Vorið kemur á morgun

Haft er eftir Árna Sigurðssyni veðurfræðingi og nágranna mínum í blaði nú um helgina að vorið komi með hlýrri suðrænum vindum á þriðjudag, sem sagt á morgun. Hann er fjalltraustur maður þannig að við getum farið að gera okkur klár fyrir betri tíð með blóm í haga. Er reyndar ekki viss um að hann hafi verið að lofa sumri heldur vísaði hann til þess að þessi hlýji loftmassi séu fyrstu merki um að vorið sé að koma. Blaðamaðurinn rúnnar síðan aðeins frásögnina og fréttin verður "Vorið kemur á þriðjudag".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Sigfús

Varstu að moka snjó í morgun? Hinir fjöðruðu vorboðar berast auðvitað með hinum hlýju suðlægu vindum fyrst að suðausturströndinni. Nú þarf bara að vera með talningargræjurnar klárar á morgun. Mbk,  G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það eru þá hæg heimatökin hjá þér að hnýta aðeins í hann nágranna þinn ef ég þarf að moka aftur í fyrramálið..............?

Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband