Takmörkun á valdi ráðherra

Matsnefnd vegna skipunar héraðsdómara hefur nú skilað frá sér greinargerð. Það er gaman að sjá hversu samstíga rökstuðningur hennar er skrifum mínum hér á blogginu. Sjálfstæði dómstóla er háð því að val ráðherra styðjist við faglegt mat, en ekki tengsl við ráðamenn og stjórnsýsluna. Ef ekki er um lagalega takmörkun út frá þrískiptingu valds, þá er hún siðferðileg. Nú reynir á rétt þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir. Allavega einn þeirra vísar málinu til Umboðsmanns Alþingis.
mbl.is Dómnefnd segist sitja áfram þrátt fyrir óvandaða stjórnsýslu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver bað matsnefnd að raða umsækjendum upp í ákveðna röð. Nefndin var beðin um að meta hvort menn væru hæfir eða óhæfir. Matsnefndin mat Þorstein Davíðsson hæfan til starfans en aðra eitthvað meira hæfa út frá einhverjum forsendum sem enginn samstaða er um. Ef að matsnefnd hefði metið Þorstein hæfastan þá hefði matsnefndin fengið á baukinn en ekki ráðherra. Getur verið að þeir sem eru skildir Davíð Oddsyni eigi enga möguleika í þessu samfélagi. Það er dapurlegt hvað sumir ganga langt í að berja á hæfasta stjórnmálamanni þjóðarinnar og draga ættingja hans inn í þær barsmíðar.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Hagbarður

Skoðaðu reglugerðina Jón sem er ramminn utan um störf nefndarinnar. Þar er skýrt kveðið á um að notuð séu öll stigin í lýsingarorðinu "hæfur" við mat á hæfi umsækjenda. Mér finnst fráleitt af þér að halda að þetta sé aðför að Þorsteini eða hans ættmennum. Held að þetta geti því miður orðið Þorsteini, þeim annars ágætis dreng, frekar til trafla þegar fram líða stundir.

Hagbarður, 10.1.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já Gulli minn! Ég veit ekki hvort svona "faglegt mat" virkar alltaf rétt.  Er ekki bara betra að kjörnir fulltrúar eins og ráðherrar stjórni bara með sýnilegum og greinilegum hætti. Skipi menn í opinberar stöður sjálfir og standi svo eða falli með því. Annars geta þeir alltaf skotið sér undan ábyrgð eins og í þjóðlendumálinu þegar kerfið fór að lifa sjálfstæðu lífi og enginn kjörinn fulltrúi gat tekið af skarið - heldur skýldu sér á bak við embættismenn og dómara sem flestir hafa örugglega verið valdir á grundvelli "faglegs mats" !!!

Þorsteinn Sverrisson, 10.1.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góður punktur Þorsteinn, en líkt og ég rek hér fyrir neðan og nefndin gerir athugasemdir við að það að ráða dómara er annars eðlis en að velja aðra embættismenn þ.s. réturinn á að hafa fullkomið sjálfstæði frá stjórnvöldum. Kv. G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.1.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband