Tímamót

Mismunandi viðhorf eru uppi um hlut mannsins í þeirri staðreynd að hitastig jarðar fer hækkandi. PælingVísindamenn eru þó flestir sammála um að stærstur hluti hlýnunar sé af mannavöldum. Það sýnir alvöru málsins að allar þessar þjóðir hafi náð samkomulagi um að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Jafnvel Bandaríkin ákveðið að vera með, þó þau hiksti eitthvað. Þjóðir ákveða að endurskoða lífsmynstur og neyslu til að spilla ekki skilyrðum lífs á jörðu. Svo virðist sem að hinn stóri skapari hafi úthlutað okkur vilja og ábyrgð til að móta framtíð okkar og vernda fjölbreytileika lífs á jörðinni. Þetta er auðvitað flókið ferli en frábært að sjá merki um ásetning í þá veru að gera skyldu okkar í þessum efnum. Óskum okkur til hamingju með þann árangur.
mbl.is Bandaríkin ósátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Gunnlaugur eigum við ekki frekar að segja að vísindamenn séu mjög ósamamla um þetta mál en IPCC hafi ákveðið að birta ekki andstöðuna sem var innan hópsins eða um 40% voru á öðru máli en hinir

Einar Þór Strand, 16.12.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það að Bandaríkin vilji vera með sýnir að þeir eru ekki alveg glórulausir. Til hamingju við öll.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.12.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Einar, það er svolítið merkilegt að oft er það sama fólk sem að lætur sem "moral majority" í trúmálum sættir sig síðan ekki við að tilheyra minnihluta í viðhorfum eða vísindalegri afstöðu til hlýnunar jarðar. Þannig telja sjálfsagt Hannes Hólmsteinn og Bush að ekkert þurfi að endurskoða samspil manns og náttúru. Telja sennilega að Guð hafi skapað auðlindirnar til þess að fullnýta þær á torgi markaðarins. Finnst þó líklegra að skaparinn ætlist til þess að við bregðumst við af ábyrgð, þegar skynfærin segja okkur að við séum að fara út af veginum.

Þórdís, það hlítur að vera erfitt fyrir Bush að hafa hausinn lengur í sandinum, nú þegar landi hans og fyrrum keppinautur er búin að fá Nóbelsverðlaun fyrir elju sína við að kynna þau rök sem benda til hlýnunar af mannavöldum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.12.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband