Frelsi, jafnrétti og kærleikur

Pólitískir leiðarvísar eru misgóðir. Frelsi til athafna er drifkraftur grósku, mannlífs og framfara. Þjóðfélag án áherslna á jöfn tækifæri er sjúkt samfélag í bókstaflegri merkingu. Fólk deyr fyrr og hærra hlutfall þegnana býr við óöryggi þar sem ójöfnuður ríkir. Taumleysi í neysluhyggju gefur af sér stéttaskiptingu og aukin aðstöðumun. Frá búsetu minni í US man ég eftir tómleikanum í helgartilbreytingu margra sem fólst í rölti um stórmarkaði borgarinnar. Íslenskt samfélag er að þróast hratt í þessa átt. Verða fyrir vonbrigðum með að geta ekki veitt sér allt heimsins glingur, strax, núna.  income

Það sem að er athyglisvert í þessu samhengi er að þetta er að stærstum hluta sjálfsprottið vandamál. Því skorturinn er ekki raunverulegur eða líkamlegur, heldur hafa auglýsingar frá morgni til kvölds gert okkur skilyrt í dansinum við gullkálfinn. Þá er að nota það sem gerir okkur æðri dúfum, rottum og músum. Við höfum visku, vald, vilja, sjálfstjórn og frelsi til að velja það sem gefur okkur mesta ánægju og lífsfyllingu. 

Ég hef átt þess kost í nokkur skipti á síðustu vikum að fara í matarboð þar sem hver og einn kemur með sinn litla rétt sem nostrað hefur verið við og leggur til borðs. Hlátur, rautt eða hvítt vín, skemmtilegar sögur, skoðanamunur sem settur er fram af virðingu og fær mann til að víkka út sjóndeildarhringinn. Þetta er ríkidæmi öllu æðra. Það eru nefnilega ekki bara andoxunarefnin í rauðvíninu, sem gera það hollt, heldur miklu frekar ást og alúð mannlífsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband