Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Davíð og Haraldur eru góðir drengir

Helgar tíðirRitstjórar Morgunblaðsins sendu okkur í gær hugljúft bréf, þar sem þeir segjast vera bestu skinn. Því séu þeir til í að senda okkur blaðið frítt í mánuð til að við sjáum hversu vandaðir þeir eru til orðs og æðis. Í framhaldi getum við gerst aftur áskrifendur.

Var ekki verið að segja að þetta væri allt í himnalagi að það væru fleiri sem hefðu gerst áskrifendur heldur en þeir sem að völdu þann kost að segja upp áskriftinni? Það segir Hannes Hólmsteinn og aðrir úr hinni nálægu hirð. Þetta sé allt fagnaðerefni fyrir land og þjóð. Eina sem að geti sameinað hana í styrk og trú á betri tíð.


Píslarganga Bjarna Benediktssonar

Þjóðin er ekki á píslargöngu, ofsótt af alþjóðasamfélaginu, þá sérstaklega Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Það eru engir vondir við okkur, heldur hanga mags konar hagsmunir á því að við umgöngumst alþjóðlegar skuldbindingar af virðingu.

Þessar veiðar Bjarna Benediktssonar í gruggugu vatni eru honum lítt til sóma og lítið meira en trúðslæti ætluð til að skapa sér stöðu í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn hvort sem hann var í stjórnarráði eða seðlabanka höfðu fallist á greiðsluna fyrir tæpu ári.

Eingönu átti eftir að útfæra greiðslutilhögun. Þetta átti aldrei að verða flokkspólitískt mál. Nema að sá flokkur sem að kom okkur í vandann ætti að vera virkastur í að vera uppbyggjandi leiðir út úr honum.

Hefur Bjarni ekki séð yfirlýsingu Davíðs Oddssonar þáv. seðlabankastjóri og Árni Matt þáv. fjármálaráðherra til fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins frá 15. nóv. 2008; "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðukerfisins gagnvart öllum innlánshöfum.” ? 


mbl.is Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Ice Save málsins

Nú þegar eru sagnfræðingar og fleiri farnir að skrifa bækur eða viðameiri úttektir á eðli hrunsins, ásamt tilurð og þróun Ice Save málsins. Í bók Vals Ingimundarsonar Hrunið er hægt að sjá að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum gangast inn á þá línu að Ísland verði að axla ábyrgð á tryggingum samkvæmt tilskipun ESB sem leidd var í lög á Alþingi árið 1999.

Í hnotskurn er saga Ice Save malsins þannig;

  • Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipta bankakerfinu á milli sín. Sjálfstæðisflokkurinn ráðstafar Landsbankanum til einstaklinga sem höfðu vafasama fortíð í fjármálum og voru þekktir fyrir að vera áhættusæknir. 
  • Aðildin að EES skapar frelsi milli landa í fjármálastarfsemi. Með tilskipun frá ESB frá 1999 gengst Ísland undir kvaðir tengdar stofnun og ábyrgð á Tryggingasjóði sparífjáreigenda.
  •  Sjóðurinn er stofnaður en opinberir eftirlitsaðilar (Fjármálaeftirlit og Seðlabanki) tryggja ekki samræmi milli vaxtar Landsbankans erlendis og greiðslna í Tryggingasjóð.
  • Hollenska og breska fjármálaeftirlitið bjóðast til að taka eftirlitið yfir og að Ice Save sé breytt í dótturfélag.
  • Skýrlur erlendra aðila vara við spilaborginni.
  • Íslenska fjármálakerfið hrynur.
  • Tryggingasjóður hefur einungis 19 milljarða á meðan veldi Landsbankans erlendis hafði vaxið í 1400 milljarða.
  • Ef banki er ekki með dótturfélag í því landi sem hann starfar þá ber tryggingassjóði heimalands að borga sparífjáreigendum lágmarksupphæð (um 20 þ. evrur).
  • Íslensk lagatúlkun kemur fram sem gengur út á að Ísland hafi einungis átt að stofna Tryggingasjóð en beri ekki ábyrgð á að tryggja að í honum séu fjármunir.
  • Árni Matt fer með þessa íslensku lagatúlkun til Brussel og vill að málið fari fyrir dómstóla. Því er hafnað af öllum, en þá krefst hann skipunar sé gerðardóms í málinu. Málsaðilar ytra taka hann á orðinu, en Ísland skipar síðan ekki fulltrúa í dóminn.
  • Gerðadómur kveður einróma upp þann úrskurð að Íslandi beri að greiða lágmarkstrygginguna til sparífjáreigenda (sem átti að vera í Tryggingasjóði ef það hefði verið fyrirhyggja að taka frá fé til mögru áranna).
  • Geir Haarde samþykkir "agreed guidelines" við ESB 13. Nóv 2008 um að við göngumst við ábyrgð á tryggingu samkvæmt tilskipun ESB innleiddri í íslenska löggjöf. Hinsvegar verði tekið tillit til íslenskraí aðstæðna og boðið upp á hagstæð greiðslukjör.
  • Davíð Oddsson þáv. seðlabankastjóri og Árni Matt þáv. fjármálaráðherra senda fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eftirfarndi yfirlýsingu; "Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðukerfisins gagnvart öllum innlánshöfum.”
  • Geir Haarde og Árni Matt vinna uppkast að samningi við ESB þar sem að er gert ráð fyrir hærri vöxtum og styttri greiðslutíma.
  • Með nýrri ríkisstjórn er skipuð samninganefnd undir forystu Svavars Gestssonar sm að nær hagstæðari niðurstöðu í greiðslutilhögun heldur en áður.
  • Alþingi setur nokkuð marga fyrirvara við samninginn og tilhögun á greiðslum
  • Bretar og Hollendingar samþykkja flesta fyrirvarana og þá mikilvægustu, en fallast ekki á fyrirvara um að skuldin falli niður að vissum tíma liðnum o.fl.
  • Ekki verður haldið lengra í pólitískum hráskinnaleik sem bitnar á mikilvægum hagsmunum Íslands og trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu.

Þannig hefur sú meginlína verið viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum frá því í nóvember á síðasta ári að hér sé á ferðinni einfalt innheimtumál, en hinsvegar sé hægt að útfæra og ræða greiðslutilhögun. Þetta er uppáskrifað af forystu Sjálfstæðisflokksins hvort sem hún var í stjórnarráðinu eða í seðlabanka.

 


mbl.is Líst illa á fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt innheimtumál

Ice Save málið átti aldrei að verða flokkspólitískt mál, ekki frekar en að pólitíkusar eru að skipta sér af þeim miklu afskriftum sem að eru nú að ganga í gegn á kröfum erlendra banka í hina föllnu íslensku banka.

Allir flokkar gera sér grein fyrir að við þurfum samkvæmt öllum viðmiðum alþjóðasamfélagsins að greiða þetta tryggingafé sem að Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða viðskiptavinum hins íslenska banka sem að komst í þrot.

Það er hinsvegar samningsatriði hvernig útfærslan á greiðslunni er. Mér fannst fyrirvarinn um að skuldin gufaði upp ef að hún væri ekki fullgreidd að vissum tíma liðnum vera ruglingsleg. Það er eðlilegt að samningsaðilar okkar samþykki ekki slíkan fyrirvara.

Koma verður þessu máli frá hið snarasta og snúa sér að uppbyggingu í framhaldi af björgunaraðgerðum, sem hafa tekið of langan tíma. Það er ótrúlegt að sjá ábyrgðarleysi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í þessu máli.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í blaði dagsins; "Jóhanna er búin að missa fyrir borð eina ráðherrann sem er í tengslum við þjóðina í Ice Save málinu". Varaformaðurinn sagði í gær að; "Sjálfstæðisflokkurinn væri alltaf til í að bera ábyrgð".

Tengsl þessa fólks við samvisku sína hljóta þó að vera mikilvægust. Þar hlýtur að skipta máli drög að samningi Geirs Haarde og Árna Matt gerðu þ.s. voru hærri vextir og styttri greiðslutími. Þannig hafði Sjálfstæðisflokkurinn afgreitt þetta sem einfalt innheimtumál í sinni tíð.

Það hlýtur líka að vera samviskuspurning fyrir þetta fólk að gera upp tengsl flokksins við yfirhylmingu yfir Björgólfsfeðgum og framgöngu þeirra í íslensku fjármálalífi. Sennilega kæmist Sjálfstæðisflokkurinn í best tengsl við þjóðina ef þeir stuðluðu að lagasetningu um að ná til baka hinum stolna feng þeirra feðga.


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband