pólitíkusar vinni út frá einhverri sýn fyrir almenning og að opin og lýðræðisleg vinnubrögð sé grundvöllur í aðferðafræði.

Því held ég að Gunnar Birgisson sé seinasta "ofurmennið" sem vinnur út frá einföldum steypukúltúr og fyrirgreiðslupólitík til vina og ættingja.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.6.2009 kl. 12:17

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þessi aðdáun á spilltum og frekum foringjum er ótrúlega skrýtinn undirlægjuháttur. Mér finnst þetta alveg af sama meiði og sú aðdáun og virðing sem trúarleiðtogum er sýnd í sama bilaða sefjunarruglinu.

Haukur Nikulásson, 16.6.2009 kl. 12:28

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er siðblinda innbyggð hjá þessum Sjálfstæðisflokki? Margt styður þá tilgátu. Forystumenn flokks þessa hafa ætíð haft horn í síðu þeirra sem hafa leyft sér að hafa aðrar skoðanir en þeir, jafnvel þó svo að góð og gild rök séu færðfyrir vinsamlegum ábendingum og gagnrýni á siðblindu Sjálfstæðismanna.

Unnt er að lækna fyllibyttur frá ofdrykkju. Siðblinda virðist vera gjörsamlega ólæknandi þegar forysta Sjálfstæðisflokksins á í hlut.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2009 kl. 12:39

8 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þetta eru merkilegir mannræktar- og kærleikspistlar, sem slíkir.

Mér sýnist jafnvel lúpínan kinka kolli ... sofnar sæl núna síðsumars, út frá þessari miskunnsömu og uppbyggilegu speki.

Herbert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 13:35

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir það Herbert. Við getum sífellt bætt okkur. Það er mikilvægt að vera meðvituð um vandann, sem virðist vera innbyggður í einhverja afstöðu eða hefðir hjá íhaldinu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.6.2009 kl. 16:02

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Æ, Gunnlaugur, þú líka.

Mér þótti afar lítilmannlegt þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk að því að virtist skipulagaðar árásir hér fyrir nokkru. Aðalástæðan virtist vera að hún var sterkur og merkilegur leiðtogi. Í þessu ferli sem margir kölluðu ,,pólitískt einelti" tóku fjölmiðlarnir virkan þátt.

Nú bý ég hér í Kópavogi og ég gef Samfylkingunni í Kópavogi ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína í minnihluta. Ég myndi kjósa Samfylkinguna a.m.k. á nokkrum stöðum á landinu,en ekki hér í Kópavogi. Hér eru hluti bæjarstjórnarlistans með allt niður um sig í spillingarmálum og bendir síðan á Gunnar.

Ég geri athugasemdir við að bærinn eigi mikil viðskipti við dóttur Gunnars, finnst það mjög óheppilegt. Hins vegar finnst mér þessi skýrsla Deloitte ekki standast neina skoðun, og mér finnst framganga Samfylkingarinnar einmitt vera ,, pólitískt einelti" og mér hefur í gegnum tíðina þú ekki vera sú manngerð sem níðir menn niður bara af flokkspólitískum ástæðum.

Sigurður Þorsteinsson, 16.6.2009 kl. 17:15

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Siðblinda er ólæknandi áunninn geðkvilli sem hefur reynst erfitt að skýra út fyrir fólki sem ekki hefur orðið fórnarlamb slíks einstaklings.

Eitt af einkennum þeirra er að trúa því í raun og veru að þeir hafi ekki gert neitt rangt og standast oft lygapróf með glans. Dæmdi þingmaðurinn og bæjarstjórinn eru þarna bláeygir af fullkomlega einlægu sakleysi og finnast þeir sérstökum órétti beittir.

Haukur Nikulásson, 16.6.2009 kl. 22:29

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Sigurður

Menn tala út frá mismunandi forsendum og út úr því getur stundum orðið misskilningur. Það stakk mig að fjölmennur fundur Sjálfstæðismanna skuli lýsa yfir stuðningi við Gunnar en ekki taka neina efnislega afstöðu til vandamálsins, að misnota vald sitt til að hylga sínum.

                            Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.6.2009 kl. 22:34

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Haukur ég held að siðblinda sé rétta orðið, en auðvitað verður tengslanetið allt móðgað þegar þetta er tekið til skoðunar og umræðu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.6.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband