Sóldýrkendur bænheyrðir

Fjöldi ferðamanna var farinn að örvænta um ferðir sínar til sólarstrandar, þegar við komum hér til Mallorca seinnihluta dags í gær. Seinasta vika hefur einkennst af rigningu. Daman í móttökunni sagði að við skyldum öll biðja fyrir sólarkomunni að morgni. Eftir gott flug og góðan nætursvefn, þá blasti bláhiminn við með hlýindum og frískandi golu.

Ekki spillir fyrir að við innganginn hér blakta fánar Svíþjóðar og Evrópusambandsins. Minnir okkur á samvinnu meðal norrænna þjóða og þjóða í áfunni allri.

                                             Bestu kveðjur úr suðrænni sól  -  G

 

PS  Ég hafði áform um að fara á öll fjöll hér, finna reiðhjólaleigur o.fl. En nú ætla ég bara að vera latur og fara daglega í nudd. Svo verð ég að bæta úr þessu með bændabrúnkuna (allt hvítt nema andlit og hendur). Get auðvitað fengið brúnkukrem hjá unglingnum.

Mallorca StröndMallorca Hjólvagn

Mallorca ÍsbarinnMallorca Nudd2 Gulli

Mallorca Bræður DómkirkjaMallorca Hestvagn3

Mallorca Dómkirkja InniMallorca Gamli sorrý brúni

Mallorca Silfurdís og ChaplinMallorca Trúður Magnús

Mallorca LangflottastiMallorca Magnús í bardaga

Mallorca VeitingarMallorca Bræður í Deja

Mallorca Hús í DejaMallorca Sauðir Vesturströnd

Mallorca Skógrækt í SollerMallorca Magnús í Soller

Mallorca Helga AgrotourismeMallorca Helga Magnús Undraskógur

Mallorca Áveitur MáraMallorca Þak

Mallorca Drekahellar1Mallorca Drekahellar2

Mallorca Night FeverMallorca On Stage

Mallorca Viva GarðurMallorca Viva Kyrrðarsvæði

Mallorca Na BurguesaMallorca NA Chief Waiters

Mallorca NA Endir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jæja þá verður rólegt í Kvosinni!

Hér er varla hægt að þverfóta fyrir sól og jarðskjálftum á Suðurlandi, aldeilis fjör!

Gangi þér allt í haginn Gunnlaugur Kvosartunga!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

njóttu

Hólmdís Hjartardóttir, 31.5.2008 kl. 02:42

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sonur minn, unglingurinn, spurði hvort þetta væri jákvæð eða neikvæð athugasemd frá þér Guðjón. Ég sagðist ekki í efa um að hún væri jákvæð, en þú værir reyndar í partýi þar sem til siðs væri að vera svolítið "grumpy" og í litlu flæði. Gangi þér allt hið besta sömuleiðis.

Takk Hólmdís fyrir gott ráð. Eftir tvo góða sólardaga er komin mildur úði úr lofti og er það bara kærkomið að fá smá ðásu á sólina. Gert er ráð fyrir að hún komi fljótlega aftur. Ætlum til höfuðborgarinnar Palma í dag. Hef áhyggjur af því að þessar frábæru kínversku nuddkonur sem rukka 1000 krónur fyrir um hálftíma nudd verði ekki á ströndinni í dag. Planið um nudd á hverjum degi er e.t.v. farið með regnvatninu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 31.5.2008 kl. 07:14

4 identicon

Já nu verður hávært í kvosinni!!

gaman af þessu! varla hægt að þverfóta fyrir sól og jarðskjálftanum á suðurlandinu góða. Gangi þér allt í haginn Gunnlaugur Ormstunga!

Gosi..

Arnar Þór (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Arnar minn

Áttirðu ekki að vera farinn að sofa fyrir miðnætti - aths. kl. 00:19.

Höfum það ljúft. Rigndi í gærmorgun en varð sól. Rignir núna í mogunsárið, en verður vonandi svipað og í gær.

Gangi þér líka allt í haginn. Til hamingju með einkunnir. Bestu kveðjur frá öllum á Nesið.

                                                   Gulli

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.6.2008 kl. 08:04

6 Smámynd: Inga María

Frábært að heyra frá ykkur og sjá þarna á uppáhaldsströndinni minni...vona nú að unglingurinn sé duglegur að bera á sig krem til varnar...bæði vörn á sól og flugurEf hann er latur við það ...fáið þá nuddkonur til að fara um hann höndum...hananú!  koss og knús á línuna

Inga María, 1.6.2008 kl. 19:00

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Inga. Við erum búin að vera í sérlega skemmtilegu fríi hérna. Fórum í gær um vesturströndina til Soller. Yfirgáfum rigningu um morguninn og keyrðum inn í sól, frábært veður og mjög fallegt landslag. Tókum bílaleigubíl og ókum bæði hlykkjótta fjallvegi og hraðbrautir. Helga biður að heilsa, kossar og knús til baka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.6.2008 kl. 13:15

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir hjá Gullalingur!

Sérdeilis finnst mér skemmtilegt hvað stráksi þinn minnir á þig fyrir ca. 30 árum eða svo.......... en hver er að telja?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heil og sæl Hrönn og þá meina ég óskir um að þú sérst heil og sæl þrátt fyrir þessar skjálftahremmingar ykkar Selfyssinga.

Magnús er enn meira líkur mér fyrir um 40 árum !!! Hættu að telja ...

Nú er stefnan tekin í dag á hella og vatnagarð. Það þýðir ekki að liggja í leti svona síðasta daginn hjá okkur Orra. Klára að skoða það sem eftir er!!  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.6.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband