Afsökunarbeiðni væri sáttatónn

Hjörleifur Guttormsson skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag. Þar rekur hann hvernig norsk stjórnvöld báðu fórnarlömb pólitískra hlerana þar í landi afsökunar. Um er að ræða mál sem að eru að mörgu leyti sambærileg við þau þrjátíu tilvik hlerana sem að hafa verið gerð opinber hérlendis.

Björn Bjarnason virðist fastur í þeirri einsleitu túlkun að annar aðilinn hafi alltaf haft rétt fyrir sér og hinn hafi alltaf staðið fyrir röngum málstað. Hannes Hólmsteinn kemur í kjölfarið og skrifar á þeim nótum að þetta hafi verið nauðsynlegar aðgerðir til að hafa hemil á hættulegu fólki.

Það vita allir að veröldin var ekki þá og ekki enn bara í svörtum og hvítum litum. Stærstur hluti þess fólks sem að varð fyrir hlerunum var með frómar óskir og væntingar um betri heim. Á þeim voru brotin mannréttindi og til þess þarf að taka afstöðu óháð pólitískum rétttrúnaði.

Telja má víst að ef dómsmálaráðherra hefði verið úr röðum Samfylkingar, þá hefði útspilið orðið annað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stolt sem að gerir afstöðu hans ósveigjanlega og ósanngjarna. Björn Bjarnason fékk kaldastríðið í arf og virðist á stundum fastur í stemmingu þess tímabils.

Afsökunarbeiðni á hlerununum, sem mannréttindabroti óháð því hvor hafði rétt fyrir sér í pólitík, hefði verið eðlilegur tónn sátta og sanngirni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Einföld afsökunarbeiðni myndi breyta miklu fyrir þolendur.  Eðli málsins samkvæmt er BB vanhæfur í þessu máli.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Hólmdís margir vinstri menn litu til Bjarna Ben sem þess aðila sem setti landið ólýðræðislega undir elent herveldi. Þetta fær hann í heimanmund og getur greinilega ekki metið frelsi einstaklings og mannréttindi óháð slíkum flokkshagsmunum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.6.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Voruð þið þolendur í þessu máli eða eruð þið afkomendur þolenda í þessu máli?

Skoðanir fólks á þessu máli á meðal afkomenda þeirra, sem urðu fyrir þessum hlerunum eru jafnmismunandi og fólkið er margt. Satt best að segja finnst mér, að einungis þeir, sem í hlut eiga að máli geti meldað sig.

Annað er pólitískur slagur og um það snýst þetta mál alls ekki, nú 57 árum eftir að það átti sér stað, líkt og í tilfelli okkar fjölskyldu. Þetta snýst ekki um það að koma höggi á Björn Bjarnason og afkomendur hans eða Sjálfstæðisflokkinn sem slíkan. Svona einfalt er þetta mál ekki í augum þeirra, sem hlut eiga að máli.

Notið önnur mál til að að slá pólitískar keilur!

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.6.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðbjörn þú ert nú svolítill digurbarki í þinni athugasemd ef þú telur að kaldastríðið, uppgjör við það og úrvinnsla á hlerunarmálum geti talist einkamál afkomenda þeirra sem urðu fyrir hlerunum.

Minn punktur var einmitt sá að það ætti að líta á þetta sem mannréttindabrot óháð flokkapólitík og að ástæða þess að mismunandi sé unnið úr þessum málum á Íslandi og Noregi sé sú að Björn Bjarnason hafi ekki tekið niður kaldastríðsgleraugun.

Skora á þig að setja fram betri skýringu frekar en að ordra á fólk hvað megi taka til umfjöllunar.  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.6.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

http://gudbjorng.blog.is/blog/gudbjorng/about/

... mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar hlítur að vera fær með keilurnar ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.6.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband