Stóri E dagurinn

 Evrópumenn

Þetta er vissulega sögulegur dagur. Ljóst er að ríflegur meirihluti á Alþingi styður aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nú þarf einungis að stilla saman strengi. Ég er bjartsýnn á framhaldið. Persónulega er ég sammála stjórnarandstöðunni um þörfina á að útlista betur forsendur eða áherslur okkar í viðræðunum. Hinsvegar finnst mér ekki ástæða til að umræðan verði sett inn í einhverja nefndarvinnu og kæfð þar fram á næsta vetur.

Þessi dagur er sögulegur þar sem fyrsta skref er stigið í átt til virkrar þátttöku í samstarfi Evrópuþjóða. Þannig setjum við formlega punkt aftan við tengslin við Bandaríkin var helsti útgangspunktur utanríkisstefnunnar. Samband sem byggði á því að við værum þiggjendur á fjármagn gegn aðstöðu fyrir herinn. Þessi nýi hornsteinn utanríkisstefnu byggir á því að við ætlum að starfa á heilbrigðan hátt með frænd- og vinaþjóðum, lýðræðisríkjum í Evrópu. Við ætlum að gefa og þiggja, vera virk og mótandi meðal annars í sjávarútvegsmálum.

Það kom mér verulega á óvart að sjá hversu mikill vilji er þvert á flokka að hefja viðræður. Þeir sem að eru á móti því að málin séu rædd er sundurleitur hópur án samnefnara. Fólk sem á ekki svör við því hver eigi að vera framtíðarstaða Íslands í samfélagi þjóðanna. Athyglisvert að Steingrímur J Sigfússon virðist ætla að styðja tillögu ríkisstjórnarinnar og þá sennilega drjúgur hluti af þingflokki Vinstri grænna. Hann þarf auðvitað að dansa línudans gagnvart rétttrúnaðarhluta flokksins.

Bjarni Benediktsson stendur frammi fyrir sama vanda. Hann vill ekki fara í sögubækur sem baráttumaður gegn Evrópusamstarfi. Línudansinn sem að hann ætlar að dansa fyrir rétttrúnaðaröflin í sínum flokki er í framsóknartakti. Að leggja megináherslu á að skilgreina forsendur viðræðna. Þorgerður Katrín lýsir afgerandi stuðningi við aðildarviðræður og á svipuðum nótum talar Ragnheiður Ríkharðsdóttir, en hún vill sjá að tillaga ríkisstjórnarinnar verði sameinuð við tillögu stjórnarandstöðunnar.

Það færi vel á því að þingið sýndi sem mestan þroska í vinnubrögðum við vinnslu þessa mikilvæga máls og afgreiddi vel útfærða tillögu sem að víðtæk sátt ætti að nást um. Með minnihlutastjórninni byrjaði nýtt form vinnubragða á Alþingi. Viðleitni til að leita sátta og málamiðlunar. Samfylkingin á að standa sig í því hlutverki að vera kjölfesta lýðræðis og réttlætis. Það væri mikill sigur fyrir flokkinn að ná þessu máli í gegn með góðu samstarfi við breiðan meirihluta úr öllum flokkum. Þar er full ástæða til að nálgast tillögu stjórnarandstöðunnar með opnum huga.

ESBþjóðir


mbl.is „Sögulegur dagur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorgöngur í Mosó - Helgafell

Síðastliðin fimm ár hef ég staðið fyrir göngum á fellin fjögur umhverfis Mosfellsbæ. Farið er á fimmtudögum og þriðjudögum. Lagt er af stað úr Álafosskvos klukkan korter yfir fimm í dag. Byrjað verður á að fara á Helgafell.

Farið er eftir hringleiðum sem ég merkti og það tekur ríflega tvo klukkutíma að afgreiða hvert fell. Ekki er ástæða til að láta veðrið stöðva sig, það er hluti af hinum skemmtilega fjölbreytileika.


Blautlegar draumaráðningar

Eygló Harðardóttir framsóknarkona hefur verið skömmótt út í ríkisstjórnina að vera illa undirbúin varðandi aðgerðir í bráðavanda þjóðarinnar og að helst standi upp úr "blautlegir draumar" Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn hefur látið sem svo að hann sé einn flokka undirbúin í aðildarviðræður. Hann einn sé búin að setja fram skilyrði varðandi samningaviðræður. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sagt þessi viðmið ágæt til umræðu.

Því átta ég mig ekki á þörfinni fyrir frekari vinnu í nefndum og ráðum til að taka afstöðu til þess hvort sótt verði um aðild. Það er ekki eftir neinu að bíða, en svo eigum við að nýta vel tímann þangað til viðræður komast á dagskrá að ræða hvaða hagsmunamál við viljum leggja áherslu á að komist inn í samninginn.

Held reyndar að sérstaða Íslands liggi fyrir og það sé ekki ástæða til að eyða tímanum í einhverjar blautlegar draumaráðningar fram á næsta vetur. Að sjálfsögðu er það auðvelt að vera sem lengst utan ESB í einhverri draumaveröld. En þá erum við að afneita þátttöku í samstarfi lýðræðisþjóða í Evrópu um góð gildi og klárlega munum við borga umtalsverðan kostnað fyrir hvert ár sem við höldum okkur utan sambandsins.


mbl.is Utanríkismálanefnd í lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veirusýkingar og menningarsjúkdómar

Heilbrigðiskerfið hefur öðlast nokkuð sjálfstæða tilveru og þar eru áherslur ekki endilega eftir því hvar hin taunverulega þörf liggur. Lyfjalausnir og tæknihyggja hafa gefið af sér þessa þróun. En mikið af lyfjum er ætlað að tempra einkenni, en eru ekki lækning og hafa oft neikvæðar hliðarverkanir. Tæknihyggjan gefur af sér þá nálgun að maðurinn sé eins og vél þar sem einn vandi er leystur með því að færa æð úr fæti upp í hjarta og annar vandi með því að stytta þarmana.

Hinar raunverulegu ógnanir eru fólgnar í útbreiðslu skæðra smitsjúkdóma og afleiðingum vestræns lífsmynsturs. Tiltölulega lítið fjármagn hefur verið lagt til rannsókna á eðli veirusýkinga. Þar finnst mér Íslensk erfðagreining vera að gera spennandi hluti. Meta breytileika í erfðum og hvernig hann ákvarðar hverjir sýkjast og hverjir ekki. Erfðaefni vírusins og erfðaefni einstaklingsins þurfa að passa saman til að sýking verði alvarleg. Ef til vill ætti að leyfa ÍE að nota ríkisábyrgðina sem þeir fengu á sínum tíma til að efla skilning á erfðafræði veirusýkinga?


mbl.is Tveir látnir í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botnssúlur á uppstigningardag

Þeim fer fjölgandi fjöllunum sem ég hef gengið á í nágrenni Reykjavíkur. Hafði nokkuð lengi horft til Botnssúlna en líka heyrt rætt um að leiðin á Syðstu súlu (telst vera hæst þó ekki muni nema nokkrum metrum) geti verið varhugaverð vegna snjóflóðahættu.

Ákváðum á uppstigningardag þrír samkennarar að fara upp úr Hvalfirði á Botnssúlur. Þar er val að fara upp úr Brynjudal eða upp úr Botnsdal. Við völdum að fara upp úr Botnsdal af því að þannig töldum við okkur ná í fjölbreyttari náttúru.

Þar er trjárækt og náttúrulegur birkigróður með fögrum fossum sem eru skammt undan. Þar er horft til Glyms sem að er tilkomumikill og fleiri fossar eru í Botnsá. Gangan byrjar á bílastæði sem að er rétt hjá eyðibýlinu Stóra-Botni og gengið yfir í syðri hluta dalsins yfir göngubrú og þar upp með ánni.

Farið er eftir gömlum akslóða í byrjun en síðan komið á hina fornu og vörðuðu leið um Leggjarbrjót milli a og Þingvalla. Þar er stórgrýtt á köflum og því skiljanlegt hvernig þetta nafn komst á leiðina. Eftir því sem ég kemst næst er þessi hluti Botnssúlna kallaður Miðsúla.

Aðstæður til að ganga þarna upp er sérlega hagstæðar. Farið upp aflíðandi öxl sem að endar í malarhrygg sem að er að mestu upp úr snjónum. Þetta var mjög skemmtileg ganga. Fengum sól og blíðu mestan hluta, en skúrir seinasta hálftímann að bílnum.

 Botns12Botns7BotnsGlymur

 

 

 

 

 

 

Botns8

Botns6 

 

 

 

 

 

Botns1

Botns10

 

 

 

 

 

 

 


TIME er Baugsmiðill !!!

Ákveðnar tegundir af fréttum voru lengi vel afgreiddar sem að þær væru áróður Baugsmiðlana. Þar á meðal var öll umfjöllun sem var gagnrýnin á störf Davíðs Oddssonar. Samfylkingin og þessir vondu fjölmiðlar voru sögð með manninn á heilanum.

Nú er búið að skrifa lærða bók af innvígðum og innmúruðum þar sem því er haldið fram að stefna Davíðs Oddssonar þvermóðska og persónutengdir brestir séu helstu ástæður hrunsins á íslensku efnahagskerfi. En höfundur var víst einhvern tíma að vinna hjá dótturfélagi Baugs þannig að þá verður hann sjálfkrafa ómerkingur.

TIME gerði nýlega úttekt á því hvaða 25 einstaklingar bæru mesta ábyrgð á kreppunni. Þar er Davíð Oddsson nefndur til sögunnar. Sumir gætu því ályktað að Baugsfeðgar eigi hlut í hinum stóra erlenda fjölmiðlarisa. Þeir verða að halda í vonina. "Hann kemur örugglega aftur!" sagði einn meðreiðarsveinn við mig í rökkrinu síðla kvölds, búin að fá sér þrjá til fjóra bjóra. Mér fannst það hrollvekjandi.


mbl.is Pólverjar stefna enn á evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirsuberjatréð blómstraði um helgina

KirsuberBordi 

Síðustu ár hef ég skráð hvenær kirsuberjatréð hefur náð um 75% af blómum sínum útsprungnum. Þetta gerðist með sólinni á laugardag og hélt áfram með frábæru veðri í dag. Þannig að 15.maí er hinn opinberi blómgunardagur kirsuberja hér á Reykjaveginum. Til samanburðar þá blómstraði tréð 11. maí árið 2007 og 13. maí árið 2008.

Gróður er almennt fyrr á ferðinni s.s. gras og birki. Ástæða þess að kirsuberjatréð er ekki snemma og jafnvel síðar en síðustu ár er fáir sólardagar. Þó það hafi verið hlýtt þá hefur ekki komið nægjanlegt sólskin til að láta blómgunina taka við sér.

Mikið er gert með blómgun kirsuberjatrjánna í Washington höfuðborg Bandaríkjanna. Vanalega er hámarksblómgun rúmum mánuði á undan. Þannig var blómgun í hámarki 1-4 apríl nú í ár.

Hér fylgir mynd sem var tekin af kirsuberjatrénu í garðinum í dag. 


Fjöregg þjóðarinnar

Jóhanna Guðrún

Sjálfstæði okkar sem þjóðar liggur í tækifærinu til að blómstra  í samstarfi lýðræðisríkja í Evrópu. Norðurlönd og Eystrasaltslönd veita Íslandi stuðning í Eurovision og þannig er eðlilegt að unnið verði að hagsmunamálum landsins innan ESB. Við nýtum sjálfstæði okkar best með því að vera fullgildir, virkir og skapandi þátttakendur. Fjöreggið skilaði okkur öðru sæti. Að vera hluti af Evrópu er "ikke det værste mand har".

Íslandi allt, óttalaus! Verum í senn sjálfstæð og sameinuð í breytileikanum. 

ESBfánar


mbl.is Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk, norræn, evrópsk

Þrjár helstu víddir á stöðu okkar í veröldinni birtust skýrt í kvöld. Okkar fulltrúi stóð sig frábærlega og allir stoltir yfir silfrinu. Í atkvæðagreiðslunni kemur sterklega fram stuðningur milli Norðurlandanna og sjálfsmynd okkar sem norræn eða skandínavísk þjóð.

Síðast en ekki síst erum við evrópsk og eigum að vera stolt af því. Að tilheyra öllum þeim fjölbreytileika í mannlífi, menningu og sköpun. Við eigum ekki að standa í dyragættinni til lengdar, óákveðin hvort við viljum vera fullgildir þátttakendur í stefnumótun um málefni álfunnar.

Norska lagið sigraði með glæsibrag eins og ég hafði spáð. Þá var ég ekkert sannfærður um íslenska lagið. En fannst það virkilega flott í forkeppninni og aftur núna. Ég held að þetta sé mikill persónulegur sigur fyrir Jóhönnu Guðrúnu. Hún var vaxandi með hverri æfingu og blómstraði á lokametrunum.


Niðurgreiða rafmagn til gróðurhúsa!

Þetta er góð tillaga og hefur verið nokkuð lengi í umræðunni. Nú er hinsvegar lag að láta hana verða að veruleika. Við erum heimsmeistarar í sykuráti sem að leiðir af sér allskyns lífstílsvanda. Ekki bara sykursýki og offitu, heldur dansar sykurneyslan með stressástandi þjóðarinnar. Það er mín tilgáta (sem ég ætlaði að fá doktorsnafnbót fyrir) að taugaspenningurinn kalli á sykurinn. Þannig að hin raunverulega lausn vandans felst ef til vill ekki í því að hafa vit fyrir fólki með verðstýringu. Ekki frekar en sérstakar álögur á tóbak og áfengi eru ekki öruggar til að draga úr neyslu.

Því hefur verið fagnað að íslensk ungmenni hafi aukið neyslu á mjólkurvörum, en rétt er að skoða það í samhengi. Neyslan jókst þegar búið var að breyta mjólkurvörum í sælgæti með allskyns útgáfum af bragðbættum vörum með viðbættum sykri. Við setjum sykur út í ótrúlega margar unnar vörur. Það er rétt skref að setja skatt á sykurinn, en við verðum líka að huga að því að búa í haginn fyrir framleiðslu á hollustu. Þar er nærtækast að líta til niðurgreiðslu á raforku til garðyrkju og gróðurhúsa.


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband