Réttindi sótt og fengin

Það er merkilegt til þess að hugsa að margar þær breytingar sem orðið hafa til bóta hér á landi á sviði réttinda almennings hafa komið frá erlendum stofnunum og samningum. Þannig hafa ýmsar umbætur sem tryggja aðkomu almennings að skipulagsmálum komið í gegnum löggjöf og reglur sem innleiddar eru á evrópska efnahagssvæðinu. Nú kemur þetta frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Loksins staðfestir einhver þá tilfinningu almennings að takmörkun aðgangs og úthlutun til sérvaldra einstklinga var óréttlát. Það hefur ekkert með vernd fiskistofnana að gera, heldur er hér eingöngu verið að tala um þann þátt að meina einum en leyfa öðrum, að hafa frían aðgang að sameiginlegri auðlind.

Nokkrir landeigendur í Austur-Skaftafellssýslu bíða nú afgreiðslu Mannrétindadómstóls Evrópu varðandi þann úrskurð Hæstaréttar að þinglýstir hlutar jarða hafi verið dæmdar eign ríkisins. Eitt þessara mála er úrskurður í máli Stafafells í Lóni þar sem stór hluti lands sem ríkið seldi 1912, er tekinn aftur endurgjaldslaust undir ríkiseign. Helstu röksemdir eru þær að þrátt fyrir fleiri hundruð ára eignarsögu að þá sé "óljóst um landnám". Krafa er gerð fyrir dómi að landeigendur geti sannað ferðir með kvígur og elda fyrir rúmum þúsund árum. Hæstirétturinn er með Landnámu sem sitt meginviðmið varðandi stórjarðir á Íslandi, sem að allir sérfræðingar í því fornriti telja hæpna heimild.

Með þessum úrskurði myndast sterkar forsendur um endurskoðun kvótakerfisins og vonandi fáum við fljótlega niðurstöðu frá Strassburg sem knýr á um endurskoðun á forsendum úrskurða við ákvörðun þjóðlendna eða ríkislendna, sem er í sumu tilfellum hrein og klár eignarupptaka ríkisins. Þetta eru ólík mál en eiga það sameiginlegt að margt bendir til þess að þau stangist á við alþjóðleg viðmið varðandi mannréttindi.


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki er annað sjáanlegt á þessu ályti mannrétindanefndar Sameinuðu Þjóðanna en að þetta ályt fjalli um það að tveir tilteknir sjómenn sem hafi haft sjómennsku að ævistarfi hafi ekki fengið að gerast útgerðarmenn,hafi verið sviptir veiðirétti.Þetta er sett upp sem brot á sjómönnum sem hafi verið sviptir því ævistarfi sem þeir stunduðu þótt mennirnir hafi í raun verið orðnir útgerðarmenn.Þetta ályt segir ekkert um rétt alls almennings að fara til veiða og kaupa sér togara.Þetta er ekki fyrsta ályt sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér. Hún sendi frá sér fyrir nokkrum árum ályt varðandi Nýja Sjáland.Þar höfðu frumbyggjar verið sviptir veiðirétti og urðu stjórnvöld að borga skaðabætur.Ný Sjálendingar eru með svipað kvótakerfi og íslendingar.Þeir breyttu því ekki.Ef íslenska ríkið myndi svipta þá, sem hafa veiðiréttinn í dag þeim rétti færi, færi sá gerningur beint til Mannréttindanefndarinnar og er vart hægt að sjá fram á annað en ríkið þyrfti að borga skaðabætur miðað við fyrri úrskurði.En þetta er aðeins ályt nefndarinnar ekki dómur.Aftur á móti er það sem kemur frá Evrópuráðinu í Strassburg, dómur sem íslendingar verða að hlýta eða verða reknir úr ráðinu.Ekki er annað vitað en að þessu tiltekna máli sem fór til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hafi verið hafnað af Mannrétindadómstólnum í Strassburg.

Sigurgeir Jónsson, 11.1.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er mikill álitshnekkir fyrir íslenska dómstóla og ekki í fyrsta sinn.  Tilhneiging þeirra til að draga taum ríkisins á kostnað einstaklinga í gegn um tíðina er mjög alvarleg. En það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða þegar Mannréttindadómstóllinn stingur þessum þjóðlendudómum inn um afturendann á Hæstarétti.

Þorsteinn Sverrisson, 12.1.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband