Málþóf

PlásturVinstri grænir hafa ekki fengið mikla samúð eða stuðning í baráttu fyrir réttinum til málþófs á Alþingi. Finnst allt að því að þetta sé vandræðalegt mál fyrir flokkinn. Þeir hafa ekki náð að útskýra fyrir almenningi afhverju málþóf eigi að vera nauðsynlegur hluti af lýðræðinu. Þeir hafa sett það fram sem rök að um sé að ræða neyðarrétt til  að vekja athygli á mikilvægum málum.

Á tímum netmiðla, sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva og dagblaða er það leikur einn að ná til mikilvægustu skynfæra kjósenda, án þess að tefja fyrir störfum löggjafarsamkomunnar og halda henni í gíslingu klukkutímum saman, ef ekki heilu og hálfu sólarhringana. Nei, það á eftir að sannfæra mig um að þeir séu að berjast þarna fyrir mikilvægu máli.

Því miður fer orka þingmanna VG oftar en ekki í að berjast gegn hinu og þessu án þess að skilgreina eigin framtíðarsýn. Það væri gott að heyra af einhverju öðru mikilvægara í draumum þeirra og þrám en að viðhalda málþófi. Reyndar á Atli Gíslason hrós skilið að leggja fram þá tillögu að kvótakerfið verði afnumið með lögum árið 2010. Ný sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sammála þessu.

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Sammála líka

Garðar Valur Hallfreðsson, 17.12.2007 kl. 14:00

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

verðum við ekki eina lýðræðisríkið í heiminum sem bannar málþóf?

þess verður síðan ekki langt að bíða þar til við verðum ekki lengur lýðræðisríki.

Elías Halldór Ágústsson, 17.12.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Auðvitað á að banna málþóf og þó fyrr hefði verið.  Ég vil reyndar ganga einu skrefi lengra eins og mér sýnist Gunnlaugur B. vilja líka.  En það er að banna eins mála flokk eins og VG.  Eina málið sem VG er með er bara að vera á móti öllu.  Þetta mál er gott dæmi en hérna er VG eini flokkurinn á móti.  Samkvæmur sjálfur sér og alltaf á móti.

Síðan erum við Gunnlaugur væntanlega líka sammála um að banna leiðinlegar ræður á Alþingi.  Það er víst nóg af leiðindum í fjölmiðlum og á Netinu svo varla þurfa þingmenn líka að vera leiðinlegir.  Nei, það á eftir að sannfæra mig um að leiðinlegir þingmenn eigi eitthvað erindi við alþjóð.

Því miður fer orka Gunnlaugs og allra annara en VG í að brjóta niður málfrelsið á Alþingi Íslendinga.  Gunnlaugur er annað hvort forhertur ritskoðari sem vill takmarka það sem fólk segir eða áhugamaður um gagnslausa stjórnarandstöðu sem hefur engin tól eða tæki til að veita stjórninni aðhald. 

Björn Heiðdal, 17.12.2007 kl. 21:22

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Elías og Björn tengja málþóf við máfrelsi og lýðræði. Finnst þeim virkilega að það komi niður á lýðræðinu að einstaklingar geti ekki lengur tekið þingið í gíslingu með málþófi? Er ekki einmitt verið að tryggja framgang lýðræðisins með því að setja þak á ræðutíma?

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.12.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Tek undir þetta. Ég er alsæl með að loksins sé búið að taka á þessu og hefði mátt gera það fyrir langa löngu.  Þegar verið er að tefja að mál fái afgreiðslu með málþófi þá er þingsalurinn alla jafnan galtómur.
Þingmenn geta vissulega fylgst með frá skrifstofum sínum en svona endalaust hjal hefur varla nokkur burði til að hlusta á til lengdar.

Nú sér maður fram á að tíminn á þinginu verði öllu betur nýttur, þingmenn bæði skipuleggi sig betur og að ræður þeirra verði markvissari og innihaldsríkari en nokkru sinni fyrr.
Húrra!

Kolbrún Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 22:18

7 identicon

Sæll Gunnlaugur

Ég er sammála síðasta ræðumanni. Þingmenn fá tækifæri til að nýta tíma sinn betur og setja sig inn í málefnin sem brenna á þjóðinni. Fleiri mál fá afgreiðslu og eins get ég ímyndað mér fleiri þingmenn taki virkan þátt og tali í þinginu. Hef fylgst með ræðuhöldum á breska þinginu á BBC í nokkur ár. Þar eru oft snarpar og safaríkar umræður þrátt fyrir stuttan ræðutíma. Kannski leiðir þessi stytting á ræðutíma til þess að fólk vandi málflutning og tali betri íslensku en hingað til. Sem sagt allt að vinna og óska ég þingmönnum og þjóðinni allri til hamingju með þessi vatnaskil.

Sigrún H (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 23:36

8 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég legg til að bloggheimur lesi þessa grein hér.

Elías Halldór Ágústsson, 18.12.2007 kl. 11:27

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir góða ábendingu Elías. Mitt sjónarmið er að það sé ekki réttlætanlegt að halda þingheimi í gíslingu hálfu og heilu sólarhringana með málþófi. Það snýst ekkÞú vísar á góða grein Þorsteins, en hann fellur þó á eigin bragði. Því hún verður nokkuð yfirborðsleg varðandi þann þátt að alhæfa að þingmenn fái ekki að tala nema fimmtán mínútur í senn. Staðreyndin er sú að það er meginviðmið á ræðutíma. Hinsvegar geta þingflokkar óskað eftir því að fá tvöföldun á ræðutíma um tiltekin mál tvisvar á þingi og geta ávallt sótt um að fá heimild forseta til lengri ræðutíma í þeim tilfellum sem rökstutt er að um mikilvæg mál sé að ræða. Auk þess er nefnt að í fjárlagaumræðu verði rýmri tími. Þetta hljómar skynsamlega og tryggir að allir viti að skynsamlegt vinnulag ríki á Alþingi. Oftast hefur málþófi verið beitt sem hálgerðri hefnd. Biturð þeirra sem beðið hafa lægri hlut í hinu lýðræðislega ferli. En það eru til margar aðrar leiðir en þingpúltið til að finna henni farveg.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.12.2007 kl. 14:00

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

VANTAR ENDI.....það snýst ekki um málfrelsi. ....

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.12.2007 kl. 14:04

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góður punktur félagi

Einar Bragi Bragason., 18.12.2007 kl. 21:25

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Gunnlaugur fellur í þá gryfju að halda að stuttur ræðutími bæti störf Alþingis.  Hvernig?  Væri þá ekki best að halda bara kjafti?  Sennilega væri það bara langbest og líka miklu ódýrara.

Björn Heiðdal, 19.12.2007 kl. 22:01

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Watson og Crick birtu að mig minnir hálfa síðu í tímaritinu Nature þar sem þeir gerðu grein fyrir uppbyggingu erfðaefnisins, DNA og fengu Nóbelsverðlaun fyrir. Þannig að það er ekki alltaf magnið sem telur. Frekar að bjóða upp á einhverjar nýjungar og sköpun.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.12.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband