Festa, án fáts

Tel að viðbrögð við þessari hótun hafi verið eðlileg. Það þarf að vera öllum ljóst að menn leika sér ekki að eldinum og ekki að því að setja fram slíkar hótanir.

Sú umræða kemur alltaf upp að sterk viðbrögð leiði til þess að fleiri freistist til að gera slíkt hið sama, til að ná í spennu og vonast eftir að þetta verði einhver útgáfa af skondnum hrekk.

Lokun og leit virtust framkvæmd á afslappaðan, en staðfastan máta. Fólk var beðið að rýma húsið, en ekkert minnst á sprengju. Þannig var húsið tæmt á skömmum tíma.

Mikilvægt er að fylgja þessu eftir í umræðunni á þann veg að það hvarfli ekki að nokkru ungmenni að þetta sé annað en alvörumál, sem hafi ömurlegar afleiðingar fyrir þann sem stóð að hótuninni.


mbl.is Engin sprengja fannst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband