Fallegur hægri piltur

Silvio&VeronicaAuðvitað er Berlusconi endurkjörinn út á fegurðina eina og ætlar að taka nokkrar sætar hægri stelpur með sér í ríkisstjórn. Ítölsk pólitík er engu lík. Veit ekki hvaða málefni Berlusconi stendur fyrir, önnur en þau að halda stöðu sinni og ríkidæmi.

Myndin er af Silvíó og konu hans Veróniku eftir að hún hafði krafist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum við aðrar konur. Meðal annars "ef ég væri ekki giftur myndi ég giftast þér samstundis" og "með þér færi ég hvert sem er".

Nýlega ráðlagði hann konu með fjárhagsáhyggjur að gisftast syni sínum. Síðan toppaði hann eigin yfirlýsingar í síðustu viku með því að flokka konur til hægri og vinstri með tilliti til fegurðar. En nú er hann byrjaður að finna til ábyrgðar.


mbl.is „Finn til ábyrgðar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Berlúskóní hefur fyrst og fremst komist áfram sem gríðarlegur auðmaður og stjórnmálamaður með óljósa stefnu. Hann hefur enga framúrskarandi eiginleika eða stefnuskrá framyfir aðra ítalska stjórnmálamenn. Hann er sagður spila á lýðskrum og þjóðernisrembing sem Ítalir ættu að vita af biturri reynslu að er greið leið til glötunar. „Brauð og leikar fyrir lýðinn“ voru frumþarfir hins forna rómverksa lýðræðis. Hefur nokkuð breyst í huga þessa varhugaverða stjórnmálamanns?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Guðjón

Finnst það sérstakt að hann njóti svona mikilla vinsælda miðað við þá "steypu" sem að hann er helst þekktur fyrir. Það er eitthvað í fari hans sem skrumskælir heilsusamlegt lýðræði. Ef til vill er stutt í Mussolini í þjóðarsálinni.  Mbk,  G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband