Eflum flokksræðið í gegnum skaflinn

Í vor fengu Samfylkingin og Vinstri grænir skýrt umboð til að taka við taumunum í landstjórninni. Söguleg stund. Tveggja flokka stjórn til vinstri.

Verið er að vinna að mörgum umbótum í anda lýðræðis. En nú þurfa systurflokkarnir tveir að vinna sig í gegnum skaflinn með því að efla samstöðu og innra starf.

Mikilvægt er að koma öllum þeim góðu málum sem eru í pípunum í framkvæmd. Svandís Svavardóttir var rödd skynseminnar á Alþingi í kvöld.

Það er engin þörf fyrir banadalag oflátunga og egóista, Sjálfstæðisflokkinn, sem kann ekki að skammast sín fyrir dans og eltingarleik við gullkálfa, sem skilaði þjóðinni í þrot.


mbl.is Hétu öll stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Heyr...

hilmar jónsson, 5.10.2009 kl. 22:24

2 identicon

Systurflokkar eru flokkar sem deila hugmyndafræði en eru í mismunandi löndum. Þannig eru t.d Samfylkingin og breski verkamannaflokkurinn systurflokkar.

Samfylkingin og VG eru ekki systurflokkar heldur ólíkir stjórnmálaflokkar í sama landi. VG er hefðbundinn, róttækur vinstriflokkur á meðan að Samfylkingin er samansafn af flokksbrotum frá hægrihluta miðjunnar (t.d Árni Páll) og til vinstri (t.d Jóhanna) sem fylkja sér saman um tvennt; völdin og ESB, en hefur ekki heildstæða stefnu að öðru leiti.

Ástæða þess að flokkarnir eiga erfitt með að vinna saman núna er sú að þetta eina stefnumál sem samtíningurinn getur þjappað sér almennilega saman um gengur þvert á flest það sem VG stendur fyrir. Ef VG menn þyrftu aðeins að kyngja því að Össur fengi að fara til Brussel og flippa fyrir milljarð gæti þetta gengið fínt - þegar það er hinsvegar orðið ljóst að reikningurinn verður á bilinu 300-1000 milljarðar, og samfélagsniðurrif í umsjá AGS fylgir með í pakkanum, þá er ekki nema von að málið standi í þeim hluta VG sem á sér einhverja dýpri hugsjón en að sitja fast í stólunum og hatast út í sjálfstæðiflokkinn.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nei þetta er ekki endilega rétt, Hans. Þetta hefur áður verið notað í samhenginu tveir vinstri flokkar, með sameiginleg meginmarkmið en mismunandi útfærslur og áherslur.

Flippið hjá Davíð með Seðlabankann var 300 milljarðar og hann ber ábyrgða ásamt sínum flokki á ansi mörgu öðru í tiltektinni. Meðal annars að lýsa því yfir ásamt Árna M 15. nóv. 2008 að Ísland myndi greiða Icesave trygginguna.

En hinsvegar getur það vel verið rétt mat hjá þér að við eigum ekki skilið annað en vera hér sem útkjálkaþjóð í Norðurhöfum. Þeir Íslendingar sem voru sendiboðar græðgi um Evrópu komu því orði á okkur að við værum ekki partýhæf.

Sennilega er ekki ástæða til að reyna neitt að bæta úr þeirri ímynd og taka á eðlilegan máta þátt í samstarfi lýðræðisríkja?

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.10.2009 kl. 23:52

4 identicon

Fyrirgefðu, Gunnlaugur, en ég næ ekki lógíkinni hjá þér.

Er hún svona: "Davíð klúðraði og tapaði fullt af peningum, þess vegna eigum við að sóa ennþá meira af peningum í að borga Bretum og Hollendingum, jafnvel þótt að kröfur þeirra eigi sér ekki lagastoð"?

Annars hef ég lítinn áhuga á samstarfi Lissabon-lýðræðisríkja auk þess sem ég vil geta átt frjáls viðskipti við hin 93% mannkynsins.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 00:06

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hans, þú ert illa áttaður á stund og stað, ef þú hefur ekki sett þig betur inn í ábyrgð heimalands á tryggingum til sparífjáreigenda, samkvæmt tilskipun frá ESB leidd í lög á Alþingi 1999.

Hér er samantekt fyrir þig um sögu málsins.

Davíð og Árni Matt lofuðu því 15. nóv í fyrra að við myndum greiða þetta, en Hollendingar og Bretar vildu í ljósi aðstæðna á Íslandi ræða greiðslutilhögun.

Það er rugl að halda því fram að við getum valið úr öllum heiminum og væntanlega ekkert nema gróði og aftur gróði. Við tilheyrum Evrópu og eigum í fyrsta lagi að tvinna saman öfluga norðurlandaeiningu sem mætir stolt til þátttöku í samstarfi innan álfunnar. Það er ekkert að óttast.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.10.2009 kl. 08:34

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við með þessu Gunnlaugur?

Villtu virkilega efla flokksræði? Eru ekki vítin til að varast þau?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2009 kl. 11:33

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hefur ætíð verið tillítils að deila um keisarans skegg eða að snúa út úr staðreyndum. Óstjórn Íhalds og Framsóknar varðandi gefins veiðiheimildir á íslandsmiðum, sölu/afhendingu bankanna til flokksgæðinga, tilraunastarfsemi með ónýtan gjaldmiðil og skiptingu annarra atvinnuvega milli valdablokka flokkanna um árabil, hefur leitt okkur hingað sem við stöndum nú. Þó verið sé að togast á um einstaka atburði, breytir það ekki heildar stöðunni. Núverandi ríkisstjórn er með fangið fullt að óreiðumálum forvera sinna til úrlausnar og þar er unnið af mikilli festu við að koma samfélaginu á lappirnar að nýju. Við skulum bara þakka fyrir að við bárum gæfu til að veita þessum tveim flokkum umboð til að stjórna landinu okkar út úr brimskaflinum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.10.2009 kl. 11:37

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekkert að því að efla flokksræðið en það þarf þá að felast í því að fulltrúarnir á þingi fari að stefnu flokksins eins og hún hefur myndast í stefnuskrá, á landsfundi og flokssráðsfundum, en ekki á þá vegu að forustan geti skipað fyrir þverbrot á stefnumálum. Ef þú ert tilbúinn að leggja fjárlög, AGS, ESB-aðild, Icesave og annað slíkt fyrir sameinaðs landsfundar VG og Samfylkingarinnar skal ég styðja að niðurstöðunni skuli vera byndandi fyrir þingmenn flokkanna.

Héðinn Björnsson, 6.10.2009 kl. 15:48

9 identicon

Það er ákaflega kaldhæðið og jafnframt aumkunnarvert að sjá að framámenn og konur flokka sem sökuðu framsóknarflokkinn um að vera ekkert annað en hugsunarlaus handbendi sjálfstæðisflokksins hafa nú algjörlega umpólast og verða dýrvitlaus yfir því að nokkrir þingmenn vinstri grænna vilja ekki vera hugsunarlaus handbendi samfylkingarinnar.

Sama fólk og úthrópaði sjálfstæðismenn sem aumingja fyrir að fylgja bara því sem flokkshöfðinginn sagði finnst ekkert athugavert að úthrópa eigin flokksfélaga og stjórnarfélaga fyrir að fylgja ekki foringjanum í einu og öllu.

Hræsnarar!

Gulli (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 17:48

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það þarf sterkan togkraft í vagninn sem dregur lestina og er ætlað að koma okkur í gegnum skaflinn. Við megum ekki eyða mikilli orku í naflaskoðun einstakra liðsmanna í fjölmiðlum. Málefnalegt uppgjör milli stjórnarþingmanna á ekki að vera í beinni útsendingu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.10.2009 kl. 19:46

11 Smámynd: HP Foss

Sæll Gunnlaugur.

Ég tek eftir því að þú tjáir þig ekki um hið nýja sjúkrahús sem til stendur að koma á koppinn í Mosó. Er ekki full ástæða til að gleðjast yfir þessu framtaki og jafnvel hrósa einhverjum fyrir?

kveðja-Helgi

HP Foss, 6.10.2009 kl. 20:31

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll næstum sveitungi

Ég fékk nú örlítið í mjöðmina, þegar ég heyrði fyrst af þessu sjúkrahúsi. En ég er svolítið að reyna að átta mig á þessu máli. Er það tilfellið að hér sú að koma milljarðar inn í bæjarfélagið á næstu mánuðum eða er þetta loftbóla?

Mun bæjarfélagið leggja út í mikla undirbúningsvinnu fyrir hóp Íslendinga sem eiga eftir að fjármagna dæmið? Hvers vegna ættu að koma flugvélafarmarnir af fólki sem að vill fara í liðskiptaaðgerð í Mosfellsbæ frekar en sinni heimabyggð?

Hvers vegna ættu þessir íslensku aðilar að geta tryggt verkefninu fjármagn frekar en aðrir? Er ekki allt frosið á erlent fjármagn?

Annars tók ég eftir því að fyrirtækið er á sömu línu og Varmársamtökin að umhvefisvernd skuli vera í öndvegi.

En Helgi ég skal taka áskoruninni og kynna mér málið. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.10.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband