11.4.2008 | 23:46
Helgarlagið Ishq Kameena
Indversk kvikmyndagerð er stundum kennd við Bollywood, enda sumar kvikmyndir þeirra með svipuðum glamúr og í vestrinu. Hef stundum hrifist af lögum með orkumiklum og óreiðukenndu yfirbragði. Rakst á lagið Ishq Kameena fyrir fimm árum síðan og tók ég stundum orku og gleðidans með syni mínum og vinum hans. Í Furubyggðinni þar sem við bjuggum þá var mikið pláss í stofu og holi. Þar var slett úr klaufunum undir þessu lagi með hátt í tíu gaurum úr hverfinu.
Prófaði svo að leita upplýsinga um lagið og þá kom í ljós að það var úr kvikmyndinni Shakti; The Power. Þetta lag er sagt vera sett sérstaklega inn til þess að "sykra" myndina, þar dansar einn þekktasti Bollywood leikarinn, hjartaknúsarinn Shah Rukh fremst í hópi karla á móti hinni glæsilegu Karisma Kapoor. Ef við slökum á okkar eigin viðmiðum hvað sé menning og setjum okkur í Bollywood stellingar nokkrar mínútur, þá má hafa gaman af flottum dansi og krafti tónlistarinnar. Tímamótaverk!?
Athugasemdir
Veit ekki með tímamótin - en allavega mikill kraftur og flottur dans. Svolítið eins og þeirrar menningar tangó.............
Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 14:38
Sæll Gunnlaugur
Það er nú rétt hjá þér að þetta er úr myndinni Shakhti: The Power en stúlkan sem Shah Rukh Khan dansar á móti þarna er Aishwarya Rai en ekki Karisma Kapoor. Ég er alveg ferlega ánægð að þú hefur gaman af þessu, enda er ég forfallin Bollywood fíkill og hérna er brot úr einni af minni uppháldsmynd, þar sem einmitt Shah Rukh Khan er í aðalhlutverki ásamt frægustu mótleikkonu sinni Kajol.
http://www.youtube.com/watch?v=vrNrHiJoYVA&feature=related
Úr myndinni Kabhi kushi kabhi gham!
Kveðja
Elín
Lady Elín, 12.4.2008 kl. 16:15
Hrönn, þetta er akkúrat þeirra kúltúr, hálfgerður magadans. Hugsaði til þín í gær.
Elín, ég hef ekki séð myndina sjálfa en datt niður á þetta lag fyrir nokkrum árum og fansst það skemmtilega furðulegt. Ég ályktaði þarna Shah væri að dansa á móti Karisma Kapoor sem er aðalleikkona myndarinnar.
En takk kærlega fyrir leiðréttinguna. Rétt skal vera rétt. Sérstaklega þegar verið er að fjalla um hugsanleg tímamótaverk. Þinn linkur er ekki síður áhugaverður. Flottur dans þar. mbk G.
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.4.2008 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.