Falsaður veruleiki

Karl TómassonÍ bloggskrifum á það að vera meginregla að bak við tiltekin skrif sé hægt að sjá hvaða manneskja sé ábyrg fyrir skrifunum. Hún hafi heimilisfang og kennitölu, sé af holdi og blóði og lesandinn geti tengt við hana tilteknar hugsanir og viðhorf.

Sumir segja að vegna vinnu, stöðu, fjölskyldu eða annars þá sé réttlætanlegt að hægt sé að taka sér "skáldanafn". Við þekkjum mörg dæmi um þetta í bloggheimum t.d. DoctorE, Predikarinn og fleiri. Ég hef þó ekki sannfærst um þörfina fyrir þennan feluleik og held að tilhneigingin sé oft að slíkir séu glannalegri í yfirlýsingum, en þegar menn skrifa undir eigin nafni.

Fyrir tveimur árum kom upp svokallað Mosfellsbæjarmál á netinu. Þá varð Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar uppvís að því að senda úr sínum tölvum nöfn hátt í fjörutíu einstaklinga sem að öll melduðu sig inn sem andsnúin Varmársamtökunum, gerðu lítið úr starfi þeirra eða tengdu þau við eitthvað neikvætt til að rýra orðstír þeirra.

Ragnheiður RíkharðsdóttirÞarna verður Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ uppvís að því að standa fyrir aðför að opnum og lýðræðislegum félagasamtökum sem að honum eru ekki þóknanleg. Glæpurinn er ekki geymdur í einstaka færslum sem koma úr tölvum Karls, hann felst í leiksýningunni sjálfri að virkja milli 30 og 40 nöfn sem ætlað er að skemma fyrir málefnalegri umræðu opinna félagasamtaka.

Karl virtist ekki hæfur til að mæta á fjölmenna fundi til að vinna afstöðu sinni fylgi á heiðarlegan og lýðræðislegan hátt. Allt bendir til að hann hafi frekar kosið að reyna að ná árangri með skemmdarstarfsemi, skotgrafahernaði og skálda upp þennan mikla fjölda nafna til að búa til sýndarveruleikann að það væri mikil andstaða við samtökin og vega að orðstír þeirra.

Þetta mál þarf að senda inn í flokksfélög og bæjarstjórn. Leita eftir afstöðu og umræðu þeirra sem eru stofnanir okkar samfélags. Þetta er prófmál á hvort heilbrigt lýðræði fær þrifist í Mosfellsbæ. Hvort fólk geti myndað sjálfstæðan, opin og lýðræðislegan félagsskap án þess að fá slíkar trakteringar af valdhöfum. Það eru flestir orðnir langþreyttir á þessu máli, en Karl hefur kosið að vekja það til lífsins undir vafasömum formerkjum.

Ólafur GunnarssonNú þarf þetta mál að fá farveg og niðurstöðu. Þannig að samtökin og aðrir geti einbeitt sér að framtíð og velferð íbúa í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að Ólafur Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru komin að umræðunni. Hann sem formaður VG í Mosfellsbæ og hún sem fyrrum bæjarstjóri og alþingismaður.

Ragnheiður hefur í tvígang komið fram, fyrst á bloggi Karls og aftur á sínu bloggi með þeim hætti að hún tekur ekki á eðli og alvarleika málsins og býr til nýjan sannleika til að vernda Karl Tómasson. Sama gerir Ólafur Gunnarsson að hann skautar fram hjá vandamálinu í tvígang og vegur að samtökunum í stað þess að bregða siðferðilegri mælistiku á gjörðir og ábyrgð Karls Tómassonar í þessu máli.

Mun fara fyrir þeim eins og Pétri sem fylgdi ekki samvisku sinni og afneitaði frelsaranum þrisvar fyrir hanagal? Ég skora á þau að nýta vel tækifærið núna áður en haninn galar á komandi vori og frelsa okkur úr þeim fjötrum sem lýðræðisleg umræða býr við hér í Mosfellsbæ. Þau hafa tækifæri til að fordæma þann sóðaskap og valdníðslu sem var framin með umræddum skrifum úr tölvum Karls Tómassonar.

http://www.ragnheidurrikhardsdottir.blog.is/blog/ragnheidurrikhardsdottir/entry/945198/

http://www.varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin/entry/944996/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli ég sé ekki búinn að vera á netinu lengur en þú... á árdögum netsins þá ræddum við það á stundum að þegar jón og gunna kæmu á netið að þá kæmu upp kröfur um ritskoðun og annað.

Annars skalt þú bara segja þetta við allt það fólk um allan heim sem stendur í frelsisbaráttu á netinu með nafnleysi... þú skalt segja þeim hvað þú ert upplýstur og vel inni í málum, þú skalt svo horfa á sjónvarpið þegar aftökur fara fram.
Þú færð örugglega mikin stuðning frá glæpamönnum sem nafnleysingjar hafa komið upp um... eitthvað sem hefði ekki getað gerst undir nafni.
Segðu þetta líka við fólk sem hefur orðið fyrir líkamlegum árásum vegna skrifa sinna um trúmál og annað viðkvæmt

Svo getur þú líka flutt til Kína eða Norður Kóreu

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:05

2 identicon

The bully wants to know your nama
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/11/anna_kristine_var_thjofkennd/

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

ég sé ekkert athugavert við að taka sér skáldanafn. Allir eiga að geta tjáð sig án þess að gefa upp nafn eða kennitölu. Staksteinar og leiðari eru t.d. ekki skrifaðir undir nafni og enginn gerir athugasemd við það. Ég persónulega hef ágæta reynslu varðandi athugasemdir sem skrifaðar eru án nafns.

Kveðja

Finnur Bárðarson, 11.9.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

DoctorE þetta er ahugaverður hlekkur sem þú bendir á með Anne Kristine. Ég var ekki að dæma þetta, af því ég sagðist ekki vera "sannfærður" um nauðsyn skáldanafna. Finnur, það er ekki rétt hjá þér að enginn geri athugasemd við nafnleysi staksteina og leiðaraskrifa.

Það mál sem ég er að reifa hér er þó annars eðlis. Það tengist sjálfum grundvelli lýðræðisins að kjörnir fulltrúar eigi heilbrigð og lýðræðisleg samskipti við íbúana. Það að skipuleggja kerfisbundið aðför að opnum félagasamtökum.

Það er ekki nóg með að komist hafi upp um þetta alvarlega mál tengt Karli Tómassyni með birtingu á ip tölum, heldur hafa tveir staðfest að hann hefur hringt í vini og kunningja til að nota þeirra nöfn í þessari aðför að samtökunum.

Allt í þeim tilgangi að breyta orðræðunni og spilla. Láta svo í veðri vaka að það sé fjöldi manns með neikvæða afstöðu og tilfinningu gagnvart samtökunum. Falsa veruleikann og eyðileggja lýðræðið. Þetta hafði mikil áhrif. Var eitrað epli sem skemmdi útfrá sér.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.9.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er alveg sammála þér um það Gulli minn að fólki sé hætta til að beita meiri dómhörku í skjóli nafnleyndar en ellegar.

Enda.... Hvernig færi ekki ef mál væru skoðuð ofan í kjölinn? Ansi hrædd um að margir yrðu þá sekir um að kasta grjóti úr glerhúsi......

...en eitt augnablik var ég logandi hrædd um að þú ætlaðir að fara að verja árásir á samflokksmann þinn en létti svo jafnharðan þegar ég sá að þetta voru "bara" innanhúsmál í mosó ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 17:55

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jú rétt hjá þér Gunnlaugur, varðandi athugasemdir við nafnleynd Staksteina. Var aðeins of fljótur á mér.

Finnur Bárðarson, 11.9.2009 kl. 18:23

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég var rétt í þessu að skrifa komment hjá heittrúuðum bloggara sem dásamar í færslu á síðu sinni löggjöf í Litáen sem kúgar hommar og lesbíur. Þegar slíkur sorglegur málflutningur birtist hér á mbl blogginu fyrir allra augum finnst mér sjálfsagt og eðlilegt að setja fram málefnanlegar athugasemdir. EN ég kýs að gera það undir netnafni mínu. Maður veit ekki hvaða rugludallar lesa síður trúarnöttara.

Virðingarfyllst, Skeggi Skaftason

alvöru sýndarnetpersóna og alltaf sá sami.

Skeggi Skaftason, 11.9.2009 kl. 19:34

8 identicon

Þið veriðið að spyrja ykkur sjálf einnar spurningar: Hvers vegna kemur krafa um að banna nafnleysi akkúrat á þessum tímapunkti, og frá hverjum kemur þessi krafa...ég get nefnt elítuna, BB, Bjögga .. meira að segja persónuvernd gekk fram og vildi banna nafnlausar ábendingar í kjölfar leka frá Kaupþingi.

Sofið á þessu, skoðið líka lönd sem hafa lent í hremmingum og hverjir það eru sem fara þá fram á höft á tjáningarfrelsi, skoðið lönd sem eru undir hæl ofsatrúar.. skoðið bara JVJ ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:57

9 identicon

Það er ekkert athugavert í mínum huga að nota leyninafn sem bloggari, enda er eins og oft hefur komið fram finnast upplýsingar um viðkomandi hjá ritsjtórn bloggsins.

Umræðan hér fjallar um misnotkun stjórnmálamanns á blogginu í athugasemdum, hvernig viðkomandi getur vegið að lýðræðinu með veruleikafölsun eins og hefur átt sér stað í Mosfellsbæ, sú umræða er nauðsynleg, ekki vegna Mosfellsbæjar heldur vegna okkar allra og þeirrar framtíðar sem við viljum endurbyggja.

Nú er tíminn til að hreinsa til í stjórnkerfinu, tími einstaklinga með lítt þroskaða samfélagsvitund er liðinn og tími þeirra sem skilja ekki að auðmýkt og virðing eru þeir eiginleikar sem við kjósendur leitum eftir, þeirra sem upplifa sig í valdastóli en ekki í þjónustu við kjósendur, þeirra tími er liðinn.

Við skulum hafa það í huga að fyrst þarf að laga til í heimabyggðum áður en við getum vænst breytinga á landsvísu.  Ef við verðum vör við að kjörnir fulltrúar hugsi einungis um eigin hag en ekki samborgara sinna, ef við verðum þess vör að þeir brjóti á rétti okkar og vanvirði hugsjónir okkar, þá ber að taka á slíku á sveitastjórnarstigi áður en slíkir menn komast að í landspólitík.

Burt með valdníðslu, yfirlæti og hroka !

Nýtt ísland !

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:45

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég nenni ekki að lesa Jón Val Jensson. Lífið er of stutt fyrir bull, hroka og fanatík! Hitt er staðreynd sem þú færð mig ekki ofan af Dr. E að fólk sem skrifar undir nafnleynd er oft ívið dómharðara en ella.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 22:17

11 identicon

Stundum Hrönn... þeir sem eru undir fullu nafni eru ekkert skárri, margir hverjir.

Reyndar er mín reynsla af nafnlausum sú að fólk er opnara og skemmtilegra.

Ég hef verið á spjallborðum um allan heim árum saman, það er enginn að spá í þessu nema hér á klakanum, það er gamli smáborgarinn.. How do you like iceland fílingurinn

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:36

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

DoctorE, ert þú sáttur við útfærslu mbl.is að einungis er leyft að kommenta undir leyninafni, en ekki að hafa eigin síðu sem að birtist. Ég held að Morgunblaðið hafi verið að bregðast við ákveðnum vanda, sem að meðal annars birtist í Mosfellsbæjarmálinu. Þeir vildu reyna að draga úr siðleysinu og ljótleikanum á blogginu. Setja raunverulegt nafn á bak við hverja síðu.

Mér finnst það langt út fyrir öll mörk að forystumaður í bæjarfélaginu setji af stað tugi uppskáldaðra nafna úr tölvum sínum (samkvæmt ip tölum) til að veitast að félagasamtökum. Þar að auki liggur á vinum sínum að biðja þá um að skrifa eða að mega nota nafn þeirra.

Það hljóta allir að sjá að það er ósiðlegt undirferli og skemmdarstarf af manni sem að er kjörin til starfa fyrir bæjarbúa að beita slíkum aðferðum á nýlega stofnuð félagasamtök. Þannig starfar enginn stjórnmálamaður sem að er annt um góð samskipti og heilbrigt lýðræði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.9.2009 kl. 22:57

13 identicon

Doctor E, flott og málefnaleg innlegg hjá þér!

Málið er ekki bara How do you like Iceland - fílingurinn, heldur sú staðreynd að Íslendingar eru svo óöryggir með sjálfa sig að þeir þurfa alltaf að vera að kynnast fólki í gegnum ættfræði, tengja sig saman.

Þetta sama heilkenni kemur í ljós í þessari nafnleysis umræðu. Ef ekki er hægt að snuðra uppi hver er hver og hvaðan hann kemur og hverra ættar hann er og hvernig hann tengist hverjum, hvernig hann er skráður í símaskrá, þjóðskrá og Íslendingabók, hvar hann á heima, hvort hann er rétt feðraður og hvort hann fæddist eðlilega og hvar og hvenær hann var fæddur (það er MJÖG  mikilvægt atriði sko) þá vita þeir hinir sömu, þ.e. snuðrararnir ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og ærast af pirringi og jafnvel taka upp á því að hringja í allar áttir til þess að fá botn í hver er hver. Þetta er kalla snuðru-heilkennið.

Nú ef það tekst ekki þá er viðkomandi ófrægður niður í rassgat - það er kallað drullu-heilkennið.

Gunnlaugur hvað þessa ip-tölu umræðu varðar þá sá ég á annarri síðu að það er búið að upplýsa þetta allt saman - var hjá Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmanninum þínum. Bara að láta þig vita, þú virðist ekki hafa séð það ;)   

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:20

14 identicon

Ég er ekki sáttur við að vera bannað að blogga bara vegna þess að ég segi eitthvað um geðheilsu og eða glæpastarfsemi sjáandans, sjáandinn kom fram og gerðist opinber persóna, bullaði út í eitt og spáir jarðskjálftum og hörmungum, fólk hleypur frá heimilum sínum og svo selur daman jarðskjálftaheld hús upp á 12 ár Ricther.
Kemur fram í útvarpi og segir að hún sé ekki vond persóna, hún hafi lesið um konu erlendis sem sagaði höfuðið af ungabarni, því sé hún góð..
Mér er sagt að ég fái ekki að blogga vegna þessa sem og að ég sjái ekki nægilega mikið eftir þessu... þó bauðst ég til að biðja dömuna afsökunar og alles.
Svo er ekki raunverulegt nafn við margar síður... + að margur maðurinn undir fullu nafni er ekkert sérstaklega kurteis, ef við tökum vin minn hann JVJ; han berst við að tala niður mannréttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til fóstureyðinga.. hann var settur í skammarkrók í eitt skipti og svo beint á forsíðu mbl.... svo eru enn aðrir sem formæla fólki, að það brenni í helvíti og ég veit ekki hvað og hvað.
JVJ kallaði Steingrím J fyrir druslu og gungu, það var í fina lagi vegna þess að Steingrímur hafði kallað einhvern annan þessu sama á einhverjum tímapunkti.
Þannig að siðferðistappi mbl er sá að ef einhver hefur sagt eitthvað ljótt um einhvern, þá eiga allir rétt á að kalla þann sama öllu illu líka

Angantýr, akkúrat það er þetta sveitasímastig, að vera með nefið í hvers manns koppi... ég held að þetta lagist varla fyrr en við verðum 1 milljón íbúar eða hér um bil.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:42

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Angantýr

Þú hefur stofnað blogg um kl 11 og væntanlega falsað persónuuplýsingar þar, því þú hefur þurft að gefa upp kennitölu. Síðan drifið þig inn á mína síðu að búa til samhengi fyrir vin eða vandamann í stjórnkerfi bæjarfélags.

Það er ýmislegt reynt til að komast hjá því að gangast við glæpnum. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.9.2009 kl. 23:47

16 identicon

Elskan mín. Einhverntíma verður maður að byrja. Ég hef farið víða í kvöld - ekki bara til þín. Rak augun í titilinn á pistlinum þínum, fannst hann skemmtilega ljóðrænn og súrrealískur en ekkert meira en það. 

En þú sannar nákvæmlega það sem ég sagði með þessum orðum - þú hefur strax byrjað að snuðra.

Þú ert einn af þessum óöruggu. Því miður.

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:51

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Angantýr - Þú ert rugludallur sem að ert vísvitandi að reyna að eyða þeirri staðreynd að það sé alvarlegt að forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar standi fyrir aðför að opnum félagasamtökum.

Loka á þig ef þú ert ekki málefnalegur og sleppir allri persónugreiningu á mér. Færslan gengur ekki út á persónulega styrkleika eða veikleika, heldur verknað sem að er ósiðlegur og óbjóðandi lýðræði í Mosfellsbæ.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.9.2009 kl. 00:02

18 identicon

Nei ég er ekki að reyna að eyða neinu. Ég bara benti þér á umræðu sem ég rakst á um þetta mál þitt annarsstaðar, eina sem ég hef sagt um það, taktu eftir.

Já það kom mér á óvart að þú greindir mig persónulega eins og skot sem rugludall og sagðir mig vera að falsa persónuupplýsingar mínar og þar með reyndir þú að eyða mér. Af því að ég hakaði við í skráningarferlinu að ég vildi ekki sjást í skrám bloggsins. Það er nú meira vegna þess að ég er að læra á þetta blogg og veit ekki hvað ég kem til með að blogga mikið. Hafði til að byrja með ætlað mér að kynnast þessu hér og taka þátt í umræðum.

En, vá, þú ert eitthvað tötsí á því - strax bara kominn í fæt af því þú veist ekki hver ég er. Ég er allur á málefnalegu hliðinni í þessu máli, vittu til.

En þú stýrir auðvitað þinni umræðu.

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:08

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta trikk sem sagt er að notað hafi verið í Mosfellsbænum - er í rauninni dáldið merkilegt. 

Þ.e. ef slíkt trikk var notað í því máli - hver kemur með að segja að eitthvað svipað sé ekki notað í öðrum málum. 

Umrætt trikk getur útflatt, villuleitt og eyðilagt alvöru umræðu - þ.e. ef einhver alvöru vinna er lögð í það.

Internetumræða er einstaka sinnum mjög furðuleg.   Það hefur allt sína kosti og galla náttúrulega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2009 kl. 01:07

20 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta virðist svo umfangsmikið og útpælt. Gerði mikinn skaða fyrir ímynd Varmársamtakanna í bæjarfélaginu. En um leið og ég ræði við fólk úr öðrum bæjarfélögum þá er það ánægt með frumkvöðlastarf Varmársamtakanna.

Við vorum líka í meginstraumi hugmyndalegrar gerjunar með áherslur á umhverfið og lýðræði. Þar vorum við samstíga Mogganum og fleiri fjölmiðlum sem sýndu málinu áhuga.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.9.2009 kl. 01:20

21 identicon

Mér finnst allt í lagi að fólk bloggi undir leyninöfnum.

Mér finnst hins vegar ekki í lagi að vera með dónaskap og hótanir undir leyninöfnum. Þess vegna verður bara hver og einn að ritstýra sinni síðu og henda út ummælum fólks sem ekki stenst siðferðisstaðla viðkomandi.

Það að maður sem kjörinn er til embætta á vegum ríkis eða sveitarfélaga misbeiti valdi sínu og haldi út bloggsíðu til að sverta borgara sem reyna að halda uppi upplýstri umræðu hlýtur að skoðast sem aðför að borgaralegum réttindum.

Í Mosfellsbæjarmálinu virðist reyndin hafa verið sú að þeir sem tjáðu sig undir réttu nafni fengu yfir sig níð, dylgjur og ærumeiðingar.

Ísland er lítið og spillt land þar sem allir þekkja alla. "Góðærið" var ekki "góðæri" fyrir þá sem unna tjáningarfrelsi, íbúalýðræði og valddreifingu heldur góðæri græðginnar. Í slíku ástandi er t.d. nauðsynlegt að geta komið fram og tjáð sig nafnlaust. Í litlu bæjarfélagi er fljótgert að rústa mannorði fámenns hóps sem tekur sig til og gagnrýnir sjálftökuna og verktakalýðræðið. 

Það er bara þannig að stjórnmálamenn koma aldrei til að hafa vald yfir netinu og þeir verða bara að sætta sig við það. Með kostum þess og göllum. Ef upp kemst hins vegar að þeir hafi verið að nota það til að vega að borgurunum verða þeir líka að taka afleiðingunum.

Karl Angantýr Hvererann (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:20

22 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er miður og alvarlegt að það sé ekki hægt að stíga fram á opin og málefnalegan hátt, án þess að það séu út um allt kafbátar sem hafi það markmið að spilla lýðræðinu og afvegaleiða upplifun af veruleikanum. Ljót tækifærismennska fyrir stundarhagsmuni vina og flokka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.9.2009 kl. 12:33

23 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta síðasta innlegg þitt er vægast sagt mjög mótsagnakennt þegar annað er haft í huga sem þú hefur látið frá þér fara annað hvort undir dulnefnum eða eigin nafni. Og hverjum heldur þú virkilega að þú sért að þjóna? Það eru nefnilega ýmsir sem þrífast á vitleysunni og hafa gaman af að lesa og helst ekkert nema neikvætt um aðra og velta sér upp úr ritsóðaskapnum.

Skil ekkert í þér Gunnlaugur að vera enn að hræra í þessu dellumáli þínu um Kalla okkar og fleiri Mosfellinga, að núa þeim um eitthvað sem er varla annað en músatíst í tómri tunnu. Þú hefur heldur enn ekki verið að úthúða samborgara þína og bera á þá þvílíka firru sem er ekki samboðið þér.

Af hverju ekki að snúa sér eins og þú segir sjálfur: á opin[n] og málefnalegan hátt? Þú hefur góða hæfileika að setja fram skoðanir og fræðslu á skýran og einfaldan hátt án málskrúðs. En þá auðvitað um málefni sem í eðli sínu allir eru sammála um að þurfi að taka á. Af hverju tjáir þú þig t.d. minna eða nánast ekkert um útrásarvíkingana og þegar þeir breyttu bönkunum í ræningjabæli? Þú hefur fremur lagt hendur á smáfuglana sem hafa ekkert gert af sér en lætur illfyglin í friði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.9.2009 kl. 09:30

24 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú rekur ekki þráðinn rétt, Guðjón. Þetta mál dúkkar upp með endurteknum hætti að tilstuðlan Karls Tómassonar þar sem hann vænir Varmársamtökin um hliðstæða hluti og hann hefur orðið uppvís að. Undir það tekur Ragnheiður Ríkharðsdóttir með færslunni um "duglausar bleyður" sem að hún tók síðan út, vegna þess að hún hallaði þar réttu máli.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir vissi vel af bloggdólgamáli Karls Tómassonar þar sem skálduð voru upp hátt í 40 nöfn í aðför af Varmársamtökunum. Sendi henni bréf seinni hluta aprílmánaðar 2007. Það er háalvarlegt þegar forseti bæjarstjórnar vegur með þessum hætti á skipulagðan hátt að orðstír opinna félagasamtaka og breytir umræðunni með þessum hætti í bull frekar en afla skoðunum sínum fylgis á málefnalegan hátt.

Þetta er ekki "dellumál mitt", kæri Guðjón, þetta er ekki síður þitt mál ef þér er annt um heilbrigt lýðræði og rétt íbúana til þáttöku. Vertu meira en flokksdindill! Þú meira að segja lætur þig hafa það að reyna að draga mig inn í svaðið að hætti Karls Tómassonar, Hjördísar Kvaran og Þóris Kristinssonar og skrifa "þú hefur látið frá þér fara annað hvort undir dulnefnum eða eigin nafni".

Þessa ósvífnu smjörklípu hef ég ekki unnið og eina rétta er að þú biðjir mig afsökunar á slíkum brígslum. Ég hef ekki sent svo mikið sem eitt skeyti undir dulnefni og hef ávallt kappkostað við að halda mér við málefnin sem eru til umræðu. Þess vegna svíður mér að sjá tilraunir til að snúa sannleikanum á haus í þessu máli.

Ég er eindregin talsmaður þess að Varmársamtökin fari dómstólaleiðina gegn Karli Tómassyni til að leita réttar síns, ef að hann, bæjarstjórn, stjórn VG félags og stjórn Sjálfstæðisfélags sjá ekki að hin skipulagða kafbátaherferð úr tölvum Karls Tómassonar var gróf aðför að lýðræðinu.

Heilbrigt og opið samfélag er hluti endurskoðunar á okkar samfélagi, eftir hrunið. Þar eru forsendur lýðræðis ein mikilvægasta mælistikan. Ránfuglinn og smáfuglinn gengu erinda verktaka og svifust einskis til að sverta einstaklinga, þagga niður umræðu og afvegaleiða. Nú sitjum við uppi með tóm eða hálfbyggð hverfi. Hjólastólahraðbrautin sem átti að verða göngustígur er opið sár meðfram Álafossi og verður sennilega næstu ár.

Að þessu öllu er lítill sómi Guðjón,

                                 með kærri kveðju,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.9.2009 kl. 09:30

25 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Finnst þér þú virkilega hafa náð árangri með að vaða uppi með allskonar dylgjur og skammir Gunnlaugur? Það finnst mér ekki enda er málstaður þinn fremur léttvægur þegar málflutningurinn er á þessum nótum.

Til að ná árangri þarf maður alltaf að vanda vel framsetningu og gott er að hafa í huga aðferð málflutningsmanna´þegar þeir flytja mnál sitt fyrir rétti. Þar gætir hægversku og fullri virðingu fyrir andstæðing sínum. Þeir ávarpa gjarnan andstæðing sinn sem hæstvirtan andstæðing og rekja síðan sínar málsástæður og færa rök fyrir máli sínu. Dómarinn fylgist með og er ætíð tilbúinn að grípa inn í ef annar hvor eða báðir lögmenn fara yfir strikið og missa sig í tilfinningarhita.

Hefur ekki nefnilega tilfinningarnar leitt ykkur í Varmársamtökunum út á afar hálan ís? Mig minnir að þegar ykkur skorti rök, lést þú hendur standa fram úr ermum og reifst niður öryggisgirðingu sem verktakinn hafði látilð reisa. Þó svo deiluefnið væri óbreytt, tók þetta mál nýja stefnu. Sá sem tekur lögin í sínar hendur nýtur ekki lengur samúðar hjá venjulegu og heiðarlegu fólki. Það er með öðrum orðum auðvelt að glutra niður góðum málstað, jafnvel eyðileggja.

Nú bendir flest til að þú sért að reyna að ná aftur fyrri vígstöðu þinni. En það gerir þú aldeilis ekki með því að níða æru og heiður samborgara þína.

Eg hefi þekkt Karl Tómasson nokkuð lengi og aldrei hann öðru vísi en af góðu einu. Þú nefnir atvik þegar syni hans fannst þú hafa gengið of langt. Hann greip til sinna ráða í fjarveru föður síns sem auðvitað var ekki rétt af honum. Karl útskýrði þetta mjög rækilega og baðst opinberlega afsökunar á þessum mistökum sem mjög ungur maður hafði orðið því miður á í messunni. Nú ertu að enn að vafast í þessu eins og Karl hafi aldrei beðist afsökunar á þessu! Finnst þér þetta réttlætanlegt?

Mæli eindregið með að þú tileinkir þér aðrar aðferðir en að haga þér eins og gamaldags rétttrúnaðarmaður úreltra trúarofsækisskoðana. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Er lífið þess virði að safna að sér endalausri óvild og tortryggni? 

Þú mættir biðja Karl um fyrirgefningu sem og aðra er þú hefir verið að troða illsakir við á undanförnum árum. Iðrunn og yfirbót kostar ekkert. Kannski þarf maður að viðurkenna mistök en eru þau ekki þegar öllu er á botninn hvolft mun árangursríkara?

Það margborgar sig að reyna að sigla út á kyrrari sjó og forðast endalausa óvænta ágjöf þegar verst stendur á.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.9.2009 kl. 10:42

26 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll aftur Guðjón

Finnst miður að þurfa í nokkru að endurtaka sömu hlutina við þig. En alls verður freistað svo ykkur takist ekki að snúa hlutunum á hvolf.

1. Nefndu eitt dæmi um að ég hafi skrifað undir nafnleynd, ég get sent þér lista með um 40 uppskálduðum nöfnum úr tölvum Karls. (reyndar hafa fjórir framámenn úr VG gengist við að hafa sent skeyti úr tölvu Karls).

2. "Er lífið þess virði að safna að sér endalausri óvild og tortryggni?". Þessa spurningu þarft þú að bera undir Karl sem er gerandinn í bloggdólgamálinu og vekur það endurtekið til lífsins með rangfærslum. Með skipulögðum hætti afvegaleiddi hann lýðræðislega umræðu og breytti henni í bull.

3. Virðing kjörinna fulltrúa á fyrst og fremst að vera fyrir lýðræðislegum leikreglum og íbúunum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Það gerði Karl ekki, þegar hann ákvað að velja þessa skemmdarstarfsemi, frekar vera þátttakandi í opinni málefnalegri umræðu.

4. Hef ekki augnablik séð eftir girðingagjörningnum, sem var gerður af fullkominni yfirvegun. Táknrænn í þeirri merkingu að hleypa fólkinu inn á vígvöllinn. Taka niður girðingar þöggunar sem einkenndi íhaldið og brjóta af sér bullið sem ætlað var að spilla og eyðileggja opna umræðu.

Guðjón minn, ég trúi ekki að þú teljir ástæðu til að skauta fram hjá eðli málsins með því að setja þig á stall og ætla þér að kenna mér mannasiði. Held að mamma hafi náð ágætum árangri í uppeldinu, í þá veru að ég beri virðingu fyrir samborgurum mínum. Settu smá púður í að ræða eðli þessa máls í þínum heimaklúbbi. Sonarsagan hjá forseta bæjarstjórnar er aumt yfirklór.

Með kærri kveðju, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.9.2009 kl. 12:18

27 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst að þú mættir sýna smá lit og iðrast hvað þú hefur gengið langt í þessu veseni með Kalla.

Þegar við vorum að alast upp Gunnlaugur þá voru rassskellingar ekki óalgengar þegar þurfti að koma einhverju tauti við þá sem höfðu gert prakkarastrik. Þá var kappkostað að hafa það sem sannast er en ekki verið að snúa sannleikanum upp á haus. Nú er þeim sem eru að reyna að draga það rétta fram sýndur puttinn. Er það til fyrirmyndar?

Nú eru rassskellingar ekki leyfðar, sumum finnst það meira að segja miður. Kannski það sé merki um hve margir vaða uppi með alls konar vitleysur og yfirgang.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.9.2009 kl. 19:03

28 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flokkshollustan blindar þig Guðjón. Þú ert að reyna að snúa einhverjum sakargiftum upp á mig, en hefur ekki erindi sem erfiði. Samviska mín og ferill er algjörlega hreinn í þessu samhengi.

Það sem verra er að þú virðist ekki skilja málið, þó þú sérst að sýna einhverja burði til að fjalla um það. Skilur ekki alvarleika þess að forseti bæjarstjórnar skáldi upp vel yfir 30 nöfn til að vega að opnum félagasamtökum.

Ég sýni þér kurteisi og umburðarlyndi þó þú farir fram með ósannindi um að ég hafi skrifað undir nafnleynd. Bað þig um að taka þau ummæli til baka, en þú virðist ekki hafa nógu breitt bak í það. Vilt láta dylgjurnar standa.

Satt best að segja er þetta komið nóg af uppeldistali úr þínu sauðahúsi. Vona að bæjarstjórn og stjórnir flokksfélaga taki á þessu máli til að tryggja heilbrigðan jarðveg lýðræðis og samræðu í bæjarfélaginu.

Annars er ég hvatamaður þess að Varmársamtökin fari dómstólaleiðina.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.9.2009 kl. 22:58

29 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ertu ekki dálítið veruleikafirrtur Gunnlaugur?

Af hverju í ósköpum kappkostar þú ekki að gæta hagsmuna þinna og ættmenna varðandi Lónsöræfi? Þar hefur þú vissulega mjög góðan málstað að berjast fyrir og verja enda voru þessi þjóðlendumál rekin áfram með þvílíkum endemum að mörgum finnist nóg um. Í þessum þjóðlendumálum eru aldagömul réttindi höfð að engu og allt til þess fallið að koma því í kring að ríkisvaldið geti sölsað undir sig að tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eignir bænda, sveitarfélaga og jafnvel kirkjunnar. Tilefnið var au'ðvitað að þurfa ekki að greiða þessum aðilum bætur fyrir virkjanaframkvæmdir og annað veraldlegt brölt á hálendinu.

En þetta endalausa stríð við Kalla Tomm og ýmst gott fólk í Mosfellsbæ er ekki þér til framdráttar. Því miður! Þess vegna finnst mér þú vera nokkuð veruleikafirrtur. Fyrirgefðu hreinskilnina!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.9.2009 kl. 23:19

30 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri Guðjón Þessi færsla þín bætti litlu við. Sýndi endurtekið teikn þess efnis að þú skiljir ekki alvarleika umræddrar aðfarar forseta bæjarstjórnar að opnum félagasamtökum. Því ráðlegg ég þér að hringja í mig, ef þú vilt eitthvað ræða þetta frekar. Þó væri enn betra ef þú getur tekið málið upp við stjórn VG í Mosó. Þegar formleg afstaða þess félags liggur fyrir þá er hægt að meta hvers það metur lýðræðið og hina opnu umræðu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.9.2009 kl. 23:56

31 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þú minna mig óneitanlega á bandaríkjamömmuna á dögum Kalda stríðsins. Þegar þeir fyrir westan höfðu eitthvað að athuga við það sem þeir í Kína eða Kreml voru að framkvæma, húðskammaði bandaríkjamamman Albaníu eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt af sér!

Þú húðskammar Kalla bæði seint og snemma í staðinn fyrir þessa að ausa skálum reiði þinnar yfir Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn sem áttu meginþáttinn í að gera upptækar eigur ættar þinnar með þessari Óbyggðanefnd. Ríkisvaldinu var beitt ótæpilega til þess að ekki þyrfti að greiða landeigendur bætur fyrirupptöku lands, t.d. vegna virkjanaframkvæmda. Við skattgreiðendur erum síðan látnir borga brúsann fyrir dýrustu eignaupptöku sögunnar.

Var einhver að tala um kommúnisma í þessu sambandi? Nei ekki held eg að svo hafi verið en hugmyndasmiðir þessa og hvatamenn voru formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Það mætti gjarnan skrifa um þessi einkennilegu mál en í guðanna bænum ekki vera endalaust að agnúast út í þá sem ekki eru aðilar málsins.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2009 kl. 14:19

32 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðjón minn það er búið að benda mér á að það hafi ekki verið fallegt af mér að kalla þig "flokksdindil" þegar þú ert að réttlæta bloggdólgamálið. Því finnst mér að hugsanlega hefði ég átt að segja að þú sérst "flokksrófa". Er það ekki svona sakleysislegra að segja; "Þú ert nú meiri flokksrófan", heldur en að segja "þú ert nú meiri flokksdindillinn" ? En allavega ... mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.9.2009 kl. 01:05

33 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þetta skítkast ekki svaravert.

Þú þarft að líta í eigin barm og gera þér grein fyrir að svona gerir maður ekki.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.9.2009 kl. 10:41

34 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú skautar framhjá vandamálinu Guðjón. Skipulögð aðför úr tolvum forseta bæjarstjórnar að opnu félagastarfi með uppskálduðum 30-40 nöfnum. Ef það hrærir ekkert við þinni siðferðilegu mælistiku, þá sýnir það mér að þú ert blindaður af flokkshollystu, hvort sem það er kennt við dindil eða rófu. Ég skora á ykkur öll frmámenn í VG í Mosfellsbæ að skoða framgöbgu hans af yfirvegun út frá manngildi og mannréttindum.

Ég veit ekki um nokkra hliðstæðu í subbuskap eins og komið hefur úr þessari átt. Ert þú búin að lesa orðfæri verndara Karls þeirra Hjördísar Kvaran og Þóris Kristinssonar? Ekki vera að setja upp neina helgislepju Guðjón minn, þér fer það ekki. Þú varst öflugri mótmælandi en ég gagnvart íhaldi og fylgifiskum þess áður en þið fóruð undir sængina og gerðust aukahjól undir sjálftökuna og verktakalýðræðið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.9.2009 kl. 22:51

35 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Rétt er að taka fram, af gefnu tilefni, vegna túlkunar sem kemur úr herbúðum Karls að þetta mál sé upplýst að þá er það algjörlega út í hött. Ný óhreinindi sem reynt er að þyrla upp skýra ekki nokkurn hlut. 

Bent hefur verið á að fjórir nafngreimdir einstaklingar hafa gengist við skrifum úr tölvum Karls af þeim fjörutíu nöfnum sem voru heimfærð á hann í Mosfellsbæjarmálinu.

Eina viðleitni Karls til að gera vitræna grein fyrir eðli þessa máls var að tengja eina færslu við son sinn. Annað er enn óupplýst og telst ekkert annað en ósmekkleg og ósiðleg aðför að opnum félagasamtökum í bæjarfélaginu.

Kjarni málsins stendur því enn óhaggaður að forseti bæjarstjórnar valdi að taka ekki þátt í opinni umræðu til að afla stefnumálum sínum fylgis, en stundaði skemmdarstarfsemi, sem ætlað var að skaða orðspor opinna félagasamtaka.

Félagafrelsi og möguleikar fólks að hafa áhrif á þróun samfélags og umhverfis eru mikilvægar forsendur lýðræðis og mannréttinda. Þarna liggur kjarni vandans og þörfin fyrir að ná upp því illgresi sem var sáð til af forseta bæjarstjórnar. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.9.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband