Hagsmunana himpigimpi

ÞG & GHIceSave málið var í aðalatriðum afgreitt um miðjan nóvember í fyrra með yfirlýsingu þáverandi fjármálaráðherra Árna Matt og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að Ísland bæri ábyrgð og myndi standa við greiðslu á erlendum tryggingum sparifjáreigenda Landsbankans.

Vegna sérstæðra aðstæðna á Íslandi gáfu Bretar og Hollendingar svigrúm á að ræða greiðslutilhögun. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í þann þátt. Meðal annars gott innlegg úr vinnu Alþingis. Hinsvegar var ekki hægt að búast við því að mótaðilar gætu samþykkt sumt t.d að skuldin gufaði upp eitthvað tiltekið ár.

Nú er niðurstaða fengin. Því geta allir fagnað. Ekki síst sjálfstæðismenn sem voru búnir að gefa loforð um slíkt bæði úr stjórnarráði og seðlabanka. Kristinn H Gunnarsson, Spaugstofan og fleiri hafa dregið vel fram hversu ótrúverðugt það er að skipta um afstöðu í grundvallarmálum eftir því hvort flokkur er í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Ég berjast skal á móti Bandaríkjaher,

en bara ef það hentar mér.
  
Svo þvæ ég mínar hendur og þvílíkt af mér sver,

ef það er það sem hentar mér.


 Þannig sungu Stuðmenn. Þetta er hrunadans Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeir axla enga ábyrgð en reyna að fiska í hinu grugguga vatni. Hvað geti skilað flokknum stundarvinsældum óháð hagsmunum landsins og stöðu þess í alþjóðasamfélaginu.


mbl.is Víða greint frá samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að það er einhver sem ekki hefur ánetjast Dómsdagsspá í boði Ihalds og Framsóknar.

Er þér fyllilega sammála.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Flott mynd af parinu, svona ekta 2007.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2009 kl. 16:21

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hverju á nú að fagna - að skrifa upp á skuldbindingar sem þjóðin ræður ekki við og vafi leikur á hvort réttmætt sé að þjóðinni beri að greiða?

Sigurjón Þórðarson, 19.10.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er nú meiri smekkleysan hjá þér.  Minnisblöð frá í fyrra eru engin skuldbinding - svo vitlaus ertu ekki að vita það ekki.

Minnisblöð þau sem ég hef séð - frá í fyrra - innifólu orðalagið    "það sem þjóðinni væri laglega skylt að greiða -

með nánari tilvísun í reglur EES/ESB um innistæðutryggingar. Annað hvort ertu ekki læs - eða þú ert vísvitandi að fara með rangt mál - ýkja upp þessi "minnisblöð" frá í fyrra..... sem einhvern "skuldbindandi samning" - sem þú veist að er ekki neinn  "samningur" - heldur minnisblað um viðræður um að - borga það sem okkur væri skylt að borga...

Nú er það að koma fram  opinberlega - að okkur er ekkert skylt að borga þetta...

.... - en samt er verið að  skrifa undir skuldabréf um að borga þetta....

En miðað við smekklegheitin í þér  í myndasmíð - virðist þú hafa nánast   "gengið þér til húðar"  í síðasta göngutrúr...

Kristinn Pétursson, 19.10.2009 kl. 17:45

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Varðandi ábyrgð hrunaflokkana, þá rek ég sögu Ice Save málsins í þessari færslu.

  • Geir Haarde samþykkir "agreed guidelines" við ESB 13. Nóv 2008 um að við göngumst við ábyrgð á tryggingu samkvæmt tilskipun ESB innleiddri í íslenska löggjöf. Hinsvegar verði tekið tillit til íslenskraí aðstæðna og boðið upp á hagstæð greiðslukjör. 
  • Davíð Oddsson þáv. seðlabankastjóri og Árni Matt þáv. fjármálaráðherra senda fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftirfarndi yfirlýsingu; "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðukerfisins gagnvart öllum innlánshöfum.”
  • Geir Haarde og Árni Matt vinna uppkast að samningi við ESB þar sem að er gert ráð fyrir hærri vöxtum og styttri greiðslutíma.
  • Kristinn "svo vitlaus ert þú ekki" að þú sjáir ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var búin að gefa út þá meldingu víða um lönd að okkur bæri að greiða þessa skuldbindingu.

    En mikið er ég orðin leiður á þessum tilraunum sumra innvígðra að spinna einhverja endalausa lagaþrætu út úr þessu máli. Sigurður Kári er með eina slíka langloku . Það er bara ekki nokkur þjóð að kaupa þessa Sigurðar Líndal þrætubókarlist.

    Pistillinn hjá Sigurði endar þannig; "Það er tími til kominn að þingmenn taki afstöðu með Íslendingum og bjargi þjóðinni frá stórslysi sem ekki verður aftur tekið, fyrst ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að gera það".

    Hann var þingmaður góðærisins sem hafði mörg tækifæri til að bjarga þjóðinni frá stórslysi, en hugsaði eingönu um að koma áfengissölu í matvöruverslanir?

    Já, parið er flott, en vissulega svolítið 2007! Rétt er þó að taka fram að ég er ekki stílistinn snjalli, heldur er myndina fengin af síðu Jens Guð. Það er verra ef þetta fer mjög fyrir brjóstið á Kristni Péturssyni. Hann virðist vel upp alinn og ekki una því að "fína fólkið" sé tekið inn í skopmyndir. Smekkleysa heitir það.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.10.2009 kl. 18:49

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Gunnlaugur - þú segir   ....."mikið er ég orðin leiður á þessum tilraunum sumra innvígðra að spinna einhverja endalausa lagaþrætu út úr þessu máli."

  • Stefán Már Stefánsson lagaprófessor er einn af bestu fagmönnum hérlendis  um hvað er rétt í þessu lagalega.  Þú veist skoðun hans.
  • Eva Joly  er mótfallin þessu "samningamakki" um þetta mál.
  • Ritstjóri Financial Times skrifaði forystu grein í sumar - um að sanngjarnt hefði verið að skipta þessu pr. haus í þessum þrem löndum.

Ritstjóri Financial Times er með sanngjörnustu tillögu málsins - skipta Icesave tjóninu pr. haus... það er faglegasta og sanngjarnasta  tillagan í málinu....

En - einhverra hluta vegna -  "liggur svona voðalega á"... alveg sama hvað  er rétt eða rangt... þú ert bara svo....

 "voðalega leiður á þessum tilraunum sumra innvígðra að spinna einhverja endalausa lagaþrætu út úr þessu máli."

Lagalega atriðið er kjarni málsins - en "þú ert svo leiður á því" að þú vilt bara skrifa undir strax - hvað sem það kostar...

Ég hefði viljað sjá meiri pólitíska samstöðu - um að þiggja ráð Ritstjóra Financial Times og fá Evu Joly til að hjálpa okkur að láta slíka  faglega nálgun verða  að veruleika -

af hverju voru ekki ráð Evu Joly og þessa ritstjóra FT þegin með þökkum.

Slík fagleg vinna virðist bara alls ekki  og aldrei koma til greina- fyrir óðagotinu í þér  & Co...  skussar voru hafði í þessum samningaviðræðum í stað  erlendra fagmanna -

- milli þess sem þú og fleiri hafi stuðnað útbreiðlsu á hálfsannleika um pólitíska andstæðinga - (eins og þú gerir enn)  í stað þess að vinna faglega saman viðað bjarga þessu klúðri... með lagni.... þiggja ráð þessa fólks....

eins og skáldið sagði:

  • "hálfsannleikur oftast er,
  • óhrekjanleg lygi.

Svo segist  þú stunda "kennslu í mannrækt"... ekki vildi ég vera nemandi......

Kristinn Pétursson, 19.10.2009 kl. 21:52

7 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Gunnlaugur hvernig getur þú réttlætt það fyrir þjóðinni að fara svona alvarlega gegn því þverpólitíska samkomulagi sem náðist hér í sumar um fyrirvarana ?

Það er með hreinum ólíkindum hvað þau aumingjuðust upp hratt og fóru gegn vilja meirihluta Alþingis.

Carl Jóhann Granz, 19.10.2009 kl. 23:02

8 identicon

Gunnlaugur. Afskaplega er nú sorglegt að þurfa að vera vitni að því trekk í trekk að þú leyfir þér að gerast ómerkingur vegna pólitískrar blindni sem er á pari við Talibana með sprengjubelti um sig miðaja.

Sigurður Líndal lagaprófessor og Samfylkingarlagaálitsgjafi og væntalegur Samfylkingarmaður (þar til nú?) tók að sér að skýra út á barnamáli, út á hvað Icesave málið snýst lagalega, fyrir ellihrumum Samfylkingarmanni sem botnaði nákvæmlega ekkert í málinu eins og þú virðist ekki heldur gera.  Nema þið leikið ykkur vera með þennan takmarkaða skilning og haldið fram ósannindum eins og ykkur væri borgað sérstaklega fyrir?  Birti þér nokkrar línur þar sem prófessorinn tekur ma. rangfærlurnar (lygarnar) sem þú heldur uppi.  Endilega kynntu þér málið og skrifaðu um Icesave út frá þekkingu en ekki óheiðarleika eða og vanþekkingu.

Rétt skal vera rétt!

Prófessorinn skrifar:

Aldrei var það ætlun mín að blanda mér í umræður um Icesave-málið, enda aðrir betur fallnir til þess, en mér ofbuðu svo skrif Jóns Baldvins í Morgunblaðinu 7. júlí 2009 – og raunar fleira sem hann hefur skrifað um málið – að ég gat ekki orða bundizt.

Ýmislegt hefur verið sagt um orsakir efnahagshrunsins á Íslandi og þar eru áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar. Meðal sökudólga hafa fjölmiðlar verið nefndir og látið að því liggja að auðmenn og útrásarvíkingar hafi haft helzt til mikil áhrif á gagnrýnislaus skrif þeirra. Þetta mætti vissulega kanna nánar en gert hefur verið, en jafnframt ætti að skoða þá stjórnmálaumræðu sem fram fer í landinu.

Hver skyldi vera þáttur hennar? Hér að framan hefur verið brugðið upp mynd af því hvernig fyrrverandi flokksformaður, utanríkisráðherra og síðast sendiherra stendur að verki. Er líklegt að almenningur í landinu nái áttum og auðsynlegt aðhald verði tryggt, þegar umræða af þessu tagi dynur í eyrum manna alla tíð?

 "Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um  ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?"

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."

"En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

Og allt er þetta til staðar að mati Jóns Baldvins.

1. Lagafyrirmæli. Þetta er rangt, sbr. 2. kafla.

2. Fjölþjóðlegir samningar. Þetta er rangt, sbr. sama kafla.

3. Löglega bindandi yfirlýsingar forystumanna. Þetta er rangt, sbr. 5. kafla.
 

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:02

9 identicon

En mikið er ég orðin leiður á þessum tilraunum sumra innvígðra að spinna einhverja endalausa lagaþrætu út úr þessu máli. Sigurður Kári er með eina slíka langloku . Það er bara ekki nokkur þjóð að kaupa þessa Sigurðar Líndal þrætubókarlist.

Núna vill svo til að Icesavereikningurinn er ólögvarin krafa.  Sem þýðir einfaldlega að engin lög veraldar hafa fundist sem gerið þjóðina ábyrga fyrir greiðslu reikningsins.  Þú einfaldlega ferð fullkomlega rangt með og það vísvitandi.  Gjörðu svo vel að leggja fram sannanir eða eitthvað sem minnir á slíkt, sem sýnir að Icesave reikningurinn er þjóðarinnar að greiða.  Ekki "AÐÐÐÍBARA" rökleysuna.  Ekki "MÉR FINNST ÞAÐ".  Ekki "ÞAÐ ER OKKAR SIÐFERÐILEGA SKYLDA".  Leggðu endilega fram lagagreinar og lagaálit lögfróðra úr meistaraflokki, (sem ekki hafa verið keyptir til verksins af stjórnvöldum eða Bretum og Hollendingum), á móti þeim tugum lagasérfræðinga í meistaraflokki, innlendum í landsliði lögmanna og erlendra, sem allir hafa lagt fram sín álit FRÍTT, fyrir utan þrjú lögmannafyrirtæki í efsta flokki slíkra.  Tvær breskar, Miscon de Reya og Lowell í London og ein belgísk Schiödt í Brüssel, ráðnum af stjórnvöldum en lögfræðigreinagerðum þeirra var stungið undir stól þegar niðurstaða þeirra var samhljóða að málið væri unnið fyrir þjóðina.

Einnig væri eðlilegt að þú leggðir fram heimildir og vottorð um allar eða einhverja þjóð veraldar sem ekki kaupir kenningar Sigurðar Líndals eins og þú fullyrðir hér: 

"Það er bara ekki nokkur þjóð að kaupa þessa Sigurðar Líndal þrætubókarlist."

Stóra spurningi er samt til þín og spurð af Sigurði Líndal lagaprófessori, og segir allt um rökvilluna sem þú er kolfastur í. 

"Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um  ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?"

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 01:38

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við ákváðum með þátttöku í EES að vera hluti af siðaðra manna samfélagi. Á leikvellinum gilda ákveðnar leikreglur, þó samningurinn skapi vissulega frelsi að geta spilað við miklu fleiri leikmenn. Árið 1999 er innleidd í lög á Íslandi tilskipun ESB um ábyrgðir á lágmarkstryggingu sparífjár. Íslendingar vita vel af þessari skyldu sinni að tryggja fjármagn í tryggingasjóði sem væri samsvarandi vextinum erlendis.

Það var ekki gert. Við hrunið voru bara 19 milljarðar í sjóðnum en Landsbankanum, sem alla tíð var vitað að væri íslenskur og félli undir þessa skyldu, var leyft að vaxa í himinháar fjárhæðir. Þarna voru gerð gríðarleg mistök af hálfu stjórnvalda, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.

Hvers vegna náði þetta að fara svona langt? Græðgisvæðingin hafði heltekið íslenskt samfélag og það var endalaust freistandi að sækja erlent fjármagn með ofmetinni krónu og viðskiptahalla. Græðgin var eitt en svo var stærilætið annað. Þegar þetta tvennt fylgdist að þá var ekki við neinu öðru að búast en illa færi.

Þessi tvö element græðgin og stærilætið eru skilgetin afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og stjórnar hans hér á landi síðustu ár. Nú lendir það á öðrum að axla ábyrgð á afleiðingum þessarar stefnu. Mikilvægast er þó að byggja framtíðina á meiri samkennd og betri siðferðilegum gildum.

Íslenska ríkið tryggði ekki nægjanlegt fjárstreymi í Tryggingasjóð en gerði þau mistök að leyfa íslenska bankanum að veðsetja landið ótæpilega. Það var freisting peningahyggjunnar og oflátungsháttarins. Síðan borga Hollendingar og Bretar tryggingaféð en við þurfum ríkisábyrgð fyrir láni til að greiða skuld okkar.

Nú er þetta mál frágngið. Það er mikilvægt. Síðan geta menn hugsanlega tekið það upp síðar að meta hvað sé sanngjarnt og ósanngjarnt í þessu máli. Aðalmálið núna er að endurheimta ránsfenginn og glæpamennina. Þar fara Íslendingar alltof hægt. Líklegt má telja að Serious Fraud Office og breskur saksóknari verði búin að leggja fram kærur á íslenska bankamenn áður en eitthvað frá þeim íslensku.

Ekki lýst mér á ef "Eva Joly  er mótfallin þessu "samningamakki" um þetta mál" eins og Kristinn skrifar hér að ofan. Vona að hún haldi sér við sakamála og rannsóknarhlutann af hruninu. En blandi sér ekki inn í úrlausnarefni vegna alþjóðlegra skuldbindinga.

En varðandi Sigurð Líndal og Jón Baldvin að þá hefur sá síðarnefndi svarað vel á sinni heimasíðu www.jbh.is Vits er honum eigi vant.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.10.2009 kl. 08:51

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Afsaka nokkrar villur í textanum, en vonandi skilst hann. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.10.2009 kl. 08:55

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Við ákváðum með þátttöku í EES að vera hluti af siðaðra manna samfélagi.

Áttu við að fyrir 1994 hafi grasserað hér spilling, sem hafi verið stöðvuð með inngöngu í "siðaðra manna samfélag" og þess vegna sé allt betra núna?

Þó EES samningurinn hafi sitthvað til síns ágætis má ekki láta eins og hér hafi orðið allsherjar vatnaskil við lögtöku hans. Hann nær til milliríkjaverslunar og fjórfrelsisins en er ekki hornsteinn siðmenningarinnar.

Haraldur Hansson, 20.10.2009 kl. 09:20

13 identicon

Icesave Landsbankans var rekinn eftir EES og íslenskum reglugerðum, og ekki þeim að kenna að þær reyndusr meingallaðar.  Ennþá hefur enginn sýnt fram á að þeir brutu einhver lög vaðandi það sem Icesave málið hefur snúist um.  Þó svo að þeir hafað reynst brotið óteljandi lög út um allan heim í rekstri bankans, verða þeir ekki dæmdir sakamenn fyrir þennan þátt Icesaves málsins sem þú kýst að gjaldfella málflutninginn þinn með ósannindum studdum engum gögnum sem sýna og sanna eitt né neitt sem minnir á að eitthvað er mark á takandi. 

Það er nákvæmlega þessi málflutningur þinn sem sýnir grímuleysi ofbeldisins sem þið eru tilbúnir að beita þjóðinni til þess að neyða hana í "siðaða manna samfélagið" sem setti lögin og gerir saklausa smáþjóð ábyrgð fyrir afglöp og glæfraskap þeirra "siðuðu".  Réttlæti skiptir þér og öðrum ESB fíklum litlu eða engu máli, heldur er aðeins hugsað um eigin hag og á kostnað allra hinna ef þarf. 

Þetta er ástæðan að ég hef afar miklar efasemdir um ágæti EBS, afturgöngu og draums hugmyndafræðings þess, Adolf Hitlers sem yrði örugglega afar stolltur af málfluttningi þínum og Samfylkingamanna í Icesave deilunni hér og sagði þau frómu orð sem Göbbels hafa ranglega verið eignuð: 

"Hafði lygarnar nógu miklar og áhrifaríkar, hafðu þær samt einfaldar, endurtaktu þær í síbylju, og á endanum munu fólkið trúa þeim!"

og "En sú heppni fyrir stjórnvöld að almenningur hugsar ekki!

Það verður að segjast að vinnubrögð hugmyndaheimur Samfylkingarinnar í Icesave málinu minnir óhugnanlega á hugmyndir gamla og illræmda hugmyndasmiðs ESB.

Engar líkur eru á að þau 70 - 80% þjóðarinnar, 210.000 - 240.000 þúsund manns sem hafa í gegnum tíðina hafað hafnað alfarið að þið munið troða henni á bakið niður í svaðið til að láta traðka á sér af kvölurunum með ykkur og verða að þessari dóphóru sem ESB fíknin dregur fíkilinn á endanum, láti þennan svíðingsverknað yfir sig ganga án mótspyrnu og að allt verði gert til að draga ábyrga fyrir dómstóla fyrir lögbrot, sem Magnús Thoroddsen fyrrum forseti Hæstaréttar kallaði "amk. hænufet frá landráði" þegar menn undirrituðu samninginn "glæsilega".

ESB er þekkt spilligarormagryfja sem ma. hefur ekki treyst sét að skila bókhaldi í áraraðir vegna landlægs sóðaskapsins, fjármálasukks, og fjármálaafbrota sem þar er að finna.

Getur málið verið mikið skýrarar en í orðum þessara tveggja valdamesstu forystumanna stjórnarflokkanna?

„Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES- svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðlabaka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB.

Veigamikil rök hnigu því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum vegna Icesave-reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda.“

- Steingrímur J. Sigfússon, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í 24. janúar 2009.

„„Ég hef heyrt þann orðróm að þarna séu tengsl á milli og ef það er svo að þetta sé fyrirfram skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að koma hér að málum, að við gerum upp öll þessi ósköp í Bretlandi og Hollandi án þess að það liggi endilega fyrir að okkur sé lagalega og þjóðréttarlega skylt að gera það, þá er það auðvitað ekkert annað en fjárkúgun. Þá eru allar okkar verstu martraðir að rætast hvað varðar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“

- Steingrímur J. Sigfússon í samtali við Mbl.is 22. október 2008.

„Mér finnst rétt að það komi fram að meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“

Ingibjörg Sólrún segir að ekki sé hægt að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla vegna þess að þá skapaðist réttaróvissa um innistæðutryggingakerfið. „Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Hún segir þó að þetta merki ekki að Íslendingar geti ekki haldið sjónarmiðum sínum á lofti sem fórnarlömb gallaðrar tilskipunar ESB komi til þess að hún verði endurskoðuð. „En það er ekki fallega gert að halda á lofti lausnum sem eru ekki til staðar. Það eru ranghugmyndir að ætla að dómstólaleiðin hafi verið fær,“ segir Ingibjörg Sólrún.

 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í DV viðtali miðvikudaginn 24. júní 2009 

Dómstólaleiðin hefur alltaf verið greiðfær, sem kemur best fram í þeim ótrúlega samningi núna að Íslendingum er velkomið að fara með málið fyrir dómsstóla með því skilyrði "að niðurstaðan er ekki bindandi fyrir Breta og Hollendinga".  Þeir hafa jafnframt aldrei treyst réttarstöðu sinni til þess að leggja fyrir alla þá dómstóla sem hafa staðið í boða allt frá upphafi deilunnar.  Steingrímur J. laug í vor í þjóðina að á ákveðnum tímpunkti hefðu Íslendingar kastað frá sér lagalegum rétti sínum, sem var sá hluti að fra í mál við Breta vegna hryðjuverkalaganna, og hafði ekkert með Icesave skuldaofbeldi og handrukkanir Breta, Hollendinga, AGS, ESB og Samfylkingarinnar að gera.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:36

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tvær stuttar spurningar Guðmundur;

1. Hvort finnst þér dapurlegra að þurfa að borga 300 milljarða fyrir gjaldþrot Seðlabanka Íslands eða að borga 300 milljarða til að standa skil á því fé sem að átti að vera í Tryggingasjóði?

2. Finnst þér ekki mikilvægast að ná í ránsfenginn og glæpamennina frekar en að halda áfram lagaþrasi um skuldbindingu sem Íslendingar tóku á sig með tilskipun innleiddri í lög 1999?

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.10.2009 kl. 23:40

15 identicon

Gaman að sjá hörku lagalega þrættu á blogginu hjá þér Gunnlaugur minn.

Tveir punktar sem ég vill nefna um þessi svör sem hafa komið og um bloggið sjálft.

--------------------------------------------------------------------------

Margir hafa komið sterk lagaleg rök og verið vitnað í Sigurð Líndal sem er eðlilegt þar sem þessi maður er hornstein lagagerðar seinustu aldar.

Það sem ef til vill hefur oft gleymst í þrættum sem myndast hér á Íslandi, er grundvöllur þjóðarréttar (réttur þjóðanna að alþjóðlegum - tvíhliða - marghliða samningnum) er að ef samningur felur eitthvað sem fer algerlega gegn hagsmunum þjóðarinnar má honum rifta.. án skilyrða.

Er þetta að uppruna komið frá heimsstyrjöldunum þ.e. að ekki væri hægt að neyða þjóðir til að vera tilneyddar til að fara í stríð osfr.

Hér er komin deila þar sem flestir íbúar þjóðarinnar hafa skoðun sem eðlilegt má telja, en hafa flestir enga kunnáttu eða hafa ekki aflað sér fróðleiks um efnið, sem leiðir til þess að safnast saman haugur af upplýsingum sem eru tóm tjara.

Þess má geta að þegar kemur að lögfræðilegum deiluefnum er ávalt tekið fram í lagakennslu hvort sem um sé að ræða menntaskóla eða Háskóla að ekki eigi að taka mark á Fjölmiðlum, því í lang stærstum hluta tilfella hafa fjölmiðlar ekki aflað sér nóga kunnáttu á efni sem þeir fjalla um eða gera slíkt í svo miklum flýtingi að ekki sé neitt vit í fréttamennskunni.

Svo ég tilvitni Sigurð Líndal, allverstu heimildir sem hægt er að finna í lögfræði og um dómsmál eru frá fjölmiðlum.

------------------------------------------------

Í þessu máli hefur samt verið samþykkt meiri greiðslur en ,,lágmarkskilyrði EES" segja um innstæðu tryggingu reikinga, og í ,,nýjustu útgáfu af þrælasamningnum" samþykkjum við að borga meira en þetta lágmark jafnvel þótt að dómstólar myndu dæma okkur í hag?

Er ég eini sem skil það rétt að Íslendingar voru að samþykkja að láta gjörsamlega taka sig aftan frá á Alþjóðlegum vettvangi.

Þetta er bruna útsala á íslensku sjálfstæði, það er eina orðið yfir þetta, ESB hugsjónir og framtíðarhyggja sem er draumórum líkust, er að færa okkur olíuna á eldinn.

 Ég veit að þú ert engan veginn sammála mér í skoðunum, sama hverjar þeir gætu talist vera, en ég vona að gamli kennari minn skilji að það eru margar hliðar á hverju máli.

-------------------------------------------

Eigðu góðar stundir

kveðja þinn gamli nemandi

Alfreð Ellertsson (laganemi við Háskóla Íslands)

Alfreð Ellertsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:59

16 identicon

Sæll.

Allar krónur sem þjóðin þarf að borga fyrir skipulagða glæpastarfsemi og óhæfa sýndarpólitík og flokka, er afar dapurlegt, og ég trúi ekki orði af neinum frá stjórnvöldum hvað útreikninga um ramtíðarstöðu þjóðmála varðar.  Hingað til hafa embættismenn ekki getað gert eina einustu áætlun hvað varðar framkvæmdir, eins einfallt og það hlýtur að vera, og nokkuð víst að að endanlegar tölur eru tvisvar sinnum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir ef ekki meira. 

Seðlabankinn reiknar með að útfluttningstekjur þjóðarinnar verði fjóru sinnum hærri en þær hafa nokkrum sinnum hæstar verið, og að auki héldu þeir að þær rynnu beint í fjárhyrslu ríkisins án þess að framleiðendur fengju krónu fyrir.  99% starfsmanna Seðlabankans í dag eru sömu "snillingarnir" og fyrir hrun. 

Fyrir mér snýst þetta um lagalegan rétt þjóðar, og að ekki kemur til greina að láta kúga sig sama þótt upphæðin er þúsund kall, til að bjarga andlitinu á EES/ESB.  Satt að segja hef ég allan tíman ímyndað mér að bak við opinbera samninginn er annar sem segir að við þurfum ekki að borga krónu í raun og allt er þetta gert til að villa um fyrir umheiminum hversu illa ESB batteríið er í stakk búið þegar að alvöru málum er komið vegna stórgallaðs kerfis og laga því fylgjandi.  Það er en ekki nokkur ástæða að láta réttarhöld  taka nema nokkrar vikur eða mánuði, vegna þess að öll lagaleg gögn liggja fyrir, og að allt alþjóðasamfélagið hlýtur að geta sameinast um að hraða málinu, á sama hátt og það hefur beitt sér gegn okkur til að hraða þessari vafasömu lausn.  Það er ekki alþjóðasamfélagsins að dæma eins og það hefur gert heldur þar til gerða dómstóla, sem eru til eins og Bretar og Hollendingar viðurkenna, þó svo að þeir ætla ekki að hlýta dómnum ef hann fellur á einhver annan veg en þeir hafa dæmt sjálfir í eigin sök, sem er óþekkt.  Skilaboð Hollendinga er sá að þeir treysta ekki íslenskum dómsstólum.  Það er ekki nein smá yfirlýsing og segir allt um heiðarleika þeirra sjálfra.  Dómur íslenskra dómstóla hefði öruggleg endað fyrir alþjóðadóm, sem Hollendingar augljóslega treysta ekki heldur.  Hvað er aljóðasamfélagið ESB að gera, ef því er ekki treystandi fyrir heiðarlega dómstóla og það af lykilþjóðum þess?

Nú vitum við báðir að mun fleiri alvöru lagaprófessor beggja megin hafsins fyrir utan alla hæstaréttarlögmanna fullyrða að lagabókstafir í EES lögum sem og Íslenskum segir rétt okkar borðliggjandi, sem nb. gera það vegna þess að þeim blöskrar fantaskapurinn og án nokkurra greiðslna, á móti nokkrum sem hafa aðra meiningu sem ráðnir eru af stjórnvöldum að gera álitsgerðir og þyggja fyrir það greiðslu úr þjóðarbúi Íslendinga, andstæðingum Icesave uppgjafarinna, sem hafað minnst mælst 67% og mest 82% alfarið á móti Icesave samningnumMeðmæltir mældust mest 18%.  Hvernig í ósköpunum er hægt að rúlla svona yfir þjóðina, undir hinum kunna pólitíska hroka að "Fólk er fífl!", og meina þeim um þjóðaratkvæðagreiðslu er mér fyrirmunað að skilja, og það af manni eins og Steingrími "ærulausa" sem öskraði sem hæst um þjóðaratkvæðisgreiðslu í Kárahnjúkamálinu og ofbeldi og hroka gagnvart greind þjóðarinnar (ætlaði að kjósa hann og VG í vor, en sá í gegnum hann stuttu fyrir kosningar, og hélt mig við að mæta ekki á kjörstað í að verða 3 áratugi).

Með að eitthvað er hægt að gera með að ná í glæpagengin, þá er það andstætt lögum að hægt er að setja afturvirk lög, sem að vísu var verið að gera í Icesave.  Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig alþjóðadómstólar taka á málinu ef að fullkomlega löglegur gjörningur Landsbankamanna var með eftirálagasetningu eðlilega gerður að afbroti þessara aðila og þá hljóta allir sem að því komu dæmast sekir af afbrotinu, niður í neðstu stiga bankans.  Það er illskiljanlegt hvernig á að vera hægt að stoppa glæpinn hjá ríkinu áður en að bankanum kemur.  Þjóðin er ríkið og ríkið er þjóðin.  En er ekki með þessu hægt að setja eftirálög um allar vafasamar aðgerir auðróna útrásarinnar sem eru löglegar en siðlausar, og hreinsa allar eignir af þeim og henda þeim síðan í tugthús?  Spyr sá sem ekki veit. 

Margar spurningar vakna, sem ekkert hefur verið fjallað um, vegna endalausrar upphrópana og skotgrafarhernaðs stjórnað af spunatrúðum, eins og formaður þingflokks VG gerði sig seka um á Alþingi, sem hún fullyrðir um að minnismiðaundirskriftir ráðherra, þingmanna eða embættismanna er undirritun samnings sem er skuldbindandi fyrir ríkissjóð, þó svo að stjórnarskrá segir þveröfugt og ekkert sem hún getur lagt fram sem segir að hún getur fundið orðum sínum stað, og með þessum fullyrðingum er hún að saka ráðherra og embættismenn um stjórnarskrábrot sem er alvarlegasta brot sem embættismenn getur framið í starfi, og varðar við hegningarlög sem fjalla um landráðAð þingforseti gerði ekki athugasemd, er með ólíkindum, og ef hann hefur ekki þekkingu á stjórnarskrá hvað varðar ábyrgð embættismanna, er regin hneiksli, og ekki síður að formaður þingflokks VG annað hvort vísvitandi fer rangt með eða fáfræðin leikur hann svona illilega gráttSkilyrðislaust á að lögsækja hann fyrir orðin og ærumorð, eða hann á að kæra meintan glæp, sem er hanns borgaralega skylda, og hvað þá Alþingismanns sem segis vita um afbrot og þá því stærsta í Íslandsögunni.  Er nema von að almenningur ber enga virðinu eða trusts til þingmanna og þingsins.

Veit ekki með þig, ef einhver auðmaður myndi heimta að þú bærir ábyrgð á einhverjum skuldum gjaldþrota fyrirtækis, sem þú teldir á hreinu að þú hefðir ekkert með að gera, og þú byðir honum að stefna þér til að fá eðlilega og óhlutdrægt úr því skorið, en hann tæki það alls ekki í mál, að þú myndir þá draga upp veskið til að losa þig við leiðindin og nenntir ekki að hafa málið hangandi yfir þér, af því að hann hefði fjölda annara auðmanna á sínum snærum til að leggja stein í götu þína?  -  Það myndi aldrei hvarla að mér.

Kv.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:06

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gaman að fá línu frá þér Alfreð. Vissulega er þetta ekki einfalt mál og þið verðandi lögfræðingar vonið að þetta verði það flókið að það skaffi verkefni :)

Í Evrópu er engin að kaupa þessa þrætubókarlist í þessu máli. Það eru bara leikreglur á vellinum eða markaðnum og við höfum samþykkt þær.

               Með kærri kveðju,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.10.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband