Ástarsćla

Fríđa1

Eignađist fyrir um tíu árum meri sem hét Ást og var frá Hemlu. Setti hana í folaldseign undir álóttu og vindóttu stóđhestana mína ţá Hrímir frá Stafafelli og Lokk frá Gullberastöđum. Undan Ást komu snotur trippi. Set hér inn mynd af Fríđu frá Stafafelli sem er falleg bleikálótt meri. Hún hefur veriđ í eigu Maríettu á Höskuldsstöđum í Breiđdal og er á leiđ til Sviss í haust til systurdóttur hennar, sem er ein fćrasta hestakonan ţar í landi. Ţannig ađ trúlega á Fríđa eftir ađ vinna lönd.

ÁstSlćla2

Á síđan Sćlu frá Stafafelli undan Ást, sem ađ er vindótt og móálótt meri á fjórđa vetri. Hún gekk í tvö ár undir merinni og voru ţćr mćđgur orđnar jafnstórar eftir ţá mjólkurgjöf. Nú er Sćla ađ verđa búin međ skólagöngu í mánuđ. Hún er spennandi hlekkur í vindóttu rćktinni minni. Fríđa og Sćla eru báđar međ sérstakt geđslag. Ţćr hafa veriđ forvitnar og sótt í félagsskap viđ manninn frá upphafi. Ţćr eru mjög taugasterkar og međ góđan vilja.

Sćla6


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta eru glćsileg hross Gulli. Ég á eina rauđvindótta ţyrfti ađ fá ađ koma henni undir fola hjá ţér.

kv.

Óli Bj

Ólafur Björnsson (IP-tala skráđ) 10.3.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gullfalleg hryssa. En ég er ađ velta vöngum yfir litnum. Hefur ţađ veriđ úrskurđađ ađ ţetta sé bleikálótt? Miđađ viđ ţađ sem myndin sýnir er hryssan einfaldlaga fífilbleik.

Árni Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Óli ég á stóđhestsefni Topp frá Stafafelli sem ég vonast til ađ sé arfhreinn vindóttur. Ţannig ađ möguleiki er ađ tefla honum á móti rauđvindu ţinni.

Árni ţetta er góđ athugasemd. En ţađ sést nefninlega dekkri áll (rauđur) eftir baki, dekkri fćtur og haus. Ţannig ađ hún hefur álótta geniđ í sér ţó ţađ sé í rauđum lit en ekki brúnum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.3.2008 kl. 08:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband