Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
22.9.2009 | 00:27
Vistvænan lífsstíl
Græðgin ógnaði jafnvægi í umhverfi jarðar. Nú er það spennandi verkefni að nýta viljann sem skaparinn úthlutaði okkur til að við látum gott af okkur leiða.
Það er ef til vill enginn tilviljun að Fiat er einn af fáum bílaframleiðendum sem skilaði hagnaði á síðasta ári og leggur áherslu á framleiðslu smábíla og vistvænan akstur.
Í bílnum er tölva sem skráir niður aksturslag. Síðan er hægt að taka minniskubbinn og fara með hann í heimatölvuna og fá yfirlit yfir aksturslagið.
Eins og sjá má virðist daman í auglýsingunni, haldandi á minniskubbi með upplýsingunum um vistvænan akstur, vera í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi.
Við erum flott í jafnvægi!
Loftmengun minnkar í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 09:52
Hálf milljón á tónleikum í Havana
Í gær var rauði liturinn ekki áberandi á byltingartorginu, heldur sá hvíti. Talið er að á milli 400 og 500 þúsund hafi mætt á tónleika sem suður ameríski tónlistarmaðurinn Juanes skipulagði og fékk til liðs við sig fjölda listamanna. Hópur kúbanskra innflytjenda á Miami í Flórída mótmæltu tónleikahaldinu þ.s. að þeir vilja einangra stjórn Kastró. En Juanes hafði stuðning Obama stjórnarinnar og hitti á Hillary Clinton utanríkisráðherra í síðustu viku.
Mér finnst gaman að hlusta á og dansa við suður ameríska tónlist. Lagið La Camisa Negra með Juanes hefur verið í uppáhaldi. Hef fulla trú á að gleðin í tónlistinni og einstaklingar eins og þessi vel innréttaði tónlistarmaður geti náð yfirlýstu markmiði tónleikana "Friður án landamæra". Set hér inn tengla á nokkur myndbönd, sem að eru komin á Youtube nokkrum klukkutímum síðar. Þar eru meðal annarra Juanes og Olga Tanon.
Risatónleikar í Havana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2009 | 00:54
Myndrænn laugardagur á Suðurlandi
Í gær gekk ég á Bláfell út frá Kjalvegi, en í dag fór ég á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli. Það var sem sagt farið landshluta á milli yfir sléttur Suðurlands í gær en Vesturlandið í dag. Ég ætla að setja inn myndir af frábærri ferð með Leifi Hákonarsyni og Útivist í dag, en set seríuna úr fjölskyldureisunni í gær sem endaði í rúmlega tólf hundruð metra hæð upp á Kili.
Klikkið á myndina í tvígang til að stækka hana
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2009 | 00:29
Er Lyngdalsheiði boðleg ferðamönnum?
Fór stórkostlega ferð um suðurland í dag. Þó nokkuð væri skýjað hér og þar, þá elti sólin okkur mest allan daginn. Regnboginn var oftast skammt undan.
Mér fannst veguriin yfir Lyngdalsheiði frá Þingvöllum þar til er komið niður að minni gömlu mennatastofnun á Laugarvatni með ólíkindum.
Vegurinn er meira en þvottabretti, það eru stórar og miklar holur í veginum. Þessi vegur er miklu verri en Kjalvegur þar sem við snérum við á Bláfellshálsi.
Hér er þó um einn fjölmennasta þjóðveg landsins að ræða, sem leiðir ferðamenn um helstu náttúruperlur í nágrenni Reykjavíkur.
Jafnvel þó að reiknað hafi verið með að Gjábakkaleið yrði opnuð fljótlega og jafnvel þó að það sé kreppa, þá hljótum við að hafa efni á að senda þangað veghefil hálfan dag.
Tók myndir af veginum á Lyngdalsheiði, sem eru hér með. Þá kom að húsbíll. Ég vorkenndi útlendingunum. En þegar betur er gáð þá eru þau skælbrosandi.
Held að það sé skki vegurinn, heldur eru allir svo bjartir í hjarta sem keyra um á FIAT.
Unnið að framkvæmdum við Gjábakkaveg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2009 | 00:52
Að vera karl eða kona
Grunnur okkar allra er kvenkynið. Einstaklingar með einungis einn X litning er ófrjó kona. Komi annar X litningur, þá verður einstaklingurinn frjó kona (XX). Ef að Y litningur bætist við X litning þá er kvengrunninum, eggjastokkum umbreytt yfir í eistu og til verður frjór karl (XY).
Þekkt er að hluta Y litnings vanti þannig að karleinkenni komi ekki fyllilega fram. Afbrigðilegur fjöldi litninga er algengasta örsök ruglings í náttúrunni frá hinu kvenlega að hinu karlmannlega, sem hefur bæði ytri og innri kynfæri karls.
Félagsfræðileg nálgun gæti verið á þeim nótum að það sé það mikill breytileiki í birtingu líffræðilegra einkenna kynferðis að skýr skipting í konur og karla standist ekki nánari skoðun. Að það séu til svo mörg dæmi um "millistig" að skiptingin í þessa hópa sé á vissan hátt úrelt.
Önnur nálgun er að hið líffræðilega kyn eigi að fylgja hinni félagslegu eða sálrænu upplifun á kynferði, hvort einstaklingurinn líti á sig sem konu eða karl. Skurðaðgerðir og hormónameðferð séu notuð til að breyta hinni líffræðilegu einkennum í samræmi við væntingar og sjálfsmynd.
Hlaupadrottningin Caster Semenya hefur án efa kynferði konu, hún er uppalin sem stelpa og upplifir sig sem konu. Málið snýst um líffræðilegan mun og hugsanlega yfirburði hennar í keppni vegna testesterón framleiðslu. En sterar hafa áhrif á vöðvasamsetningu og úthald hennar sem keppenda.
Ef að konur eiga að geta keppt innbirgðis á jafnréttisgrundvelli þá þarf að gera þá kröfu að þær hafi litningasamstæðuna XX, en líkur eru á að vinningshafinn í 800 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í Berlín hafi afbrigðilegan fjölda kynlitninga, sennilega XXY.
Á sama tíma er þetta mál persónulegur harmleikur fyrir hinn unga hlaupara, sem að áreiðanlega mætti af fullum heilindum til keppni eins og hélt að málið snérist eingöngu um að gera sitt besta og sigra andstæðingana. Að mæta til leiks með þeim styrkleikum og vikleikum sem skaparinn úthlutaði.
Niðurbrotin og hætt að hlaupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2009 | 10:04
Eru glæpagengin frá Póllandi og Litháen?
Í gegnum aldirnar hefur orðið Tyrki haft neikvæða merkingu í íslensku, sem rekja má til frásagna og heimilda um hin grimmilegu Tyrkjarán. Svo reyndust ránsmennirnir í raun hafa komið frá Marakkó, þannig að ef til vill var andúð okkar byggð á misskilningi. Mannvonskan sem birtist í þeim ránum sýnir að við þurfum að vera á varðbergi gagnvart utanaðkomandi ógn.
Mikil umræða var um að banna með lögum starfsemi Vítisengla þar sem að félagsskapurinn væru skipulögð glæpasamtök. Þannig tóku íslensk stjórnvöld afstöðu gegn einstaklingum innan vébanda þessarar mótorhjólasamtaka. Nú er komin upp hysterísk viðbrögð yfir því að Guðrún Þóra Hjaltadóttir viðrar hugmyndir um þjóðerni glæpagengja.
Í Fréttablaðinu í morgun tjáir samkennari hennar sig á þeim nótum að hún hafi gerst sek um að vera með kynþáttafordóma sem að geti komið fram í starfi hennar sem kennari við Hagaskóla. Þarna hef ég sterka tilfinningu fyrir því að sé gengið fram með miklu offorsi. Þó ég þekki ekki Guðrúnu persónulega þá hefur mér ætíð þótt hún vera hlýleg manneskja.
Við þurfum að skilja mun milli þjóða. Ef það er tilfellið að glæpagengi komi meira frá tilteknum löndum, þá þurfum við að geta skilið hvers vegna það er. Efla samstarf við lögeglu í þessum löndum og uppræta vandann. Það gerum við ekki með einhverri þöggun eða að álykta að þeir sem vilja á yfirvegaðan hátt ræða vandamálið séu á móti öllum einstaklingum af tilteknu þjóðerni.
14.9.2009 | 23:36
Jafnaðarmenn allra landa sameinist
Það er flott að jafnaðarmenn koma sterkir út úr þessum kosningum. Hugsanlega mikilvægustu úrslit í ríflega hundrað ára sögu norska Verkamannaflokksins.
Nú þurfa Norðmenn að leggjast á árar með íslendingum að móta stefnu sem varðar veginn fyrir öfluga stöðu landanna í sameinaðri Evrópu.
Að norrænu þjóðirnar séu samstíga í málefnum Evrópu er mikilvægur hlekkur fyrir Ísland til að það hafi áhrif og vægi í tillögugerð.
Þannig er eining og samvinna Norðurlanda nauðsynleg forsenda fyrir áhrifum á þróun Evrópu. Frændþjóðirnar eiga meira skilið en vera óvirkur viðtakandi á löggjöf ESB.
Gott væri að Norðmenn séu með í ráðum í samningaviðræðum Íslands við sambandið. Sérstaklega hvað varðar auðlindir og stefnu í sjávarútvegsmálum.
Þessi úrslit eru persónulegur sigur fyrir Jens Stoltenberg.
Stoltenberg sigurvegarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2009 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2009 | 15:42
Falsaður veruleiki
Í bloggskrifum á það að vera meginregla að bak við tiltekin skrif sé hægt að sjá hvaða manneskja sé ábyrg fyrir skrifunum. Hún hafi heimilisfang og kennitölu, sé af holdi og blóði og lesandinn geti tengt við hana tilteknar hugsanir og viðhorf.
Sumir segja að vegna vinnu, stöðu, fjölskyldu eða annars þá sé réttlætanlegt að hægt sé að taka sér "skáldanafn". Við þekkjum mörg dæmi um þetta í bloggheimum t.d. DoctorE, Predikarinn og fleiri. Ég hef þó ekki sannfærst um þörfina fyrir þennan feluleik og held að tilhneigingin sé oft að slíkir séu glannalegri í yfirlýsingum, en þegar menn skrifa undir eigin nafni.
Fyrir tveimur árum kom upp svokallað Mosfellsbæjarmál á netinu. Þá varð Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar uppvís að því að senda úr sínum tölvum nöfn hátt í fjörutíu einstaklinga sem að öll melduðu sig inn sem andsnúin Varmársamtökunum, gerðu lítið úr starfi þeirra eða tengdu þau við eitthvað neikvætt til að rýra orðstír þeirra.
Þarna verður Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ uppvís að því að standa fyrir aðför að opnum og lýðræðislegum félagasamtökum sem að honum eru ekki þóknanleg. Glæpurinn er ekki geymdur í einstaka færslum sem koma úr tölvum Karls, hann felst í leiksýningunni sjálfri að virkja milli 30 og 40 nöfn sem ætlað er að skemma fyrir málefnalegri umræðu opinna félagasamtaka.
Karl virtist ekki hæfur til að mæta á fjölmenna fundi til að vinna afstöðu sinni fylgi á heiðarlegan og lýðræðislegan hátt. Allt bendir til að hann hafi frekar kosið að reyna að ná árangri með skemmdarstarfsemi, skotgrafahernaði og skálda upp þennan mikla fjölda nafna til að búa til sýndarveruleikann að það væri mikil andstaða við samtökin og vega að orðstír þeirra.
Þetta mál þarf að senda inn í flokksfélög og bæjarstjórn. Leita eftir afstöðu og umræðu þeirra sem eru stofnanir okkar samfélags. Þetta er prófmál á hvort heilbrigt lýðræði fær þrifist í Mosfellsbæ. Hvort fólk geti myndað sjálfstæðan, opin og lýðræðislegan félagsskap án þess að fá slíkar trakteringar af valdhöfum. Það eru flestir orðnir langþreyttir á þessu máli, en Karl hefur kosið að vekja það til lífsins undir vafasömum formerkjum.
Nú þarf þetta mál að fá farveg og niðurstöðu. Þannig að samtökin og aðrir geti einbeitt sér að framtíð og velferð íbúa í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að Ólafur Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru komin að umræðunni. Hann sem formaður VG í Mosfellsbæ og hún sem fyrrum bæjarstjóri og alþingismaður.
Ragnheiður hefur í tvígang komið fram, fyrst á bloggi Karls og aftur á sínu bloggi með þeim hætti að hún tekur ekki á eðli og alvarleika málsins og býr til nýjan sannleika til að vernda Karl Tómasson. Sama gerir Ólafur Gunnarsson að hann skautar fram hjá vandamálinu í tvígang og vegur að samtökunum í stað þess að bregða siðferðilegri mælistiku á gjörðir og ábyrgð Karls Tómassonar í þessu máli.
Mun fara fyrir þeim eins og Pétri sem fylgdi ekki samvisku sinni og afneitaði frelsaranum þrisvar fyrir hanagal? Ég skora á þau að nýta vel tækifærið núna áður en haninn galar á komandi vori og frelsa okkur úr þeim fjötrum sem lýðræðisleg umræða býr við hér í Mosfellsbæ. Þau hafa tækifæri til að fordæma þann sóðaskap og valdníðslu sem var framin með umræddum skrifum úr tölvum Karls Tómassonar.
http://www.ragnheidurrikhardsdottir.blog.is/blog/ragnheidurrikhardsdottir/entry/945198/
http://www.varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin/entry/944996/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
10.9.2009 | 09:26
Sterkur forseti réttlætis og framtíðar
Barack Obama er fulltrúi samkenndar í bandarísku samfélagi. Skörulegur í ræðustóli gerði hann í gær glæsilega tilraun til að sannfæra þingheim um mikilvægi sjúkratryginnga fyrir alla. Stór hluti landsmanna er án nokkurra trygginga. Þessi hópur eru að verulegu leyti fólk af afrískum uppruna, þeldökkir. Obama var kosinn af þessu fólki og öðrum til áhrifa. Fólki sem valdi hann sem fulltrúa sinn til að berjast fyrir væntingum um bjarta og bætta framtíð.
Síðan við fjölskyldan bjuggum í Bandaríkjunum hef ég haft áhuga á landsmálum þeirra. Á þeim tíma barðist Hillary Clinton hetjulega fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, en hafði ekki árangur sem erfiði. Repúblikanaflokknum tókst að stöðva málið. Í framhaldi tók við tímabil George W Bush þar sem meginkraftur var settur í baráttu gegn ímynduðum og raunverulegum óvinum í fjarlægum löndum. Innviðir bandarísks samfélags eru nú loks til skoðunar og ég vona að hin heilbrigða tilfinning sem fylgdi kjöri Obama muni gefa af sér ríkulegan ávöxt.
Obama krafðist aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 01:01
Leiðrétting húsnæðislána strax og tekjutengd aðstoð í framhaldi!
Í prófkjöri Samfylkingar fyrir síðustu kosningar vildi ég kanna farveg lýðræðis og málefnalegrar umræðu, með þátttöku. Mikilvægasta réttlætismálið sem ég tók endurtekið upp var rýrnun eignahlutar fólks í húsnæði vegna verðtryggingar og gengisbreytinga lána.
Árni Páll Árnason var þá í félagsmálanefnd. Mér fannst hann þá í þessari prófkjörsumræðu, aðdraganda kosninga og sem félagsmálaráðherra ekki skynja nægjanlega vel alvarleika málsins. Mér fannst þingmaðurinn tala þannig að þetta væru bara skuldir sem fólk hafi stofnað til og bæri ábyrgð á, en ekki að það hafi orðið algjör forsendubrestur hjá fólki við að skipuleggja heimili og fjölskyldulíf.
Ég lagði áherslu á mikilvægi þess að fólk gæti komist út úr þessum vanda með sæmd, en ekki að fólk þurfi að koma á hnjánum inn í eitthvað umsóknarferli greiðsluaðlögunar. Hugsanlega fá einhverjar afskriftir, en vera þá úthlutað tilsjónarmanni með fjármálum. Þetta er almennur vandi, sem þarf að bregðast við með almennum hætti.
Árni Páll Árnason núverandi félagsmálaráðherra lagði áherslu á það í sinni prófkjörsbaráttu að Samfylkingin væri opin og lýðræðislegur flokkur. Flokkur sem að hlustaði á viðhorf og væntingar fólks. Af þeim sökum hafi verið brugðist við Búsáhaldabyltingunni. Hún væri flokkur sem væri í takt við vilja fólksins í landinu.
Nýlega varð nokkur kúvending á afstöðu félagsmálaráðherra, þegar hann byrjaði að tala fyrir því að leið afskrifta yrði farin. Reyndar fannst mér hann vera með afskaplega óskýrar hugmyndir um hvernig staðið yrði að slíkri leiðréttingu. Útfærslan virtist enn ganga út á einhverja "aumingjavæðingu" og koma fólki á hnén, en ekki að fólk geti komist frá málum sínum með reisn og stolti.
Stærsta hrósíð í þessum málaflokki fær Guðmundur Andri Skúlason rekstrarfræðingur sem að í síðustu viku byrjaði að mynda hóp skuldara sem tekið hafa lán hjá Frjálsa fjárfestingabankanum. Þessi hópur semji við kröfuhafa bankans. Þannig er möguleiki að losna við milliliði sem vilja fá skuldirnar til innheimtu á verulegum afföllum frá kröfuhöfum, en myndu reyna að innheimta þær að fullu af viðskiptavinum.
Saka ráðherra um hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)