Lífrænn áburður

 Lífrænn áburður

Góður búmaður hagræðir og leitar tækifæra. Talað er um það sem eitthvað lögmál að matvælaverð hækki um tugi prósenta á næstu vikum. Þar er talin gengisfelling upp á 30% frá áramótum og fyrirsjáanleg hækkun um hátt í 100% á innfluttum áburði. En eðlilegt er að innflytjendur og framleiðendur sýni aðhald, þannig að slíkar verðbreytingar velti ekki af fullum þunga á heimilin í landinu.

Mikið er af ónotuðum túnum í sveitum, þar sem búskapur hefur dregist saman og bæir farið í eyði. Yfirleitt er auðsótt að fá þessi tún til notkunar því eigendur vilja ekki að þau fari í órækt. Notkun tilbúins áburðar beinist einkum að því að hámarka grassprettu. Ná miklu magni af hverjum hektara. Lífrænn áburður hefur þann ókost að næringarefnin eru lengur að síast úr honum í jarðveginn. 

Mikið magn fellur til af lífrænum úrgangi í landinu bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Á bæjum eru víða til rúllur af heyi sem að er orðið of gamalt til að nýta og að sjálfsögðu húsdýraáburður. Mikið fellur til af lífrænum efnum í sláturhúsum og frystihúsum. Hugsanlegt er að einhverju af þessu megi breyta í form sem að hentar til dreifingar á tún.

Lífrænn áburðar er hægvirkari þar sem næringarefnin losna í réttu hlutfalli við virkni örvera sem eru að brjóta niður hin lífrænu efni. En lífrænn áburður hefur ýmsa kosti umfram tilbúin. Lífrænn áburður bætir jarðvæginn og geri hann ríkari af næringarefnum, sem að skilar sér í aukinni þéttni næringarefna í grasinu og afurðunum.

Vatn binst betur í jarðvegi ef notaður er lífrænn áburður og er því aðgengilegt plöntunni lengur (minni líkur á ofþornun) og minna af næringarefnum skolast burt með rigningarvatni. Lífræn efni bæta virkni rótarsveppa sem stuðlar að betri upptöku næringarefna. Einnig er meiri virkni bakterí og maðka sem bæta jarðveginn.

Nóg er til af túnum og þó sprettan á hektara væri ekki jafn mikil, þá fást næg hey til og hollari vara. Sennilega gæti aukin notkun lífræns áburðar einkum átt við í sauðfjárbúskap og kjötframleiðslu, þar sem að mjólkurframleiðsla byggir trúlega á kraftmiklu heyi. En þegar horft er til bættrar næringar, þá gæti aukin notkun lífræns áburðar einnig átt við um mjólkina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Sæll Gunnlaugur. Allir bændur (amk þeir sem ég þekki)nota allan þann lífærna áburð (skít) sem fellur til á bæjunum til þess að bera á sín tún. Auðvitað væri best að það þyrfti ekki að nota tilbúinn áburð líka en skíturinn inniheldur bara ekki nóg af nauðsynlegum efnum.  Uppskeran yrði líka heldur lítil af túnunum ef skíturinn væri það eina sem borið væri á túnin.   

Þó er líklegra eins og þú nefnir að í sauðfjárrækt verði notkun á tilbúnum áburði mun minni á næstu árum heldur en verið hefur, vegna þess að búgreinin ræður verr við þessar svakalegu hækkanir á áburðarverði sem riðrið hafa yfir að undanförnu. Sauðfjárbændur hafa tæplega efni á áburðinum eins og er.

Skákfélagið Goðinn, 25.3.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er nú þannig að í rúllunum helst betur kraftur heyfengs en þegar var heyjað laust eða í bagga. Hlýrri sumur og mildari vor undanfarin ár eru líka að stuðla að lengri vaxtartíma sem auka áhrifatíma lífræna áburðarins.

Ég held að það sé full ástæða til að leita allra leiða til að hámarka notkun lífræns áburðar. Þetta er að einhverju leyti spurning um vana. Að dreifa tilbúnum áburði er þægilegasti mátinn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: HP Foss

Nú er ég sammála þér Gunnlaugur,  húsdýraáburður hefur ekki veriðjafn verðmætur í mörg ár eins og hann er nú. Í nútíma fjárhúsum er um fátt annað að ræða en hreinsa undan grindum taðið og því fer það beint á tún eða til uppgræðslu mela. Þá eru enn til fjárhús með taðgólfum, skáninni gjarnan ekið í haug og þar vill hann oft enda.

Gallar húsdýraáburðar eru fleiri,  hætta er á að heyið verði ekki eins lystugt fyrir skepnuna,  hún sneiðir hjá fóðri af slíkum túnum ef hún hefur valið. Skepnan sneiðir einnig hjá þessum túnum í beit.

Einnig hefur arfi gert mönnum lífið leitt á túnum sem borið eru húsdýraáburði, þó skaðinn sé minni í rúllubúskapnum en þurrheyinu.

Ekki líst mér á hugmyndina um dreyfingu sláturúrgangs á tún, þar sem það gefur okkur aukna hættu á sjúkdómum, þetta hefru verið rætt og  í flestum tilfellum fallið frá þeim hugmyndum af þessum sökum.

Svo er það nú eitt að olían á vélarnar kostar líka heilmikið , þannig að stærri tún og minna hey þýðir fleiri krónur á vern hestburð.

En sammála með verðmæti búfjáráburðar, þótt hann sé ekki gallalaus.

Ps. Kraftur heyfengs þarf ekki endilega að endast betur í rúllunum, þar er bara meira af næringarefnum sem skila sér í rúlluna í upphafi en í þurrheyið. Rúlluhey verður mjög dauft á 3ja vetri.

Kveðja-Helgi

HP Foss, 26.3.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ljómandi pistil Gunnlaugur. Ofnotkun á tilbúnum áburði er vandamál og auðvitað á að nýta lífrænan úrgang sem áburð í mun meira mæli. Lífræn ræktun er það sem koma skal, hollara fyrir okkur og betra fyrir náttúruna. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.3.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband