Af göngum um fell og fjöll

Í dag fimmtudag hefjast fellagöngur í Mosfellsbæ. Á þriðjudögum og fimmtudögum er gengið á eitt fell kl. korter yfir fimm. Göngurnar hefjast í Álafosskvos og taka 2-3 klukkutíma. Í dag er gengið á Helgafell og gefst fínt útsýni yfir framkvæmdasvæðið fyrir neðan. Tilvalið er að hafa með sér minni háttar nesti og snæða á toppnum. Næsta þriðjudag er gengið á Reykjafell, síðan Mosfell, Reykjaborg og Úlfarsfell.

Mosfellsbaer

Fyrir þá sem vilja lengri sumarferðir í göngu þá tek ég að mér að skipuleggja gönguferðir fyrir einstaklinga og hópa að Stafafelli í Lóni (Lónsöræfi). Tilvalið er fyrir vini, fjölskyldur, vinnuhópa, gönguklúbba og hlaupahópa að skella sér í slíka ferð. Set upp myndakynningu og kem með tillögu að ferðatilhögun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband