Sterkur forseti réttlætis og framtíðar

Barack Obama er fulltrúi samkenndar í bandarísku samfélagi. Skörulegur í ræðustóli gerði hann í gær glæsilega tilraun til að sannfæra þingheim um mikilvægi sjúkratryginnga fyrir alla. Stór hluti landsmanna er án nokkurra trygginga. Þessi hópur eru að verulegu leyti fólk af afrískum uppruna, þeldökkir. Obama var kosinn af þessu fólki og öðrum til áhrifa. Fólki sem valdi hann sem fulltrúa sinn til að berjast fyrir væntingum um bjarta og bætta framtíð.

Síðan við fjölskyldan bjuggum í Bandaríkjunum hef ég haft áhuga á landsmálum þeirra. Á þeim tíma barðist Hillary Clinton hetjulega fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, en hafði ekki árangur sem erfiði. Repúblikanaflokknum tókst að stöðva málið. Í framhaldi tók við tímabil George W Bush þar sem meginkraftur var settur í baráttu gegn ímynduðum og raunverulegum óvinum í fjarlægum löndum. Innviðir bandarísks samfélags eru nú loks til skoðunar og ég vona að hin heilbrigða tilfinning sem fylgdi kjöri Obama muni gefa af sér ríkulegan ávöxt.


mbl.is Obama krafðist aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég vildi að Barack Obama ætti bróður sem væri forseti hér........ óaxlarbrotinn og allt!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er alveg satt Hrönn! Þó ég hafi verið stuðningsmaður Ólafs í kosningum þá finnst mér hann ekki vera að standa sig í að leita uppi tóna bjartsýni, stappa stálinu í þjóðina, leiða hana inn í trú á framtíðina. Hann er í huga fólks nátengdur útrásinni og þessa ímynd nær hann ekki að hrista af sér.

Ég sakna þess líka að það sé ekki einhver notalegur koddi í ráðherrastól sem að sannfærir okkur um að við séum á réttri leið eða gefi af sér þá tilfinningu að hann hafi fundið réttu leiðina. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.9.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband