Fótboltabull

Bjórvambir

Evrópskri menningu stendur helst ógn af múgsefjun sem bundin er við fótbolta. Nú er ætlast til að við látum það yfir okkur ganga að fjölmiðlar verði gjörsamlega undirlagðir af sparkfréttum og tuðrutuði. Jafnvel á að hafa af mér sjónvarpsfréttirnar klukkan sjö, sem að ég er þó búin að borga fyrir. Svo er ég líka búin að borga Þórhalli fín laun fyrir að sjá um Kastljósið. Öllu skal endurraðað á þann máta að bjórþyrstar fótboltabullur fái sinn skammt. Hvað er orðið eftir af menningarlegu og fræðslutengdu hlutverki RÚV sem á að réttlæta tilgang þess?

Gert er ráð fyrir að ferðalög innanlands hefjist ekki fyrr en í júlí vegna útsendinga frá EM í fótbolta. Yfir vetrartímann fara flugfarmarnir af klámfengnum körlum til Englands í fótboltaferðir. Hópþrýstingurinn gengur út á allt annað en heilnæman ungmennafélagsanda. Myndast hefur kúltúr sem liggur oft nærri tónum ofbeldis. Það sem kórónar þó allt er að fótbolti er lítt spennandi sjónvarpsefni, þar sem að það telst líflegur leikur ef 2 til 3 mörk eru skoruð í heildina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, þú ert brandari, Fótbolti er bara hollur fyrir þig, þú ert bara öfundsjúkur, mér finnst að það ætti að leggja niður fréttatímann, nóg að hafa fréttir á netinu, leggja niður Rúv og Stöð 2 og stofna 3-4 nýjar íþróttastöðvar, lifi fótboltinn!

Heilagur Andi (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Aths. undir eigin nafni, takk! Fótbolti er hollur sem þrektengd hreyfing, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að spila fótbolta. Það sem ég er að benda á og held að þarfnist skoðunar, er hinn meingallaði kúltúr sem að tengist þessari íþróttagrein.

Var að koma úr sólarreisu. Á meðan að ég var að safna mannsakap á sparkvöllinn, þá var þar skammt  frá við ströndina ein krá, þar sem að einkum Bretar söfnuðust saman. Stórir flatskjáir á veggjum og 2/3 hluti gestana karlar sem voru orðnir alltof feitir og að burðast með sína stóru bjórvömb.

Einn morguninn var ég á leið að kaupa brauð og þá var þar ungur Breti ofurölvi á heimleið frá fótboltakránni. Hann stoppaði og datt aftur og aftur á hausinn. Ákvað að fara til hans, þar sem hann hafði dottið á steinsteypta stéttina og athuga hvort ég gæti hjálpað. En hann vissi ekki hvaða hóteli hann væri á eða neitt. Bara - "I have a terrible headache!"  Síðan var kallað á lögegluna.

Tókum leigubíl út á flugvöll í gærmorgun. Þar var einn annar ofurölvi slagandi á gangstéttinni til hliðar við okkur. Leigubílstjórinn stundi og sagði "these are the English, they only come here to drink". Síðan útskýrði hann hvernig þessi "menning" væri bundin við þessar "íþróttakrár" og sjónvarpsgláp.

Það er skylda allra sem vilja heilbrigðan anda í samfélagi manna að andæfa gegn leiðindum sem fylgja knattspyrnu. Gera meira af því að spila hana. Vinna gegn því sem Platini benti á þegar hann kom hér eitt sinn, að leikgleðin væri horfin úr boltanum. Er það tilfellið að fjölmiðlar hér og annars staðar séu að efla tuddamennsku í kúltúrnum?

Það er allavega lágmarkskrafa að þessu sé haldið á sérstökum "íþróttarásum".

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.6.2008 kl. 07:28

3 identicon

Ekki gleyma því að ég borga nákvæmlega sömu upphæð og þú fyrir sjónvarp allra landsmanna. Ég hef takmarkaðan áhuga á fréttatímanum (nota netið við að svala fréttaþorsta mínum) og enn takmarkaðri áhuga á Kastljósinu sem mér finnst vera búið að missa marks. Ég er hins vegar mikill íþróttaunnandi og hef virkilega gaman af því að horfa á fótbolta. Á ég ekki rétt á því að fá eitthvað fyrir peningana mína líka? RÚV stendur sig öllu jafna afspyrnu illa á íþróttasviðinu. Á fjögurra ára fresti er hins vegar EM. Þá spretta meistarar eins og þú upp og kvarta undan færslu á fréttatímanum og Kastljósinu. Á ég að kvarta allan ársins hring yfir lélegri fréttaumfjöllun?

 Það er kverúlöntum eins og þér að kenna að útsendingu frá bikarúrslitaleik kvenna árið 2006 var slitið í miðri vítakeppni, og fyrir hvað? Jú, auðvitað fréttatímann. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum þar sem frétta- og kastljósaðdáendum er gert hærra undir höfuð en þeim sem hafa áhuga á einhverju öðru en "fræðslutengdu og menningarlegu efni".

Það að þú skulir leggja íslenska íþróttaáhugamenn að jöfnu við breska fótboltaunnendur er svo í besta falli broslegt. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Ég er hvorki bjórþyrstur né fótboltabulla. Ég hef hins vegar áhuga á íþróttum og fagna því að RÚV ætli að gera þessu skil með sómasamlegum hætti.

JGP (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við eigum bara að gleyma sjónvarpinu yfir sumartímann

Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2008 kl. 13:57

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú værir maður af meiri JPG ef þú gerðir athugasemdir undir fullu nafni. Ekki síst ef þú ert að taka þér það hlutverk að útnefna "kverúlanta". Ekki sagði ég að þú værir fótboltabulla, heldur er mitt innlegg að vekja athygli á að þessari íþróttagrein fylgir leiðinda kúltúr, ofbeldis og drykkju.

Það getur vel verið að margir horfi á fótbolta líkt og margir borða hamborgara. Þar með er ekki réttlætanlegt að ríkið setji upp hamborgarastað. Vinsældir slíks léttmetis sýndu að starfsemin gæti staðið undir sér á eigin forsendum. Einu haldbæru rökin fyrir því að vera með ríkisrekinn fjölmiðil er að hann sé skapandi, fræðandi, nærandi, bætandi.

Haft er eftir yfirmanni íþróttadeildar RÚV að þar verði "fótboltaveisla" og það "verður ekkert til sparað". Hvaða múgsefjun felst í því að það er talið sjálfsagt að þetta svið mannlífsins fái slíkan forgang og fjáraustur umfram annað? -Það er leiðinlegt að þú hafir tekið það inn á þig að missa af úrslitamarkinu í bikarúrslitaleik kvenna árið 2006 en efast um að þú getir gert kröfu á ríkið um fjárbætur. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.6.2008 kl. 14:25

6 identicon

Blessaður Gulli!
Ég er alveg sammála þér með þetta Evrópumót í fótbolta. Ég get alveg skilið að fólk vilji horfa á þetta en mér finnst helvíti hart þegar eitt svona mót kollsteypir dagskrá RÚV í langan tíma. Við erum ekki að tala um eitt kvöld eða eina viku í þessu sambandi. Ég skil heldur ekki alveg að það þurfi að horfa á alla leikina í beinni útsendingu - væri a.m.k. ekki hægt að horfa á þá seinna um kvöldið? Mér finnst alltént að héðan í frá þurfi RÚV að hafa þetta á sér útsendingarrás.

Berglind Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 14:54

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heyr, heyr Berglind - við höfum nú alltaf haft rétt fyrir okkur  - svo er það hin lausnin að slá öllu sjónvarpsglápi upp í sumarkæruleysi eins og Hólmdís leggur til. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.6.2008 kl. 16:21

8 identicon

Ég get ekki séð að það skipti máli hvort ég komi fram undir fullu, hálfu eða engu nafni.

Þú varst ekki bara nálægt því að kalla mig bjórþyrsta fótboltabullu heldur einnig klámfenginn karl. Ég horfi á allan fótbolta sem ég kemst í og reyni að fara reglulega erlendis til að horfa á leiki. Samt fell ég í hvorugan flokkinn. Mér fannst það því ekkert tiltökumál að kalla þig kverúlant. Biðst afsökunar ef ég hef móðgað þig með þessu dónalega orðalagi mínu.

En hvað um það. Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð yfir þessum orðum þínum. Að þú skulir tengja fótbolta við ofbeldi og áfengisdrykkju er kostulegt. Dettur þér virkilega ekkert annað í hug en ofbeldi og áfengi þegar yfirmaður íþróttadeildarinnar kynnir fótboltaveisluna í júní? Margt annað kemur allavega upp í minn huga og þá helst aukinn áhugi barna á góðri og hollri hreyfingu.

Ef fótbolti er ekki skapandi, fræðandi, nærandi og bætandi veit ég ekki hvað. Á tímum tölvuleikja, bíómynda og offitu er fátt betra en íþróttir þar sem íþróttamenn takast á í heiðarlegum kappleik. Þetta er þroskandi fyrir hvern sem er, börn jafnt sem fullorðna. Ólympíuandinn klassíski er í hávegum hafður og það er öllum hollt að meðtaka örlítið af honum.

Talandi um forgang og fjáraustur. Íþróttaáhugamenn eru sveltir á RÚV því lítið er sýnt frá íþróttum. Í mesta lagi fær maður "að njóta þess" að horfa á stöku íshokkíleik eða kraftlyftingamót.  Hins vegar eru milljónir á milljónir ofan settar í Eurovision og öllu tjaldað til að fletta ofan af hverju upptökuheimilinu á fætur öðru í Kastljósinu. Er það þetta sem þú kallar menningu sem bætir og kætir? Þar er ég bara ekki sammála þér.

Ég skal framselja þér miskabótakröfuna mína frá 2006 og þú getur "splæst" henni saman við þína vegna harmleiksins sem fer fram í júní. Sameinaðir erum við sterkari en í sitthvoru lagi.

Mbk. JPG

JPG (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ítreka að ég er ekki að dæma knattspyrnu sem íþrótt. Finnst fótbolti mjög skemmtileg hreyfing og góð þrekþjálfun. Dreif oft soninn og vini hans út í fótbolta. Nú síðast á Mallorca var ég að hvetja menn með mér á sparkvöllinn. Án efa er líka mismunandi stemming tengd boltanum eftir löndum. Hér á landi finnst mér persónulega of mikil áhersla á keppni hjá ungum krökkum. Í staðinn fyrir leik. Þekki það persónulega út frá eldri stráknum mínum.

Tal óg áhorf á fótbolta er nátengt ákveðinni tegund af karlakúltúr. Þar er stundum farið nálægt villimanninum í hverjum og einum. Þegar hópur af fullum ölvuðum íslenskum körlum eru á leið á leik í Englandi þá eru klámbrandarar og ákveðin tegund hroka vinsælt efni til að kynda bálið í stemmingunni. Þetta þekki ég persónulega eftir að hafa orðið tvisvar samferða slíkum hópum. Aðrir farþegar ónáðaðir og talað glannalega við flugfreyjurnar og slíkt.

Þannig að dýrið gengur laust í fótboltaheiminum. Þar má líka geta þess hversu grunnt er á kynþáttafordóma, þegar leikmenn eru annað en af Evrópskum uppruna. Ég hvet þá sem vilja flagga einhverjum ólympískum anda eða ungmennafélagsstemmingu að viðurkenna þetta vandamál og vinna gegn þessum skuggahliðum knattspyrnunnar.

Það er alveg rétt að risið á sjónvarpinu í heil er ekki beisið. Þrjár meginstoðir innlendrar dagskrárgerðar í vetur verið spurningaþættir, Eurovision og Spaugstofan. Uppfyllir sjaldnast skilyrðin um að vera skapandi, fræðandi, nærandi og bætandi. Þetta hálfeinkavædda ofurlaunaumhverfi er svolítil sápuópera. Frábært að sjá hvað opin óríkisstudd stöð gat gert með Næturvaktinni.

Sennilega þarf bara að stofna grasrótarstöð. Annar hver maður á orðið videóvél og kann að klippa myndefni. Mig langar að sjá stöð sem sendir út slíkt að send efni. Það gæti verið hvati á slíka framleiðslu. Hugsanlegt að veita verðlaun fyrir besta myndefni mánaðarins. 

Setti þennan pistil í svolítið sterka liti til að fá umræðu. Mér finnst orðið alltaf mikið umburðarlyndi fyrir þessari frekju í fótboltamönnum sem yfirtaka ríkisrekna fjölmiðlum í landinu. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.6.2008 kl. 18:02

10 identicon

Mér finnst það með miklum ólíkindum hve þröngsýnn þú ert, miðað við að þú virðist vera fremur vel gefinn maður. Það getur ekki verið nema sanngjörn krafa knattspyrnuunnanda að fá svona "fótboltaveislu" á fjögurra ára fresti án þess að allt verði vitlaust meðal þeirra sem ekki líkar þessi veisla og geta ekki á heilum sér tekið þó að fréttatíminn hefjist ekki á slaginu 19:00. Ef ég tek dæmi um sjálfan mig þá er nánast aldrei horft á RÚV á mínu heimili, nema þennan 1.mánuð sem kemur á fjögurra ára fresti. Engu að síður þarf ég að borga áskriftagjöldin rétt eins og þú. RÚV hefur í seinni tíð ekki verið þekkt fyrir að gera vel við knattspyrnuunnendur og finnst mér því einn mánuður á fjögurra ára fresti síður en svo of mikið. E.t.v má þó spyrja hvers vegna RÚV hefur ekki sér knattspyrnurás þennan mánuð þó ekki væri nema til að koma í veg fyrir úlfúð milli þeirra annars vegar sem kjósa njóta "fótboltaveislunnar" og hins vegar þeirra sem kjósa að gera það ekki.

Í annan stað finnst mér það fremur ósmekklegt af þér að kalla mig,  son minn sem vart er af barnsaldri og þúsundir annarra íslendinga bjórþyrstar fótboltabullur fyrir þær sakir einar að hafa gaman af því að horfa á knattspyrnu. Ennfremur gefur þú það í skyn að þeir sem gerast svo ósvífnir að fara erlendis í knattspyrnuferðir séu klámfengnir.

Ennfremur er það óskiljanlegt að þú líkir íslenskum knattspyrnuunnendum við þá sem enskir eru. Og þá ekki síst þá ensku sem kallast verða svörtu sauðirnir í þeirri hjörð. Hérlendis tíðkast ekki drykkjuskapur né áflog á fótboltaleikjum og reyndar er áfengisneysla bönnuð í öllum stúkum á knattspyrnuvöllum hérlendis. Hér geta knattspyrnuunnendur setið hlið við hlið þrátt fyrir að halda með sitthvoru liðinu. Í Englandi verður að hafa stuðningsmenn liðanna aðskilda svo ekki komi til áfloga. Vissulega fá margir sér kollu og jafnvel kollur af bjór ef þeir sitja á krá að fylgjast þar með knattspyrnuleik. En því fer fjarri að þeir liggi svo viti sínu fjær af drykkju um allar stéttir með allt niður um sig á eftir.

Víst er það svo að hverjum og einum er leyfilegt að hafa sína skoðun á mönnum og málefnum. En ef þetta viðhorf sem þú hefur uppi er afrakstur þess að sameina sál og líkama, sem og efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu, þá verð ég að segja að heimur versnandi fer.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 18:30

11 identicon

Ég er innilega sammála þér, Gunnlaugur.
10 púnktar um fótbolta:
1. það er gaman að spila fótbolta. Þar sem ég er kominn yfir fertugt, að þá er ég bara ekki nógu "fit" til að spila hann og þegar maður dettur á þessum aldri að þá er það ekki eins léttvægt og 20-30 árum áður. Þess vegna hef ég snúið mér að golfinu og er mikill golf áhugamaður. Spila hvenær sem mér gefst tækifæri og kíki kannski einu sinni á ári "live" á prófessional mót og 1-2 á ári á mót í sjónvarpi. Hef bara ekki meiri tíma.
Það sem ég vill segja með þessu er að maður á að stunda sport sjálfur og ekki glápa á einhverja atvinnumenn, nema kannski til þess að læra af þeim.
2. Það er kannski til siviliserað fólk sem horfir á fótbolta, en flestir sem ég veit af eru soldið sérstakar týpur. Það er oft nasistar (eða chauvinistar) eða árásargjarnt fólk sem fylgir fótboltaliðunum (það sýnir sig best á athugasemdum þeirra sem á eftir koma). Eða þá að þetta er fólk sem gjarnan fær sér í glas en vantar átyllu.
3. Þetta er gífurlegur "commercialism". Það númer eitt að reyna að ná í sem mesta peninga, hvort sem það er af áhorfendum beint eða af sjónvarpstöðvum.
4. Hvernig er hægt að halda með einhverju liði þegar leikmenn þeirra ganga kaupum og sölum? Áður fyrr voru liðsmenn beint úr hverfinu eða borginni.
Ímyndið ykkur: Chelsea kaupir alla liðsmenn Fortuna Düsseldorf og öfugt. Með hverjum á að halda?
5. Það er skítsama hver vinnur, þeir sem verið er að horfa á fá flestallir nóg af peningum hjá sínum heimaliðum.
Auðvitað er gaman að horfa á fallegan leik, sjá flott mörk. En það þarf oft að vera mjög þolinmóður. Sérstaklega þegar um úrslitaleikinn eða undanúrslitin er að ræða. Þar stendur yfirleitt jafnt til leiksloka og þarf yfirleitt að framlengja leikinn, jafnvel með vítaspyrnu. Þá er jafnspennandi að spila í lottói. Það mætti alveg eins láta leikmennina kasta teningum.
6. Svo fara fótboltabullurnar að lemja hver annan og saklausa borgara og löggur, rosa stuð.
7. Svo skyrpa fótboltahetjurnar á hvorn annan eða segja eitthvað ljótt eða lemja. Voða gaman.
8. Eða dómarinn er fífl. Svo láta allir sig detta af og til af örmögnun, bara til þess að fá að hvíla sig í nokkrar sekúndur, meðan dómarinn dæmir hina fyrir tudd.
9. Sirka 1/10 af þeim sem ég þekki horfir reglulega á fótbolta. Það er eins og sjónvarpsstöðvar haldi að það sé meirihluti fólksins. Alls ekki.
10. Það að hittast og hafa gaman saman er mjög gott mál, samanber Hávamál "maðr er manns gaman". En svona: allir góna á einhvern skjá og öskra af og til í kór og sötra annars þöglir sinn bjór. Allt í lagi að tékka á þessu einu sinni á ári, en trekk í trekk?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:50

12 identicon

Ég er búinn að reyna, en ég get alls ekki séð málið frá þínu sjónarhorni Gunnlaugur, og ykkar hinna sem takið undir.

Að umburðarlyndið fyrir tímabundnum breytingum á dagskrá RÚV sé ekki meira en þetta finnst mér hálf hlægilegt. Eru menn virkilega svo fastir í rútínunni að þeir geti alls ekki gert okkur "hinum" það til geðs að fréttum og öðru sé hliðrað til í 3 vikur vegna, nota bene, merkilegs menningarviðburðar sem á sér langa og merkilega sögu. Auðvitað á fótboltinn sínar skugghliðar, og oftast hafa þeir hæst sem koma á hann slæmu orði, en ef rökin þín fyrir því að það sé rangt að gera mótinu svona hátt undir höfði séu fótboltabullur og klámhundar þá þykir mér það ansi veik rök. Meirihluti þeirra sem munu njóta þessara útsendinga eru nefnilega ósköp venjulegir menn úti í bæ sem hafa ástríðu fyrir leiknum.

Óðinn Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 22:11

13 identicon

Mér finnst þetta með ólíkindum að hægt sé að dæma allan þennan fjölda sem eru aðdáendur knattspyrnu útfrá nokkrum svörtum sauðum.  Þá getum við líka sagt að allir múslimar séu hryðjuverkamenn þó að þar eru aðeins fáir svartir sauðir sem eru hlynntir ofbeldi.  Það er nú því miður þannig að sumir falla í þá gryfju að dæma einhvern hóp af fólki útfrá fáum einstaklingum.  Maður hefur nú farið til sólarlanda, og oft í flugvél á leiðinni út eru einstaklingar sem eru vel við skál.  Flestir eru ekki að drekka en það fer mikið fyrir þessum litla hópi sem er að því. Við getum ekki þá sagt að það ætti að banna sólarlandaferðir vegna þess að einstaklingar eru svo fullir, eða allir sólardýrkendur eru alltaf fullir. Ég held að þið getið ekki ímyndað ykkur hvað knattspyrnan er vinsæl á Íslandi og erlendis.  Í mörgum löndum er íþróttin nánast eins og trúarbrögð.  Það er ótrúlegt að sjá á stórmótum hvað íþróttin getur sameinað fólk frá mismunandi löndum.  Það hefur meira að segja í löndum þar sem stríð hafa verið háð, komið á vopnahléi á meðan á t.d. Heimsmeistarmóti stendur. 

Höldum friðinn á meðan á þessu móti stendur og þið þessir fáu sem horfið ekki á knattspyrnu og eruð greinilega á móti henni, hvernig sem stendur á því, verið róleg því þið fáið ykkar fréttir á réttum tíma í 47 mánuði af 48.

kv.Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 22:43

14 identicon

HA HA HA HA  Dojnggggg

Valdi Sturlaugs (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:02

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, hvernig get ég nú samþætt þetta inn í einhverja skynsemi svo að umræðan leiði til þess að allir verði vinir í skóginum eða á vellinum. Það er svolítið erfitt. Ég tók þann pól að vera svolítið ýktur til að opna á umræðu um það vandamál að knattspyrna er ekki bara ánægjuleg íþróttagrein sem að er upplifun flestra, heldur fylgja henni skuggahliðar. Það er nauðsynlegt að ræða og bæta.

Hitt er svo með forgang og fjáraustur í þetta dagskrárefni í fjölmiðlum ríkisins. Þar eru skiptar skoðanir. Reyndar virðast flestir, jafnvel hörðustu boltistar vera á því að æskilegt væri að senda þetta út á sér rás. Það þarf að vera meirihluti þjóðarinnar sem horfir á þetta til þess að það sé réttlætanlegt að láta þetta hafa slíkan forgang á allt annað efni. Hef ekk trú á því að það fari fram yfir 20%.

Eins og gefur að skilja er ég ánægðastur með athugasemd Einars Hanssonar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.6.2008 kl. 00:08

16 identicon

Það er ekkert mál að samþætta þetta. Bara nýja sjónvarpsrás fyrir íþróttaglápara.
Stærsti sjónvarpsstöðvareigandi í Þýskalandi fór á hausinn fyrir nokkrum árum þar sem hann keypti einhver fótboltaréttindi á milljarða Evra.
Soldið fáránlegt.
Þessi múgsefjun er ekki á 4 ára fresti, heldur tveggja. Það er til skiptis við HM.
Það er satt að það er orðin viss hefð fyrir þessu, jafnvel trúarbrögð (pínulítið fanatísk).
Sem betur fer fyrir þá sem eru að græða á tá og fingri á almúganum.
Það væri draumur að markaðssetja eitthvað sem 10-20% fólksins er háð.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 07:46

17 identicon

Ég endurtek - ég get alveg skilið að fólk vilji horfa á marga, marga fótboltaleiki á EM. Gjörið svo vel - elskurnar!

Ég bý með manni sem hefur mikinn áhuga á fótbolta.
Hann er á því að hafa þetta á sér stöð - ekki láta þetta valta yfir allt og alla.
Og hana nú!

Sönglagakeppni Evrópubúa hafði 90-95% áhorf meðal Íslendinga í ár - skv. heimildum úr Morgunblaðinu (og ekki lýgur Mogginn). Þannig er ekki hægt að bera hana saman við þessa keppni sem hefur e.t.v. 50% áhorf - í besta falli.
Og hið ágæta landslið okkar í knattspyrnu er ekki einu sinni með...

Berglind Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:01

18 identicon

Mig langar að koma með athugasemd við það sem Einar Hansson er að halda fram. Síðasta HM sem var á RÚV var fyrir 10.árum eða 1998. Síðustu tvær keppnir 2002 og 2006 voru sýndar af því fyrirtæki sem heitir í dag 365 miðlar. Þar hafa menn fullt frelsi til að velja hvort þeir vilja sjá keppnina eður ei þar sem ekki er skylduáskrift.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:15

19 identicon

Ég er mjög sammála því að hafa EM á hliðarrás/um. Það er hins vegar ekki til að hlífa þeim sem kunna ekki að meta þessa hátíð heldur til að gera mótinu sómasamleg skil. RÚV-arar geta ekki gert það enda leita þeir til Stöðvar 2 Sport 2, en á þeirri stöð verða umræðuþættir í lok hvers keppnisdags.

Við, sem höfum ekki áhuga á Eurovision, Spaugstofunni, misnotkun á íslenskum upptökuheimilum og spurningakeppnum, fögnum á fjögurra ára fresti. Stórt íþróttasumar er framundan. Leiðinlegt að þið hin getið ekki notið þess með okkur. Loksins fáum við eitthvað fyrir peningana okkar og því ber að fagna. Ég get þó lofað ykkur því að RÚV kemur sterkt inn í september með fræðandi, bætandi, nærandi og skapandi dagskrá eins og þú kallar það.

Öll umræða er af hinu góða og hún á alltaf rétt á sér. Við erum einfaldlega ósammála sem er eðlilegt. Verst finnst mér þó að þú skulir benda á örfáa Breta á Benidorm (eða hvar þú varst í sólarreisu) og alhæfa svo um stóran hluta mannkyns vegna hegðunar þeirra. Fótbolti er stærsta íþrótt í heimi og því er forvarnargildi íþróttarinnar gríðarlegt. Það er akkúrat þess vegna sem mér finnst leiðinlegt að sjá þig tengja sportið við áfengi, ofbeldi og klám (hvernig datt þér annars í hug klám?).

Að lokum verð ég að segja að mér finnst dapurt að lesa mörg komment hérna en þau einkennast mörg hver af fávisku og hroka. Punktarnir 10 hjá Einari Hanssyni eru í besta falli kjánalegir og því ekki svara verðir. Sumir af þessum punktum bera þess merki að 13 ára bólugrafin gelgja hafi skrifað þá.

JPG (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:53

20 identicon

Rosalega er ég sammála þér JPG.  Þetta er svona týpískt antisportista svar.  Ég lærði það einu sinni að bera virðingu gagnvart því sem fólk hefur áhuga á þótt ég sjálfur hafi ekki áhuga á því.  Ég t.d. hef lítinn áhuga á listum og gæti komið með svona niðrandi comment um t.d. gjörninga sem listafólk er oft með t.d. listafólk að míga á hvort annað eins og var gert að ég held í listaháskólanum eða einhver abstrakt málverk sem ég skil engan veginn í.  Nei, ég læt vera að úthúða þeim þó ég hafi sjálfur engan áhuga á þessu og skil ekkert í.  Ég skil ekkert í því vegna þess að ég hef ekki sett mig inní hlutina og hef ekki kunnáttu til að gagnrýna það. 

Kv.Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:13

21 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er náttúrulega einhver takmörk fyrir því hversu menn geta lengi haldið áfram að hneigja sig og bugta fyrir yfirgangi þessa fótboltakúltúrs. Talað er um virðingu fyrir öðrum en á sama tíma eru ágætar athugasemdir afgreiddar sem "bólugrafin gelgja" og "týpískt antisportista svar".

Höfum fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Sendum út beint frá kvikmyndahátíðinni í Cannes (tekur hún ekki tvær vikur?) og kjötkveðjuhátínni í Ríó. Það eru auðvitað miklu fleiri sem horfa á kvikmyndir og dansa heldur en spila fótbolta í henni veröld. Það er ekkert lögmál að fótbolti sé eina efnið. Það er bara kapítalisminn í sjónvarpsheiminum sem að er búin að setja málið í þann farveg.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.6.2008 kl. 15:32

22 identicon

Ekki gleyma því Gunnlaugur að ákveðin ágæt hegðun er hér í kommentakerfinu afgreidd sem klámfengin, ofbeldisfull og áfengistengd.

Enn og aftur ósammála þér með eitt. Kapítalisminn í sjónvarpsheiminum ræður þessu ekki að öllu leyti heldur gríðarlegur áhugi á mótinu. Þessari staðreynd áttu til að gleyma.

JPG (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:54

23 identicon

Er þetta ekki alltaf spurning um framboð og eftirspurn.  Eftirspurnin eftir knattspyrnu í sjónvarpi er svo mikil að þeir sem eiga sýningaréttinn geta leyft sér að verðleggja hana mjög hátt og sjónvarpsstöðvar alls staðar í heiminum berjast um réttinn til að sýna knattspyrnu heima fyrir.  Er antisportisti neikvætt orð?  Eru þeir sem eru á móti íþróttum, t.d. knattspyrnu ekki antisportistar.  Var ég kannski að misskilja það að hann Einar sé á móti knattspyrnu.  Hvað er hann þá?  Hvernig er hægt að vera á móti íþróttum?  Allar íþróttir eru af hinu góða, líkamlega,andlega og félagslega.   Ég get skrifað mikinn fyrilestur um kosti íþrótta og knattspyrnu en ég geri ykkur það ekki.  Knattspyrna hefur miklu fleiri kosti en galla eins og við vitum öll.  Knattspyrnan á að vera á ríkissjónvarpinu því ég veit að það er það gott áhorf að það réttlætir það. Alls staðar þar sem maður er innan um fólk er talað um keppnina, alls staðar. 

kv.Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 20:34

24 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er sitthvað gildi hreyfingar og áhersla á keppnisíþrótt sem á sér það ýktar hliðar að hún á sína skörun við fíkn, ofbeldi og leiðinlega múgsefjun

Guð forði okkur frá því að alls staðar sé verið að ræða um fótbolta! Það er ekki til ömurlegra umræðuefni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.6.2008 kl. 22:24

25 identicon

Fólk talar um það sem það hefur áhuga á.  Ekki ætla ég að skipta mér af hvað þú talar um við fólk eða hvað þú hefur áhuga á en reyndu samt að bera virðingu fyrir fjöldanum sem hefur áhuga á knattspyrnu.  Síðan er eitt, það er ekki nema brota brot af fólki sem hefur áhuga á knattspyrnu sem hefur því miður svert íþróttina með ofbeldi.  Þú talar um fíkn.  Fíkn er hegðun sem hefur slæm áhrif á daglegt líf fólks.  Alls staðar er fíkn og ég held að hún sé ekki meiri hjá fótboltaáhugamönnum en annarsstaðar.    Leiðinleg múgsefjun????

Kv.Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 00:15

26 identicon

Jæja, það rættist sem ég sagði. Þetta lið er strax komið með persónulegar árásir. Heppinn er ég að vera ekki á sama stað og hann þegar "liðið hans" tapaði. Þá hefði farið fyrir mér eins og friðsömum bróður mínum á einum þessara fótboltaknæpa í Reykjavík. Hann var rotaður upp úr þurru, aftan frá.
Það hefur líka nú þegar sýnt árangur að ég hafði þetta á eins einföldu máli sem ég mögulega gat. Því miður er ég búinn að búa fjarri Íslandi síðustu 23 ár, þannig að málið er kannski ekki eins skrúðugt og lýrískt og hjá öðrum sem kommentera hérna.
Bara til þess að koma einu á hreint: ég er enginn antisportisti. Ég hreyfi mig gjarnan og iðka reglulega sport (golf, hlaup, sund). Ég horfi meira að segja stundum á golf í sjónvarpinu, helst til þess að læra af þeim atvinnumönnunum.
Það er gaman að sjá hvað fólk getur æst sig við að lesa staðreyndir. Minnir stundum á heittrúaða ofstækismenn.
En ég vona bara að allir hafi mjög gaman að þessu EM móti og ef þeir verða ekki betri menn á eftir, þá allavega ekki verri.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband