Færsluflokkur: Ferðalög
29.1.2008 | 23:05
Göngum til góðs
Stafafell í Lóni er landfræðileg, söguleg og útivistarleg heild í fallegustu sveit landsins. Þar hef ég notið þess að stíga skrefin að sumri til með gönguhópa um langt skeið. Þar að auki hef ég alið þann draum að byggja upp svæðið sem eitt stærsta útivistarsvæðið, þar sem hægt er að dvelja og ganga dögum saman og vera að upplifa ný ævintýri við hvert fótmál.
Mjög vel gengur að selja í gönguferðir sumarsins, sem er vel. Sannast sagna var ég farin að ganga nærri áhættumörkum í því að vinna að þessum draumum um Stafafell sem útivistarsvæði. Því er það mikilvægt að fá einhverjar tekjur til að tryggja grundvöll undir þær áætlanir. Engin ástæða er til að sveigja af þeirri leið þrátt fyrir ásókn fulltrúa þjóðlendna og þjóðgarða, sem eru úr takt við sögu og náttúru.
Í markaðsetningu á gönguferðum fyrir næsta sumar hef ég lagt áherslu á tvenns konar ferðir;
A. Vikuferð í tengslum við beint flug til Egilsstaða frá Kaupmannahöfn. 1. d. Ekið í Snæfell og gist þar. 2. d. Ekið yfir brú við Eyjabakkafoss. Gengið meðfram Eyjabökkum í Geldingafell og gist. 3. d. Gengið frá Geldingafelli um Vatnadæld og skoðaðir fossar í Jökulsá og síðan gist í Egilsseli. 4.d. Gengið að brúnum Víðidals og meðfram Tröllakrókum og gist í Kollumúla. 5. d. Farið í gil undir Sauðhamarstindi og gengið á tindinn ef veður og tími leyfir. Aftur gist í Kollumúla. 6. d. Gengið meðfram Jökulsárgljúfri út Kamba og gist í Eskifelli. 7. d. Gengið um Austurskóga og Hvannagil og gist í Gamla húsinu hjá kirkjunni. 8. d. Ekið í veg fyrir flug til Kaupmannahafnar á Egilsstöðum.
B. Fimm daga ferð með tvær nætur í Eskifelli og tvær í Kollumúla. 1. d. Gengið um Hvannagil og Austurskóga og gist í Eskifelli. 2. d. Gengið um Hnappadal og á Jökulgilstinda og gist aftur í Eskifelli. 3. d. Gengið inn meðfram Jökulsárgljúfri inn Kamba í Kollumúla og gist þar. 4. d. Gengið í Tröllakróka og að brúnum Víðidals. 5. d. Farið í litskrúðug gil undir Suðhamarstindi og seinni part dags er hópur fluttur frá Illakambi til byggða. Í ferðinni er gengið með dagpoka, farangur trússaður á milli.
Byrjað er að selja í þrjár gönguferðir tengt beina fluginu frá Kaupmannahöfn og þrír hópar búnir að skrá sig inn á fimm daga ferðirnar. Kennarasambandið verður með tvær þeirra og gönguhópur af Álftanesi með eina. Vegna góðra viðbragða hef ég ákveðið að setja upp eina aukaferð fimm daga frá 19. júní til 23. júní.
Myndir: http://www.gbo.blog.is./blog/gbo/entry/367278/
Ferðalög | Breytt 8.3.2008 kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 23:53
Blóm vikunnar Geldingahnappur

Ferðalög | Breytt 8.3.2008 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2008 | 23:45
Blóm vikunnar Smjörgras

Ferðalög | Breytt 8.3.2008 kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2008 | 01:20
Blóm vikunnar Dýjamosi

Ferðalög | Breytt 8.3.2008 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)