19.1.2008 | 19:40
Gildi mannúðar
Það að bjarga Bobby Fischer frá því að enda ævidagana í japönsku eða bandarísku fangelsi er helsta tákn þess hvers við erum megnug í mannúðarmálum. Það hversu smá þjóð getur metið og brugðist við með sneggri hætti en aðrar þjóðir. Þar á Davíð Oddsson hrós skilið fyrir sinn hlut. Annað helsta dæmið um slíkt sjálfstæði í utanríkismálum var í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna.
Nú eru líkur á að Fischer verði jarðaður á Íslandi. Mikil er skömm hins bandaríska herveldis í meðhöndlun sinni á einmana veikgeðja persónu, sem var þó einn þeirra helsti snillingur. Ef honum verður fylgt til grafar hér á landi á það að vera á þessum sömu fögru forsendum mannúðar sem að hann kom til landsins. Það á ekki að vera á forsendum persónudýrkunar eða að setja hann á stall. Þingvellir skipta ekki máli í þessu samhengi.
Fischer hvíli í íslenskri mold | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Athugasemdir
Hroki,mér finnst þetta þvílíkur hroki að vilja að hann sér jarðsettur á þingvöllum og að það sé reyst stytta af þeim félögum boris og bobby einhverstaðar í laugardal samhvæmt því sem Guðmundur óskar eftir, en hvenar kemur stytta af Jóni páli í laugardal ??
Var hann ekki sannur islendingur sem við islendingar ættum að upphefja, jú hann var ekki að skafa að því að auglýsa ísland og þjóð, "im a icelandi viking "
Ég fékk velgjuna þegar ég sá Vísa þjófinn og Sæma rokk ( fokk) upphefja þennan " yndislega " einstakling ,því lík slepja.
Ef að það kemur stytta af þessum bandaríkja manni á undan Jóni páli
þá afsala ég mér því að ég sé islendingur,og sæki um grænlenskan ríkisborgara rétt.
Vilhjálmur p Bjarnason (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 21:38
Ég hef fulla samúð með þessum látna manni og megi guð bless hann.
jARÐA Í ÞJÓÐARGRÖF!!!!
ER ALLT Í LAGI MEÐ FÓLK??
Valur M. Gunn (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 04:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.