Mannrækt í Mosó - Dans og jóga

AsanasÁramótin liðin og margir stigu á stokk, strengdu nýársheit. Sum þeirra byggðust á einhverju sjálfsmati til sálar og líkama. Eitthvað sem metið er of eða van. Að vera of þungur, reykja of mikið, þurfa meira þrek og fegurri líkama. En hvernig er í öllu þessum möguleikum hægt að finna leiðir heilsueflingar, sem tengjast fyrst og fremst lífsfyllingu, en byggja ekki á sektarkennd eða óánægju með eigin líkama?

Heilsuefling byggir á því að líta á sál og líkama sem eina heild. Hugsanir og tilfinningar móta ástand líkamans og öfugt. Algengt er að þeir sem að sjá nálina færast sífellt hærra á vigtinni bregðist við með því að setja sér markmið um að hlaupa á hæstu fjöll, fara í tækjasalinn þrisvar í viku. En stundum er hluti lausnar að hægja á sér, sofa betur, draga úr stressi. Gefa sér tíma til að anda djúpt og njóta augnabliksins. Hlaða batteríin og njóta þess að eyða kaloríunum.

Dans3Þannig að áherslan á ekki að vera á líkamsrækt heldur mannrækt þar sem við erum meðvituð um samspil þátta í lífsmynstri. Sá sem að er stresssaður og tilfinningalega kramin sefur ekki vel, er líklegur til þess að sækjast eftir skyndibitafæði og  orkuríkri fæðu, sykri og fitu. Hann er ekki líklegur til þess að hreyfa sig reglulega og gæti freistast til að nota efni, kaffi, nikótín, alkóhól eða lyf til að hafa áhrif á grunntóna tilfinningalífsins.

 

Dans5Mannræktin ATORKA sem boðið hefur upp á ýmiskonar námskeið í Mosfellsbæ síðastliðin ár byggir á slíkri heildarsýn. Lögð er áhersla á heilsueflingu í gegnum dans og jóga námskeið. Allt frá því að bjóða upp á rólegar krefjandi stöðuæfingar, öndun og slökun, ýmiskonar helgarnámskeið í suðrænum dönsum (tangó, salsa, merengue, samba) og síðast en ekki síst þolþjálfun byggða á orkuríkri tónlist (Zumba). Hrista af sér kíló og kaloríur ómeðvitað með ástundun gleðinnar.

Dans6Námskeiðin verða í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og fylgir aðgangur í sund. Til stóð að hefja þar kennslu í haust en vegna tafa á því að World Class flytti í Lækjarhlíð varð ekki af því. Nú eru málin loksins komin á hreint og er það fagnaðarefni. Kennt verður í fallegum sal á annarri hæð yfir móttökunni, en á fyrstu hæðinni er Hjalti "Úrsus" Árnason að setja upp nýjan tækjasal eftir að Toppform hætti þar starfsemi og verður með heilsuræktina Eldingu. Spennandi tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ef ég mæti - skaffar þú þá partner?

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Pörun hefur aldrei verið vandamál, Hrönn. Svo er líka lang skemmtilegast að allir séu með öllum  ! Zumba er hóptími og á öðrum dansnámskeiðum t.d. salsa er hefð fyrir að skipta á partner.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2008 kl. 16:00

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahah þú ert frábær!! En svona án gríns þá hljómar þetta mjög spennandi.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Brattur

... ég hætti að drekka kaffi og léttist um 10 kíló!... þetta er alltaf spurning um lífsstíl, en ekki átök, er það ekki...?

Brattur, 2.1.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Áhugavert Brattur (Gísli) koffínið er örvandi og fljótt á litið gæti maður haldið að það myndi auka brennslu í líkamanum en í reynd leggst það á sveif með öðru sem tengist stressi og ójafnvægi. Tel að djúpur góður svefn sé grennandi, stuðlar jafnvægi og losun æskilegra hormóna. Að innleiða hreyfingu sem kvöð getur verið aukið fitusöfnun til lengri tíma. En hreyfing, ánægjunnar vegna er hluti af góðri líkamsvitund og slökun.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.1.2008 kl. 19:24

6 identicon

Þetta er mjög magnað. Hef reyndar alltaf átt í basli með að halda utan á mér kílóunum. Líklega vegna hins góða andlega jafnvægis og hugarflæðis.
Er búið að setja saman dagskrá?

Sigrún P (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband