Að elska og treysta

Njörður P. Njarðvík veltir upp áhugaverðri spurningu í greinarkorni í sunnudagsblaði Fréttablaðsins. "Hverjum getum við treyst?" Bókmenntaprófessorinn ætti að vita að meginþráður í íslenskri þjóðarsál og þessvegna bókmenntum er tengdur kaldlyndi og margvíslegu undirferli.

En spurningin er réttmæt því degi síðar kemur í ljós að fjórði hver maður í landinu treystir ekki neinum stjórnmálaflokki. Flestir bera mest traust til Samfylkingarinnar samkvæmt könnuninni. Það er í þriðja skipti sem flokkurinn mælist í þeirri stöðu.

Traust er afurð samskipta. Virkt og heilbrigt lýðræði er besti farvegur þeirra í stjórnmálum. Þarna finnst mér Samfylkingin, þrátt fyrir góðan ásetning um slík vinnubrögð, hafa brugðist á síðustu vikum. Að mynda ekki öflugri vettvang fyrir samskipti almennings og stjórnmálamanna.Ást-traust

Málin hefði mátt ræða með opnari hætti heldur en verið hefur raunin. Afhverju þarf flest að vera sett upp sem laumuspil. Síðast í dag var forsætisráðherra okkar á fundi með kollegum af hinum Norðurlöndunum. Hann gat ekki "á þessu stigi" sagt frá efni fundarins.

Að frumkvæði eins manns var í kvöld settur upp slíkur opinn vettvangur í Iðnó. Sumir brugðust við af reiði. Þeir hinir sömu geta haft það hugfast, eftir að reiðinni hefur verið leyft að fá útrás, að ástin eyðir óttanum. Kærleiksrík og heiðarleg samskipti gefa af sér traust.

Ef minn flokkur eflir lýðræðisvitund meðal þjóðarinnar og tilfinningu um að verið sé að vinna málin af ástríðu, af fólki og fyrir fólk, þá er hann kominn með hreinan meirihluta í næstu kosningum.


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frændi klikkar ekki - og ég held við ættum að gera miklu, miklu meira af því að hlusta á hann tala um traustið. Það er það sem við erum öll að leita að.  Sem aldrei fyrr.

alla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband