Byggingarmat

Fékk í morgun Kristinn Hugason fyrrverandi hrossarćktarráđunaut til ađ koma og vera međ forskođun á byggingu kynbótahrossa. Ţó hann sé ekki allra í hrossarćktinni ţá er hann mjög góđur í ţessu, skemmtilegur og gefur raunsćtt mat. Ég mćtti međ tvö trippi merina Sćlu frá Stafafelli og stóđhestsefniđ Topp frá Stafafelli. Ţau tilheyra bćđi vindóttu rćktinni minni. Merin móálótt og hesturinn bleikálóttur. Hafa bćđi "sebra" ţverrákir á fótum.

Merin fékk 8 fyrir höfuđ, 8 fyrir háls, 7,5 fyrir bak, 8 fyrir samrćmi, 8 fyrir fótagerđ, 7,5 fyrir réttleika, 8,5 fyrir hófa og 7 fyrir prúđleika. Ţetta gerir um 8 í heildareinkunn. Margt er enn óljóst međ hestinn enda er hann bara ţriggja vetra. Hann mćtti vera stćrri og bolléttari. En hver veit nema ađ hann taki vaxtarkipp núna ţegar grćna grasiđ er komiđ í haga. Hann var hjá 12 merum ađ Svínhóli í Dalasýslu síđastliđiđ sumar.

Íslenskir hestalitir eru einstakir ađ fjölbreytileika og er rétt ađ minnast starfs Friđţjófs Ţorkelssonar í ađ taka myndir fyrir plaköt međ hestalitum og skrifa um litaafbrigđi. Hann lést nýlega. Mig langar ađ gera eina Mendelska tilraun síđsumars. Hún vćri fólgin í ţví ađ fá nokkrar brúnar merar í hólf til Lokks. En brúnt er í raun ađ tjá engan lit nema grunnlitinn. Ef stóđhesturinn er arfhreinn ţá ćttu öll folöldin ađ vera vindótt undan brúnum merum. Ef ég skil erfđirnar rétt.  

ToppurV08SćlaV08


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband