Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Nýting og verndun

UtselurTveir veiðihópar fóru til sjós og lands til veiða í dag á Stafafelli. Frændi minn Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi fór í selveiði í Vigur. Þar er útselurinn nýbúin að kæpa í kringum fyrsta vetrardag. Undarlegt hjá þeim að velja þennan tíma árs til að eiga afkvæmi. Skilst að þeir hafi fengið um 30 kópa og einhverja fullorðna. Hef nokkrum sinnum farið í útsel í Vigrina á haustin. Finnst það að aflífa kópana ekkert tiltökumál. Þeir snúa sér að veiðimanni hvæsandi, sem auðveldar málið. Þó ég sé uppalin á sveitabæ með sauðfjárbúskap þá gæti ég vart hugsað mér að aflífa lamb og hef ekki gert. Heimalingarnir voru svo miklar persónur og vinir manns sem barn.

rjúpaÍ dag var einnig að byrja rjúpnaveiðitímabilið og eru seld veiðileyfi fyrir Stafafell. Snorri Hreggviðsson félagi minn og nágranni hér úr Mosfellsbænum fór austur með tveimur öðrum rjúpnaveiðimönnum. Þeir gengu upp´úr Hvannagili og í átt að Austurskógum. Þeir sáu einungis þrjár rjúpur og eru tvær þeirra fallnar í valinn. Vona þó að það sé ekki svo slæmt að einungis sé ein eftir á svæðinu. Þeir gera ráð fyrir að fara á morgun í Hellisskóg og Hnappadal sem er lengra inn til landsins og nær snjólínu. Þar er líklegra að fuglinn sé að halda sig. Einnig framanvert í Kjarrdalsheiði.

Þetta er annað haustið sem leyfi eru seld til veiða á Stafafelli og vonandi er það fyrirkomulag öllum til hagsbóta. Veiðimennirnir fá upplýsingar um ferðir annarra, landeigendur fá einhverjar tekjur og vonandi verður líka nýtingin skynsamlegri, heldur en þegar veiðimenn ganga í stofninn algjörlega eftirlitslaust. Nú ef það er raunin að lítið sé af fugli þá verða landeigendur jafnt sem veiðimenn og aðrir að axla þá siðferðilegu ábyrgð að hlífa stofninum með því að taka aftur upp veiðibann næsta haust. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband