Frjósemisdansar í Mosó

Amma sagði eitt sinn við mig þegar ég var strákur, að ekkert væri fegurra en kvenlíkaminn. Þá var Bjarni Fel að lýsa listdansi á skautum. Man að ég varð hugsi. Fannst það vera skrítið að hún tiltæki sérstaklega líkama kvenna, en ekki karla, þegar hún hugsaði um fegurð.  Hún væri jú kona. En sennilega er hægt að tengja mýkt, dulúð og hinn seiðandi kraft einvörðungu við hin líkamlegu form kvenna. Það er engin synd að viðurkenna þessa staðreynd. Það má dást að slíkri fegurð jafnt og annarri fegurð.

Hef verið með hesta í Mosfellsbæ í 15 ár en hef aldrei verið boðaður á karlakvöld hestamannafélagsins Harðar. Sennilega er ég of mikil kerling! En félagar mínir þarna eru búnir að kynda elda kröftugrar umræðu um nektardans sem að er fastur liður að hafa sem lokaatriði. Þeir eru gerðir ábyrgir fyrir mansali og kúgun kvenna, ásamt því að vera sakaðir um að breytast þarna einu sinni á ári úr virðulegum fjölskyldufeðrum í slefandi klámhunda.

Sú ímynd hangir við hestamenn að geta gengið glannalega um gleðinnar dyr. Hestar, konur og vín. En ef til vill snýst þetta mál um tvennt. 1) Var dansinn ætlaður til að vekja kynóra þannig að hægt sé að líta á að farið hafi verið út fyrir siðferðileg viðmið? 2) Var einhver þvingaður til að gera eitthvað sem að hann vildi ekki? Hefur einhver karl sem var þarna eða dansarinn móral. Að þeir hafi gert eitthvað siðferðilega rangt. Það er besta mælistikan.

Í Mosfellsbæ liggja mörg tækifæri og ef til vill er hægt að gera skrautlegar hestasýningar þar sem vaskir riddarar ná fram sínum besta góðgangi í hringnum undir seiðandi dansi fagurra meyja. Það er ekki hægt að líta framhjá því að dans með áherslu á kvenleika er hluti af menningu flestra þjóða. Við þurfum að geta haft slíkt í okkar kúltúr án þess að tengja það sektarkennd eða skömm. Fáum samba drottningar og magadansmeyjar til samstarfs um að gera næsta stórmót Harðar sem líflegast. 


mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Á ekki hver einstaklingur að viðurkenna rétt annarra til frjálsrar hugsunar og tjáningar. Við höfum frelsi til að kjósa okkar eigin lífsstíl.

Það er ekki skyldumæting á þessar samkomur eða hvað.

Hér er lýðræði og ráðum við þá ekki hvað við gerum svo lengi sem við ekki sköðum aðra ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.4.2008 kl. 20:18

2 identicon

Og þú leiðir mannrækt? Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama? Og síðast en ekki síst eflir frelsi, jafnrétti og kærleika?

Ertu að grínast? Ef að þú heldur að þessi dans sé einhver listræn tjáning kvenlíkamans þá átt þú laaaangt í land með að skilja þetta. Að kaupa sér konu til að glennast og liðast um í göllum frá erótíkverslunum landsins, þar sem hún á að fara úr fötunum og "strippa" fyrir karlmenn er ekki list. Það er strippdans. Því buðu þessir ágætu og alsaklausu kvenlíkamaunendur ekki konum og börnum með til að njóta? Að reyna að fela þessa "hefð" sem er ekkert annað en kynbundin staðalímynd sem einhverskonar saklausa listadýrkun er sorgleg tilraun karlrembu til að viðhalda status quo.

Linda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðrún ég er innilega sammála þér. 

Linda eins og kemur fram, að þá var ég ekki þarna og hef ekki umboð til að dæma. En þú ert greinilega með nægar heimildir til þess. Það er gott að vera sannfærður um hvað er rétt og hvað er rangt. Eftir sem áður eru þættir í samskiptum kynjanna sem að seint verður breytt.

Ef að karlarnir hafa farið þarna til að fá einhverja kynferðislega örvun og verið að pukrast með það á bak við maka, þá er það sjálfsagt ekki gott. En ef að þetta var dans líkt og í vídeóinu (án fata) í lok dagskrár þá finnst mér að margt geti verið hættulegra.

Nærum aðdáun okkar á fegurðinni, án girndar, án sektarkenndar og dómhörku.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

mikið er ég sammála þér félagi eins og reyndar svo oft (allt nema esb liklega) - okkur hættir til að ganga fulllangt í dómum og þó betra væri að vera laus við strípiklúbba eru takmörk fyrir því hvað það má skamma þessa hestamenn mikið!

Bjarni Harðarson, 16.4.2008 kl. 00:47

5 identicon

Nú verð ég að taka undir með Frú Konstantín:

Karlar sumir klúðra vel
aðrir klúrheit vilja.
Mosfellsbæjarmannaþel
mig brestur vit að skilja.

Kristín Páls (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: HP Foss

Ég hef nú aldrei skilið hvað menn fá út úr því að horfa á svona strippara, tel þetta nú til einhverskonar perraháttar, í þessu tilfelli í besta falli lélegan brandara. Að hópur manna standi og glápi á stelpuskott klæða sig úr fötunum, finnst mér afskaplega eitthvað úrkynjað.
En það er nú bara mín skoðun.

Kv- Helgi Páls

HP Foss, 16.4.2008 kl. 14:19

7 identicon

Stripp og dans er ekki það sama. Subb & perraháttur vs. list

Gerður (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:05

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nú veit ég ekkert um hugarástand þessara sveitunga minna og hvort að það einkenntist af perralegheitum. Finnst satt best að segja að þeir séu að pukrast og það er ekki gott. Þeir eiga að vera menn til að verja gjörðir sínar. Það hlutverk ætla ég ekki að taka af þeim.

Punkturinn hjá mér var að benda á að kyntengd tjáning eins og t.d. í dansi má ekki verða lokuð inni af einhverjum sjálfskipuðum menningarvitum. Leyfist mér að segja femínistum sem ætla sér að ákvarða allan kvóta í þessum málum til sjós og lands. Oftar en ekki án þess að efast augnablik um rétt sinn til að dæma og segja fólki hvað er rétt og rangt.

Í reynd eru hommar eini hópurinn sem leyft er að hafa kyntengda tjáningu á opinberum vettvangi. Ég fór að hugsa um það í fyrra þar sem ég var staddur niður í bæ þegar skrúðganga Gay pride var.

Norrænar þjóðir eru búnir að setja gagnkynhneigt fólk á svo þröngan bás rökhugsunar og ofurskynsemi. Hleypum afslöppuðu karnivali og frjósemisstemmingu inn í kúltúrinn. Látum superegóið ekki verða það stórt að við förum á taugum ef eitthvað kyntengt er í gangi.

En vissulega höfum slíka tjáningu hreina, heilbrigða og heiðarlega 

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.4.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband