Loksins, loksins!

SunnudagurÞað eru orðnir mánuðir síðan maður hefur á sunnudagsmorgni litið út um gluggann og fær þessa hríslandi tilfinningu um leið og stírurnar eru nuddaðar úr augunum - "Yesss, þetta verður fallegur dagur". Mikil tilbreyting af snjónum eftir einhverja mestu vætutíð sem gengið hefur yfir landið. Blái himininn og stillan koma svo til að fullkomna sköpunarverkið.

Tók þessa mynd í morgun út um gluggann þar semSunnudagskvöld sólargeislarnir voru búnir að lýsa upp Úlfarsfellið. Verið að fara með eldri gaurinn í Bláfjöll og síðan bregður maður sér á hestbak. Þetta virðist rétti dagurinn til útiveru.

---------------------------------------

Komið að kveldi og allir orðnir rjóðir í kinnum. Ljómi tekur framförum í töltinu. Keypti á hann svonefndar amerískar stangir og virðast þær henta honum vel. Þá myndast vogarafl sem lætur hann safna sér betur saman. Kröftugur karl sem að er gaman að sjá bæta sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já takk snjó og stillur, ekki rok og rigningu. mbk. Hólmdís

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2008 kl. 12:03

2 identicon

´´yessss þetta verður fallegur dagur,þarf þetta ´´yessssss,að vera þarna.?

jensen (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:18

3 identicon

Ha vinnur maðurinn við kennslu.????????

jensen (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jaaaáááá ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.1.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband