Píslarganga Bjarna Benediktssonar

Þjóðin er ekki á píslargöngu, ofsótt af alþjóðasamfélaginu, þá sérstaklega Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Það eru engir vondir við okkur, heldur hanga mags konar hagsmunir á því að við umgöngumst alþjóðlegar skuldbindingar af virðingu.

Þessar veiðar Bjarna Benediktssonar í gruggugu vatni eru honum lítt til sóma og lítið meira en trúðslæti ætluð til að skapa sér stöðu í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn hvort sem hann var í stjórnarráði eða seðlabanka höfðu fallist á greiðsluna fyrir tæpu ári.

Eingönu átti eftir að útfæra greiðslutilhögun. Þetta átti aldrei að verða flokkspólitískt mál. Nema að sá flokkur sem að kom okkur í vandann ætti að vera virkastur í að vera uppbyggjandi leiðir út úr honum.

Hefur Bjarni ekki séð yfirlýsingu Davíðs Oddssonar þáv. seðlabankastjóri og Árni Matt þáv. fjármálaráðherra til fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins frá 15. nóv. 2008; "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðukerfisins gagnvart öllum innlánshöfum.” ? 


mbl.is Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ,, á grundvelli innistæðukerfisins" það er mergurinn málsins, því það vantar að skera lögformlega úr um það hvort innistæðutryggingasjóðurinn var fullnægjandi samkvæmt Evrópureglum.  Á meðan svo er er fráleitt að axla Icesave baggann.

Haukur Brynjólfsson

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Obb, bobb, bobb..... Gunnlaugur nú verður þú að taka Samfylkingargleraugun niður. Það er það finnast nú fáir sem halda því fram að það sé ekki þrýstingur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og innan Evrópusambandsins vegna Icesave.

Þá er öllum ljóst að það var ákveðið að leitast við að semja við Breta og Hollendinga, en á þeim forsendum að tekið yrði tillit til efnahagsástandsins hér. Það var ekki gert í þessum fáránlegu Icesavesamningum.

Það sem er ámælisvert er að hver einasti þingmaður Samfylkingarinnar var tilbúinn til þess að samþykkja Icesavesamninginn, ólesinn og án fyrirvara. Nú átt þú að skrifa harðorðaðan pistil um aumingjaskapinn í þingmönnum Samfylkingarinnar. Sem betur fer voru nokkrir þingmenn VG sem stóðu í lappirnar.  

Sigurður Þorsteinsson, 2.10.2009 kl. 19:04

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kjarninn er þessi Sigurður. Davíð, Geir og Árni ákváðu að hörfa frá lagaþrasi og gáfu út yfirlýsingar í náv á síðasta ári um að Íslandi bæri að greiða tryggingaupphæðirnar.

Síðan er búin að fara mikil orka í umræður um greiðslutilhögun og vonandi erum við að nálgast niðurstöðu sem allir geta sætt sig við í þeim efnum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 20:05

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur eins og þú veist var ákveðið að ganga til samninga við Breta og Hollendinga, fyrst og fremst að kröfu Samfylkingarinnar. Endanleg niðurstaða kom frá Alsherjarnefnd og formaður nefndarinnar hefur margoft lýst því yfir að þeir samningar voru bundnir þeim skilyrðum að tekið yrði tillit til aðstæðna Íslands. Þetta getur þú kynnt þér. Formaður Allsherjarnefndar var Bjarni Benediktsson.

Ögmundur Jónasson segir í viðtali við BBC:

Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga

Breska ríkisútvarpið BBC ræddi í dag við Ögmund Jónasson, fyrrum heilbrigðisráðherra, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, um Icesave-deiluna og stöðu efnahagsmála á Íslandi. Þar segir að málin séu ríkisstjórninni ofviða, og að hún sé við það að springa.

„Okkur líkar það ekki þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið gengur erinda breskra og hollenskra stjórnvalda, og neyða okkur til að greiða [upphæð sem er] umfram það sem okkur ber skylda til þess að gera,“ segir Ögmundur í samtali við BBC.

Ögmundur segir að Íslendingar séu reiðubúnir til að greiða það sem þeim beri, en þeim líki ekki hegðun breskra og hollenskra stjórnvalda. 

„Við vildum fara með málið fyrir evrópskan dómstól til að komast að því hver okkar raunverulega skylda væri,“ segir Ögmundur og bætir við að Ísland vilji hljóta sanngjarna málsmeðferð.

Hann segir að Holland og Bretland hafi kallað eftir aðstoð AGS og farið fram á að sjóðurinn beiti sér sem einskonar lögregla gegn Íslendingum, sem eigi að fara eftir kröfum breskra og hollenskra stjórnvalda í einu og öllu. ESB beiti sér í sama tilgangi gegn Íslendingum.

Ögmundur svarar því játandi þegar fréttamaður BBC spyr hann hvort Ögmundur sé að saka Breta og Hollendinga um að kúga fé út úr Íslendingum.

Sigurður Þorsteinsson, 2.10.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég verð að hryggja þig Sigurður með því að eg sé þetta á líkann máta og Gunnlaugur B Ólafsson og margir aðrir samlandar mínir. Þetta hefur því miður ekkert að gera með nein gleraugu nema ef vera skyldi sannleiksgleraugu. Svoleiðis sjóngler hafa ekki verið að þvælast fyrir Sjálfstæðismönnum gegnum tíðina og gera ekki ennþá. Fróðlegt að rifja upp sjónvarsviðtöl við þáverandi forsætisráðherra fyrir réttu ári. Ég mundi bara í ykkar sporum halda mig til hlés í þessari umræðu meðan blái trefillinn er enn fyrir augum ykkar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.10.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Óttalegt rugl er þetta í Ögmundi. Þetta er bara ómerkilegur populismi. Veit hann ekki af tilskipun ESB frá 1999 um ábyrgðir heimalands á lágmarkstryggingu sparífjáreigenda. Þessu hafa allir vitað af, en því miður fórum við fram úr okkur í græðginni.

Nú þarf að setja lög til að ná um ránsfeng okkar manna útrásarvíkingana. En lagaskak út af túlkun á tilskipun um tryggingsjóð er rugl. Þar er allt mjög skýrt. Það er eðlilegt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vilji skilyrða aðstoð við okkur að heildar pakkinn sem samið var um gangi eftir.

Það er engin vondur við okkur hvorki Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eða Evrópusambandið. Alþjóðasamfélagið vill að við séum marktæk - að við stöndum við samninga og skuldbindingar. Sá þungi kross sem að Bjarni Benediktsson þarf að bera er yfirhylming yfir spilaborg Björgólfsfeðga og að Davíð, Geir og Árni hafi markað slóðina réttilega að við ættum að borga umræddar tryggingar.

Sá kross er ekki Evrópusambandsins heldur Sjálfstæðisflokksins. Það sem er skaðlegast fyrir þjóðina og framtíðaruppbyggingu í þessu landi er að hafa flokk sem að er meginþátttakndi í jafnalvarlegu hruni en virðist ekki ætla að læra neitt af því. Ekki að tileinka sér hógværa frmgöngu eða hvað þá að biðja þjóðina afsökunar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.10.2009 kl. 23:12

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta stendur skýrum stöfum í tilkynningum forsætisembætisins.. að íhaldið á upphaf þessa máls og kom okkur í þennan samningsvanda. Ég væri vel til í að fyrirgefa sjálfstæðisflokknum og framsókn ef þessi hræsnisbandalög væru tilbúin að gangast við sínum gjörðum og væru ekki sífelt að stílfæra söguna í sinn eigin hag.

Ég hef orðið miklu meiri jafnaðar og vinnstri maður í kjölfar þess hvað stjórnarandstaðan er rosalega svívirðileg og óheiðarleg og stöðugt í reykbombouárásum sem engin fótur er fyrir í garð þessarar ríkisstjórnar í stað þess að veita sem mest lið. Nýjasta upphlaupið við hið brandaralega útspil Hösskuldar varaformann framsóknar- sem spilaði algjörlega úr sér buxunar sem sjálfskipaður björgunarváttur íslands með Noreigsláninu sem reyndist svo tómt kjaftæði þegar á hólminn var komið.

Það verður að fara að ganga frá þessu máli og það sem allra fyrst.  

Brynjar Jóhannsson, 2.10.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband