Góður þáttur

Utanríkisráðherra var gestur Hjálmars Sveinssonar í útvarpsþættinum Krossgötur í dag. Hún á hrós skilið fyrir að opna umræður um utanríkismál og útskýra möguleika okkar í stefnumótun. Hreinsa burt hinn dularfulla blæ sem sveipaði þennan málaflokk í kaldastríðinu og þegar stefna okkar var að mestu mótuð í Washington. Ljóst er að sjálfstæði okkar sem þjóðar hefur aukist með því að landið hefur nú eigin stefnu í varnarmálum. Virkni okkar og hugmyndavinna innan NATÓ og ESB getur gefið undirstöður fyrir frumkvæði og sjálfstæða stefnu innan hins alþjóðlega samstarfs. Þar eru ólíkar áherslur og okkar rödd þarf að vera þar og hafa vægi. Ingibjörg Sólrún var í þessum þætti sterkur fulltrúi þess sem hún sjálf hefur nefnt umræðustjórnmál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband