14.5.2008 | 00:12
Nýtt í spilunum
Það er ný staða að það sé rætt sem raunhæfur möguleiki að Samfylkingin gæti myndað meirihluta í Reykjavík. Þó enn sé langt í kosningar þá verður það að teljast útilokað miðað við allt það klúður, sundurlyndi og óheilindi sem einkennt hefur Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík að hann nái meirihluta í borginni í næstu kosningum.
Það þarf mikið að gerast til þess að Vinstri grænir og Samfylking sigli ekki góðum byr í næstu kosningum. Þar ríkir sá skilningur að þessir tveir flokkar séu samherjar í pólitík undir merkjum jöfnuðar og réttlætis. Þannig er það áhugavert til lengri tíma litið að það verði föst venja að vinstri flokkarnir gangi til samstarfs, líkt og hefur tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Þó sitthvor flokkurinn noti ólík krydd við matreiðsluna.
Niðurstöður könnunarinnar er sterk traustsyfirlýsing til Dags B. Eggertssonar. Á sama tíma er hún vantraust á klækjastjórnmál Sjálfstæðisflokksins og sýnir það mat kjósenda að engin þörf sé fyrir eins manns flokka sem selja sig hæstbjóðenda.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Athugasemdir
ÞEtta verður nú ekki en samt eigum við Íhaldsmenn skilið að vera slegnir nett á trýnið.
Mínir menn eru svo skelfilega ósamstæðir í sinni framsetningu.
En svo er einnig með Kvartetinn, menn eru að grínast með, að næst verði að bjóða fram Kvintett.
Hlakka til, að Íahldið haldið prófkjör fyrir næstu kosningar
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 14.5.2008 kl. 12:05
Sundurlyndiskenningin á vinstri væng sem Íhald hefur notað gegnum árin er ekki lengur til staðar. Valda stjórnmál í stíl Davíðs Oddssonar er liðinn tími. Sem betur fer. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná meirihluta í næstu kosningum. Hann þarf að semja og það er ekki hans sterka hlið.
Þarf nokkuð prófkjör verður ekki bara sexdettinn sendur fram syngjandi sitt hvert lagið?
Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.5.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.