23.9.2009 | 22:44
Óbreytt kerfi til sjós og lands
Jón Bjarnason sjávar- og landbúnaðarráðherra kom ekki vel út í Kastljósi kvöldsins. Honum er að nokkru vorkunn að vera gestur hjá hinum hvatvísa spyrli Helga Seljan. Samt! Hann virtist ekki hafa neina stefnu í sjávarútvegsmálum. Vísaði endurtekið í að boðuð uppstokkun kvótakerfis væri komin í nefnd. Áætlun um innköllun fiskveiðiheimilda var gerð hlægileg með því að ráðherrann gat ekki tjáð sína skoðun eða stefnu í málinu.
Ekki tók betra við þegar hann talaði gegn samkeppni í landbúnaði. Á vissan hátt stillti hann sér upp sem gamaldags framsóknarmaður sem ver allt í landbúnaði og er í hlutverki umboðsmanns bændasamtakanna í ríkisstjórn. Gerir kröfuna á ríkið um opinberar greiðslur til landbúnaðar óháð því hvort framleiðslan er hagkvæm eða ekki. Engar nýjar hugmyndir eða endurskoðun sem gæti hleypt lífi í landsbyggðina. Sama eyðibyggðastefnan og verið hefur síðustu öldina.
Örlítið líf hljóp í karlinn þegar hann tjáði sig um hversu vitlaust það væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ráðherrann virðist því í stjórnarandstöðu í mörgum lykilmálum. Fylgir ekki stefnu í kvótamáli, samkeppnismálum eða Evrópumálum. Þessi gæðalegi karl virðist hvorki vera drífandi eða gerandi í pólitík. Miðað við málflutning kvöldsins virðist hann hið mesta og versta afturhald á sviði stjórnmálanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2009 kl. 01:00 | Facebook
Athugasemdir
Já... það fauk víst á hann bátur.....
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2009 kl. 22:48
Var hann með kvóta sem væri hægt að leigja til nýliða í stéttinni ...?
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.9.2009 kl. 22:55
...hugsanlega.
Annars var ég að vísa í þessi ummæli..... http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2009/09/23/fauk-a-hann-batur/
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2009 kl. 23:19
Kallinn kom með þessa útjöskuðu klisju "komin í nefnd" sem þýðir, miðað við reynslu undanfarinna ára, að ekkert kemur til með að gerast. Ég bjó í Færeyjum á annan áratug og einmitt á því tímabili umbyltu Færeyingar fiskveiðistefnu sinni. Það var ekkert fjandans tuttugu ára plan, allur pakkinn var afgreiddur á einu bretti. Og hefur gefið góða raun.
Þráinn Jökull Elísson, 23.9.2009 kl. 23:43
Já, Páll Ásgeir hefur verið að hugsa um að kasta í sjónvarpið ketti þegar hann horfði á þetta. En vestfirska máltækið er gott. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.9.2009 kl. 23:44
Dapur "vindbelgur" í stjórnarandstöðu, daprari í stjórn. Úr hvaða afdölum kom þessi blessaður maður, á karlinn virkilega að fá að taka þátt í "uppbyggingu" landsins.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:46
Mér finnst að það eigi að vera aðlögun að þessu þannig að vel rekin fyrirtæki sem ætíð hafa nýtt sinn kvóta til veiða fái svigrúm. Hinsvegar í stað þess að fáni einkaeignarréttar á fiskveiðiheimildum væri ætíð dreginn hærra og hærra að hún í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar þarf að halda því skýrt á lofti núna að stefna stjórnvalda sé að fiskveiðiheimildir séu sameign þjóðarinnar, lúti opinberri stjórnsýslu og úthlutun.
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.9.2009 kl. 23:53
Jón er ágætis kall en það er samt leitun að manni sem hefur jafn lítið vit á sjávarútvegi og hann, blessaður kallinn.
Sigurður Þórðarson, 24.9.2009 kl. 00:32
...enda byggjast nú ráðherraembætti mest á góðum aðstoðarmönnum. Það væri kannski ekki úr vegi að skipta hans aðstoðarmanni út fyrir einhvern sem hefur vit á sjávarútvegi og landbúnaði?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 09:13
Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að þetta var sú aumkunarverðasta viðtal sem ég hef séð ráðherra í. Mann greyið var eins og fáráður og át allt sem hann hefur verið að gapa um í áratugi ofan í sig, og hreinlega vissi ekki neitt. Þetta er það sem við höfum í einu veiga mesta ráðuneiti landsins.
Einar Vignir Einarsson, 24.9.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.