Færsluflokkur: Ferðalög
9.4.2008 | 14:50
Fjallmyndarlegar
Í menntaskóla og líffræðinámi hafði ég ekki mikinn áhuga á plöntum. Fannst það hálfgerð forheimskun að læra utanbókar heiti á mismunandi tegundum og ættkvíslum. Síðan hef ég í mörg ár farið með gönguhópa um æskuslóðir að Stafafelli í Lóni. Á þessum ferðum og með aldrinum hef ég fengið meiri áhuga á plöntunum. Það er uppörvandi að sjá útsprungið blóm á leið um mela og móa. Þá vaknar áhugi að vita meira um slíka vini og gleðigjafa.
Til að þekkja plönturnar og líka til að nýta í líffræðikennslu hef ég verið að leika mér að því að taka af þeim myndir. Vélin sem ég hef mest tekið á var stafræn Canon 2.1 sem að fór vel í vasa, en er ekki með mikla upplausn. Í gær ákvað ég að kaupa mér stafræna Canon 400 SLR vél. Þá er komin góð upplausn og möguleikar að skipta um linsur. Einnig er handgrip með aukabatteríi. Slíkt eykur tíma sem hægt er að vera með myndavélina fjarri hleðslu.
Ég er lukkulegur að vera komin með tæki til að taka fleiri plöntumyndir svo ég geti haldið áfram að setja nýjar tegundir á haus síðunnar í hverri viku. Vonandi ykkur og mér til fróðleiks og yndisauka.
Ferðalög | Breytt 11.4.2008 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 00:52
Blóm vikunnar Birki
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 23:41
Móskarðshnjúkar
Gengum langleiðina á Móskarðshnjúka í dag en það er í seríu af fjöllum sem er verið að ganga á sem undirbúning fyrir Hvannadalshnjúk. Góð færð var í byrjun og upp undir miðhnjúk. Þar tók við harðfenni utan í bogalaga götunni upp í skarðið.
Ég ætlaði að reyna að sperrast á toppinn upp úr skarðinu og ná ferðafélögunum á niðurleiðinni, en kviðurnar og skafrenningur voru það snarpar þar að ég ákvað að reyna málið ekki frekar. Rokkviðurnar voru á bilinu 15-30 m/s. Skarðið er í um 700 m hæð og það var léttskýjað og mikið útsýni.
Farið verður næsta sunnudag á Þríhyrning á Suðurlandi, þar næst á Heiðarhorn á Vesturlandi, síðan þvert yfir Esjuna upp Þverfellshorn og niður Móskarðshnjúka. Það eru allir velkomnir að slást í hópinn að kostnaðarlausu, fyrir utan eigin bílkostnað.
GPS punkta af leiðinni tók Kristinn Arnar Guðjónsson jarð- og landafræðikennari, en ég tók vídeó sem gæti verið sett hér inn síðar til gamans.
Ferðalög | Breytt 31.3.2008 kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2008 | 11:15
Blóm vikunnar Meyjarauga
Meyjarauga eða Flagahnoðri finnst um mest allt land og vex upp í allt að þúsund metra hæð. Hann finnst í rökum jarðvegi. Er lítið blóm en líkt og Dýragras er fegurðin þeim mun meiri þegar maður fer að skoða það betur. Þessi planta var í blóma þann þrettánda ágúst 2005 á mel upp af Leiðartungum, ofan við Hinrik á leiðinni í Víðidal, Stafafelli í Lóni.
Ferðalög | Breytt 5.4.2008 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 22:35
Ástarsæla
Eignaðist fyrir um tíu árum meri sem hét Ást og var frá Hemlu. Setti hana í folaldseign undir álóttu og vindóttu stóðhestana mína þá Hrímir frá Stafafelli og Lokk frá Gullberastöðum. Undan Ást komu snotur trippi. Set hér inn mynd af Fríðu frá Stafafelli sem er falleg bleikálótt meri. Hún hefur verið í eigu Maríettu á Höskuldsstöðum í Breiðdal og er á leið til Sviss í haust til systurdóttur hennar, sem er ein færasta hestakonan þar í landi. Þannig að trúlega á Fríða eftir að vinna lönd.
Á síðan Sælu frá Stafafelli undan Ást, sem að er vindótt og móálótt meri á fjórða vetri. Hún gekk í tvö ár undir merinni og voru þær mæðgur orðnar jafnstórar eftir þá mjólkurgjöf. Nú er Sæla að verða búin með skólagöngu í mánuð. Hún er spennandi hlekkur í vindóttu ræktinni minni. Fríða og Sæla eru báðar með sérstakt geðslag. Þær hafa verið forvitnar og sótt í félagsskap við manninn frá upphafi. Þær eru mjög taugasterkar og með góðan vilja.
Ferðalög | Breytt 11.3.2008 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2008 | 23:46
Blóm vikunnar Blóðberg
Blóðberg vex um allt land, einkum á þurru mólendi og melum Það er gott sem krydd enda náskylt tymian kryddi. Til fjalla er gott að krydda lambalærið á grillið með blóðbergi, einiberjum og söxuðu birkilaufi. Einnig er það ágætt í te. Þetta blóðberg var um miðjan júlí 2005 á mosavöxnum áreyrum skammt frá Dímu í Lóni. En það er klettaborg á miðjum Jökulsársandi og er meginpunktur í landamerkjum milli Stafafells og Þórisdals. Ágreiningur var um landamerki milli þessara jarða fyrir um fjörutíu árum, en að lokum sættust aðilar á að miða við klettaborgina. Hvorugur gat þó unað hinum að eiga Dímuna. Afi minn stakk þá upp á að hún yrði gefin Náttúruverndarráði. Það varð niðurstaðan, en á yfirliti um náttúruvætti hjá Umhverfisstofnun er hún tilgreind. Fáir vita þó forsöguna hvernig Díma varð að einu helsta fyrirbæri náttúruverndar á Austurlandi.Ferðalög | Breytt 13.3.2008 kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 11:32
Hvannadalshnjúkur (2110 m) -> 26. apríl 2008
ATORKA mannrækt & útivist (ég) er að skipuleggja hópferð á Hvannadalshnjúk í samvinnu við Jökul Bergmann fjallaleiðsögumann. Farið er seinni part föstudags austur í Öræfi og gist tvær nætur. Snemma morguns 26. apríl er lagt af stað á hnjúkinn og áætlað að gangan taki um 12 tíma.
Að ganga á Hvannadalshnjúk er gott að setja sem lokapunkt í áfanga að koma sér í form eða sem staðfestingu á því að maður sé í góðri þjálfun. Gangan sjálf er ekki upp mikinn bratta eða tæknilega erfið. Hún er hinsvegar 25 km og hækkun yfir 2000 m.
Meginviðmið er því að halda góðri samfellu í göngunni, láta úthald og seiglu ljúka áfanganum. Mæta síðan til byggða, njóta góðrar sameiginlegrar máltíðar og ánægjulegrar kvöldstundar. Lagt er af stað aftur til Reykjavíkur á sunnudagsmorgni.
Allir eru velkomnir að slást í hópinn og ef þið vitið af fjallageitum, þá er vel þegið að láta boðin ganga. Uppl. man@man.is
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.2.2008 | 19:16
Blóm vikunnar Lambagras
Lambagras er ein útbreiddasta og algengasta planta landsins. Finnst einkum á melum, söndum og þurru graslendi. Blómin eru vanalega bleik en í sennipart júlí 2005 rakst ég á þessa tvo blómakolla hlið við hlið, annan bleikan en hinn hvítan. Hér virðist því vera um stökkbreytt hvítt afbrigði, sem ekki framleiðir litarefni. Þessar plöntur voru upp á Söndum, Kollumúla, Stafafelli í Lóni, í um 600 m hæð. Ferðalög | Breytt 8.3.2008 kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 00:54
Blóm vikunnar Holtasóley
Þjóðarblómið okkar er Holtasóley. Þó menn hafi verið á mismunandi skoðun við val á einkennisblómi á sínum tíma, þá er hún falleg og finnst um allt land. Á ferðum mínum á fjöllum rekst ég ekki svo mikið á hana í fullum blóma. Hún blómstrar snemma sumars, en gönguferðir til fjalla eru oft ekki fyrr en í júlí. Holtasóley vex helst á melum eða rakalitlu mólendi. Þessi hér á myndinni var skammt frá gönguleiðinni í Víðibrekkum á móti Kollumúla, Stafafelli í Lóni í lok júní 2005.Ferðalög | Breytt 8.3.2008 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 23:53
Blóm vikunnar Holurt
Blóm vikunnar er Holurt eða Silene Uniflora. Nafnið er rakið til Silenus hins belgmikla fósturföður Bakkusar, vínguðsins, í grískri goðafræði. Þeir feðgar voru óhófsmenn og bumbulaga blómbikar holurtarinnar hefur minnt á líkamslögun þeirra. Eitthvað á þeim nótum sem nú er vísað til sem bjórvömp. Það er því fátt nýtt undir sólinni. Holurt er algeng um allt land. Vex einkum í sendum jarðvegi og melum. Þessi belgdi sig út í skriðu innan við Brenniklett, Kollumúla, Stafafelli í Lóni í ágúst 2004.
Ferðalög | Breytt 8.3.2008 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)










varmarsamtokin
baldurkr
dofri
saxi
bjarnihardar
herdis
hlynurh
jonthorolafsson
gummisteingrims
hronnsig
kolbrunb
steinisv
skodun
vglilja
heisi
sigurgeirorri
veffari
hallgrimurg
gretarorvars
agustolafur
birgitta
safinn
eggmann
oskir
skessa
kamilla
olinathorv
fiskholl
gudridur
gudrunarbirnu
sigurjonth
toshiki
lara
asarich
malacai
hehau
pahuljica
hlekkur
kallimatt
bryndisisfold
ragnargeir
arnith2
esv
ziggi
holmdish
laugardalur
torfusamtokin
bestiheimi
hector
siggith
bergen
urki
graenanetid
vefritid
evropa
morgunbladid
arabina
asbjkr
bjarnimax
gattin
brandarar
cakedecoideas
diesel
einarhardarson
gustichef
gretaulfs
jyderupdrottningin
lucas
palestinufarar
hallidori
maeglika
helgatho
himmalingur
hjorleifurg
ghordur
ravenyonaz
jonhalldor
jon-o-vilhjalmsson
drhook
kjartanis
photo
leifur
hringurinn
peturmagnusson
ludvikjuliusson
noosus
manisvans
mortenl
olibjo
olimikka
omarragnarsson
skari60
rs1600
sigurborgkrhannesdottir
siggisig
stjornlagathing
svanurmd
vefrett
steinibriem
tbs




