1.10.2009 | 11:53
Einfalt innheimtumál
Ice Save málið átti aldrei að verða flokkspólitískt mál, ekki frekar en að pólitíkusar eru að skipta sér af þeim miklu afskriftum sem að eru nú að ganga í gegn á kröfum erlendra banka í hina föllnu íslensku banka.
Allir flokkar gera sér grein fyrir að við þurfum samkvæmt öllum viðmiðum alþjóðasamfélagsins að greiða þetta tryggingafé sem að Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða viðskiptavinum hins íslenska banka sem að komst í þrot.
Það er hinsvegar samningsatriði hvernig útfærslan á greiðslunni er. Mér fannst fyrirvarinn um að skuldin gufaði upp ef að hún væri ekki fullgreidd að vissum tíma liðnum vera ruglingsleg. Það er eðlilegt að samningsaðilar okkar samþykki ekki slíkan fyrirvara.
Koma verður þessu máli frá hið snarasta og snúa sér að uppbyggingu í framhaldi af björgunaraðgerðum, sem hafa tekið of langan tíma. Það er ótrúlegt að sjá ábyrgðarleysi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í þessu máli.
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í blaði dagsins; "Jóhanna er búin að missa fyrir borð eina ráðherrann sem er í tengslum við þjóðina í Ice Save málinu". Varaformaðurinn sagði í gær að; "Sjálfstæðisflokkurinn væri alltaf til í að bera ábyrgð".
Tengsl þessa fólks við samvisku sína hljóta þó að vera mikilvægust. Þar hlýtur að skipta máli drög að samningi Geirs Haarde og Árna Matt gerðu þ.s. voru hærri vextir og styttri greiðslutími. Þannig hafði Sjálfstæðisflokkurinn afgreitt þetta sem einfalt innheimtumál í sinni tíð.
Það hlýtur líka að vera samviskuspurning fyrir þetta fólk að gera upp tengsl flokksins við yfirhylmingu yfir Björgólfsfeðgum og framgöngu þeirra í íslensku fjármálalífi. Sennilega kæmist Sjálfstæðisflokkurinn í best tengsl við þjóðina ef þeir stuðluðu að lagasetningu um að ná til baka hinum stolna feng þeirra feðga.
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Athugasemdir
"Einfalt innheimtumál"? Nei, ekki einfalt innheimtumál. Þetta er fjárkúgun.
Og hvaða samfélag þjóðanna er Jóhanna Sig. endalaust að tala um? Evrópubandalagið sem er 8% af heiminum? Jóhanna Sig. og co. verða að fara að koma niður á jörðina og fara frá völdum.
ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:17
Raunveruleikinn á Íslandi er orðinn eins og í hringleikahúsi. Nú á að halda áfram að rífast um Icesave eins og við höfum eitthvað stórkostlegt val um það hvað við gerum. Íslendingar eru algjörir tréhausar ef þeir halda að við getum bara sleppt því að borga. Mér verður óglatt þegar ég heyri Sjálfstæðismenn og Framsókn tala eins og okkur séu allir vegir færir í þessu máli. Ég óttast að ef VG stendur ekki með sínum formanni í þessu máli þá springi þetta stjórnarsamstarf núna á næstu dögum.Flokkurinn virðist hreinlega ekki vera stjórntækur því miður.
Ína (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:42
Það ert þú sem ert tréhaus Ína að halda að við eigum að borga skuldir glæpamanna.
Jón Þór (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:35
"Allir flokkar gera sér grein fyrir að við þurfum samkvæmt öllum viðmiðum alþjóðasamfélagsins að greiða þetta tryggingafé..."
Já, býst við að þeir hkjóti nú bara að vera búnir að fatta það - og þó.
Þarna nefnilega er kemur að mikilvægum punkti að sumir flokkar eða allavega sumir meðlimir flokkana eru alltaf að tala með þeim hætti að ísland geti einhvernveginn komist undan umræddri skuldbindingu og að um sé að ræða fyrst og fremst vonsku nokkurra útlendinga sem séu voða vondir við frábæru ísledinganna og lausnin er, skilst manni stundum, að reka alla útlendinga úr landi eða allavega banna þeim vetursetu etc.
Þetta finnst mér furðulegt tal af háttsettu mönnum og mikll ábyrgðarhlutur að hræra svona í þjóðinni. Mikill ábyrgðarhlutur og spurning hvort slíkir menn og konur eru ekki vanhæf til að sitja á háttvirtu alþingi. Aljörlega ófær um að stórna för í gegnum hríðarveðrið er nú gengur yfir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2009 kl. 13:59
Okkur ber ekki siðferðileg skylda að borga eyri frekar en Bretum og Hollendingum. Landsbankinn starfaði í þeirra löndum og undir þeirra eftirliti líka. Og undir EES lögum. Icesave er ólöglegur nauðasamningur.
Okkur ber engin lagaleg skylda til að borga fjárkúgun, bara af því Bretar, Hollendingar, Evrópubandalagið, og handrukkari þeirra IMF heimta það.
Ykkur er frjálst að borga Icesave sjálf ef þið endilega viljið. Við hin viljum ekki fórna börnunum okkar undir nauðung og þrældóm. Og það kemur ekki neinum flokki við hvort við neitum Icesave eður ei.
ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:04
Þú ættir Gunnlaugur, að lesa það sem foringi þinn Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fundi Samfylkingarinnar í gær:
Þegar Jóhanna er meira að segja búin að átta sig á þessari staðreynd, ættir þú að hafa vit á að fella niður ruglið um að það sé bara rétt og sanngjarnt að við greiðum Icesave-reikninginn.
Þú vísar til “viðmiða alþjóðasamfélagsins”. Ertu með fullri rænu að halda þessu fram. Við undirgengumst ákveðið regluverk, þegar við tókum þátt í Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Samkvæmt Tilskipun 94/19/EB, sem gildir einmitt um bankastarfsemi, er skýrt tekið fram að aðildarríkin MEGA EKKI taka ábyrgð á innistæðu-tryggingum. Það er því ekki bara siðferðileg skylda Alþingis að leggja ekki ónauðsynlegar álögur á landsmenn, heldur er því bannað að gera það samkvæmt regluverki ESB sjálfs.
Eina boðlega afgreiðslan á Icesave-málinu er að hafna samningnum sem Icesave-stjórnin gerði. Ef Jóhanna er svo vitlaus að koma með málið aftur inn á Alþingi, er ekki annað að gera en að fella niður þá ábyrgð sem búið var að samþykkja. Ekkert ríki í heiminum myndi láta kúga sig til að axla dráps-klyfjar að þessu tagi. Þeir sem mæla fram málsbætur þessari smán, geta ekki verið með fullu viti.
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 15:52
Loftur, hættu þessu tralli.
Það að þú snúir öllu á haus og lesir afturábak - sjáir svart þar sem er hvítt o.s.frv - það er bara eigi relevant þessu máli viðvíkjandi. Þvi miður.
Öll þín skrif varðandi umrætt mál er merkingarleysa og trall.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2009 kl. 16:26
"Það er hins vegar samningsatriði hvernig útfærslan á greiðslunni er."
OK, gefum okkur að svo sé. Fyrst er samið um skuldina og bótaskyldu, síðan greiðslufyrirkomulag. Í nútíma réttarríki setjast málsaðilar að samningaborði og ræða málin á jafnréttisgrunni þar sem gildandi lög eru lögð til grundvallar. Rísi ágreiningur þarf að fá úr honum skorið.
Við lestur IceSave samninganna má öllum ljóst vera að jafnræðis var ekki gætt. Réttur Íslands, hins meinta skuldara, er ekki virtur sem skyldi.
Ég skal ekki dæma um hvað veldur, það gildir líka einu hvort það er Haarde og Matt að kenna, samninganefnd Svavars eða einhverju örðu. Þegar útkoman er jafn handónýt og í þessu máli á það að vera siðaðra manna háttur að bæta þar úr. Það á ekki semja um hvernig skal greitt eftir vondum samningi eins og það sé bara tæknilegt útfærsluatriði.
Það á enginn að vera hræddur við að standa á rétti sínum, ekki heldur þeir sem skulda.
Haraldur Hansson, 1.10.2009 kl. 16:44
Það er auðvitað til of mikils mælst af þér Ómar, að þú stundaðir rökræðu. Ég geri ekki þá kröfu til þín og auðsjáanlega þú sjálfur ekki heldur.
Þar sem ég vil þér bara vel, legg ég til að þú skrifir ekki um of flókin mál, sem eru þér ofviða. Skrifaðu bara veðurlýsingar eða birtu bílnúmer sem þú hefur séð yfir daginn. Þá þarftu ekki að skammast þín og nærð hugsanlega endurnærandi nætursvefni.
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2009 kl. 17:01
Sigurður Líndal, lagaprófessor, 13/08/09: Icesave: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum og villa þannig um fyrir öllum almenningi:
http://visir.is/article/20090813/SKODANIR03/999975762
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Já, það væri æskilegt að fólk kæmi með rök, ekki bara skítkast eins og "trall" og "tréhausar" ef það vill að við hin, og ekki síst börnin okkar, játumst undir nauðung og sættum okkur við hótanir Breta, Hollendinga, Evrópubandalagsins og IMF.
ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 17:29
Sammála þér.
Einhvern veginn er verið að nota þetta mál til að kljúfa þjóðina. Þetta er bara lítill hluti (þó stór sé) heildarpakkans.
Einhvern veginn er maður að velta fyrir sér hvort verið er að kynda undir glundroða til að fresta því að tekið verði af festu á málum þeirra sem eru raunverulegir sökudólgar í þessu máli.
Þeir sem sköpuðu lagaumhverfið og þeir sem nýttu sér það til að arðræna venjulegt fólk í Evrópu.
Því við skulum ekki benda á Breta og Hollendinga sem stjórnvöld.
Þeir sem töpuðu eru venjulegt fólk eins og við....
Magnús Þór Jónsson, 1.10.2009 kl. 21:04
Það skiptir ekki máli - hvað þér finnst "ruglingslegt" - eins og þú orðar það - séð í geng um þín pólitísku "ruglunargleraugu" - án afruglara.
Það sem skiptir máli í sambandi við Icesave málið er þetta:
Mér finnst þetta skelfilega þróun í samskiptum framkvæmdar og löggjafarvalds...
Loksins fór löggjafar- og framkvæmdavald að vinna saman í sumar - eins og til er ætlast skv. stjórnskipun lýðveldisins - og er gamalla draumur margra - að löggjafarvaldið láti til sín taka - ekki að framkvæmdarvaldið kúgi löggjafarvaldið....
En nú á að kæfa allar þessar vonir um endurreisn löggjafarvaldsins.... í alvarlegasta deilumáli þjóðarinnar fyrr og síðar......
Ég er afar vonsvikinn.... ríkisstjórnin er komin inn á "gráu svæðin"... sömu svæðin og bankamennirnir eru taldir hafa verið inn á - og að það hafi verið lögbrot - sem nú er til rannsóknar.
Er eitthvað betra að stjórnvöld fari inn á "gráu svæðin"......
Hvaða skelfilegu afleiðingar hefur það...????
Kristinn Pétursson, 1.10.2009 kl. 22:02
Þakka umræðu og innlit. Áður en lengra er haldið þá skulum við lesa svar Jóns Baldvins við skrifum Sigurðar Líndal.
Andsvar Jóns Baldvins
Höldum síðan áfram og ræðum ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, Geirs H, Árna Matt og síðast en ekki síst Davíðs Oddssonar.
Við erum ekki píslarvottar og það er ekki ESB sem er að fara illa með okkur. Græðgisvæðingin og óábyrg stjórnarstefna sem blandast þjóðrembu er það sem stuðlaði að því að við fórum þann veg að safna ekki fé í tryggingasjóð til að taka skellinn ef Landsbankinn færi á hausinn. Fé í sjóðnum varð mest 19 milljarðar sem ábyrgð fyrir 1400 milljörðum.
Þesu leyfði Davíð Oddsson að þróast á þennan veg. Maðurinn sem á að verða forystuafl þeirra sem að vilja ekki axla ábyrgð og byggja upp traust til okkar í alþjóðasamfélaginu. Maðurinn sem leyfði þessu máli þróast í ógöngur ætlar nú að berjast gegn því að það verði fundin og farin leið út úr vandanum.
Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.10.2009 kl. 22:07
Þetta er bar pólitískur áróður í þér - en ekki faglega rökstudd umræða.
Skýrsata dæmið er fyrirsögnin hjá þér "einfalt innheimtumál" - þetta orðalag notar þú um stærsta deilumál hérlendis - fyrr og síðar...
Framferði stjórvalda í dag - verður varla svarað með einhverjum pólitískum sleggjudómum um Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn. Það kemur ekkrt því við - sem verið er að gera í dag - það er fortíðin.... hafi verið gerð mistök í fortíðinni - verður það varla lagaða með því að svívirða nýsett lög um ríkisábyrgð vegna Icesave málsins.
Lögin um Icesave ríkisaábyrgð - takmörkuðu alferlega þann ramma ... hvað embættismenn máttu ræða við Breta og Hollendinga. Þetta máttu þeir gera og ræða:
Þetta var sá lagarammi - sem ríkisstjórn og embættismenn - voru lagalega skyldug til að fara eftir.
Afsögn Ögmundar - er eiginlega afar hörð mótmæli við því - að - lögin - samþykkt af Alþingi svona voru ekki virt.
Kristinn Pétursson, 1.10.2009 kl. 22:22
Söguleg samantekt
Mér sýnist þetta hafa verið þráðurinn. Þannig hefur þetta verið viðurkennt af íslenskum stjórnvöldum frá því í nóvember á síðasta ári að hér sé um einfalt innheimtumál að ræða, en hinsvegar sé hægt að útfæra og ræða greiðslutilhögun.
Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 01:02
Það sem vantar í þessa samantekt hjá þér - er m.a. þetta:
Kristinn Pétursson, 2.10.2009 kl. 05:44
Það eina sem ríkisstjórnin hugsa um er hvernig þau geti sem best hugnast AGS og Brüssel, Þeim virðist vera slétt sama um afkomu þjóðarinnar og fullveldi.
ÁFRAM ÍSLANDNEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGSStyðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 16:21
Þetta er nú ekki rétt hjá þér Ísleifur ef þú skoðar málið af stillingu að þá er ríkisstjórnin sett saman af fólki sem að er annt um þjóðina og vill auka sjálfstæði þjóðarinnar og áhrifavald með því að vera virk í samvinnu lýðræðisríkja í Evrópu. Það er ekkert að óttast í þeim efnum. Við eigum það skilið að umgangast eðlilegt fólk eftir skálmöld hægrimanna og útrásarvíkinga.
Gunnlaugur B Ólafsson, 3.10.2009 kl. 22:43
Forsendur Gunnlaugs eru eins rangar og þær geta verið. Þess vegna er eðlilegt að niðurstöður hans séu einnig kolrangar. Gunnlaugur segir:
Tilskipun 94/19/EB fjallar um ábyrgð aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins og þar segir skýrt og greinilega, að aðildarríkin mega ekki taka ábyrgð á innistæðu-trygginga-kerfunum. Þar er einnig sagt að það eru bankarnir sem eiga að fjármagna trygginga-kerfið.
Að halda því fram, að innistæðu-trygginga-kerfi eigi að vera með sjóði sem nægja fyrir algjöru hruni, er fjarstæða. Ekkert trygginga-kerfi starfar þannig og af samkeppnis-ástæðum leyfir ESB ekki slíka tryggingu. Þjóðréttarlega er einnig ómögulegt að koma þannig kerfi á fót.
Allt sem Gunnlaugur hefur um þetta mál að segja er því algjört bull. Þú verður að kynna þér málin betur Gunnlaugur, áður en þú tekur aftur þátt í umræðu um Icesave.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.10.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.