Áfram morgunleikfimi á Gufunni!

ValdimarÞað er ótrúklegt að Rás 1 ætli að skera niður nokkura mínútna morgunleikfimi í sparnaðarskyni. Það er ekki ráðdeild á krepputímum að leggja af eitt elsta tákn þess að ríkisvaldið hafi skilning á mikilvægi lýðheilsu í landinu.

Amma mín varð 106 ára og var um skeið elsti Íslendingurinn. Ég ólst upp við að hún væri með bros á vör, full af stolti yfir því hvað hún væri flínk í að gera teygjur, beygjur og sveigjur eftir hressilegri leiðsögn Valdimars Örnólfssonar við undirleik Magnúsar Péturssonar.

Þetta eru ekki góðar kveðjur til þeirra sem ekki komast út í líkamsþjálfun. Eldri borgarar sem hafa vanist þættinum áratugum saman eiga ekki að þurfa að missa af þessum dagskrárlið á miðjum vetri í rótleysi efnahagsþrenginga.

Nær væri að skera niður í síbiljunni sem er eins á öllum stöðvum, frekar en tapa niður sérkennum Ríkisútvarpsins og þá einkum Gufunnar. Ef allir poppfræðingarnir halda sínum skerf, en morgunleikfimin þarf að fara út, þá eru áherslur stofnunarinnar taktlausar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eiga eflaust upptökur síðustu ára, geta þeir ekki bara endurspilað það?

Rebekka (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:49

2 identicon

Þetta er sorglegt, einnig ef taka á útvarpsstöðina okkar af auglýsingamarkaði. Undarlegt er ef þjóðin má ekki hafa aðgang að auglýsendum á sinni eigin stöð. Það hefur oft komið fram að auglýsendur vilja ná til sem flestra um allt land og þar er útvarpið og sjónvarpið okkar sá miðill er nær til flestra og víðast um landið.

Birgir Óskarsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 17:34

3 identicon

Algjörlega smekklaust ad leggja morgunleikfimina nidur. Hvad er thad næsta? Leggja nidur islensku ?

The outlaw (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega!! Ég er fjörtíuogsex ára og mér þykir bara ansi hressandi að líta aðeins upp úr skjánum og koma blóðinu á hreyfingu með morgunleikfiminni!

Ég held það hljóti að mega skera niður í einhverju öðru en 15 mínútna hreyfingu - sem er bæþevei - ansi góð hreyfing skal ég segja ykkur.

Ég er alveg endurnærð eftir þetta korter með Halldóru. 

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hrönn - ertu orðin fjörutíu og sex ára .... !?    

Verðum við ekki að treysta á að Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins berjist gegn þessum áformum?

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.11.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þarna er komið við ramma taug sveitungi. Morgunleikfimin er RÚV nánast að kostnaðarlausu. Allar mótbárur þar að lútandi eru bara bull. Þessa þætti er hægt að spila fram og til baka og hafa alltaf jafnmikið gildi og í frumspilun. Það sama á við um þá og stíft æfingaprógramm í líkamsræktarstöð, eru mannbætandi, hressa og kæta. Auglýsingar í RÚV hafa annan tilgang en auglýsingar á skyndibitastöðvunum sem við, þessi óþjóðalýður út um land heyrum aldrei í eða sjáum og kærum okkur bara hreint ekki um að sjá. Til hvers í andskotanum eigum við að þurfa að greiða svo meðlagið með króganum í formi vöruverðs þegar við höfum engin not af honum.

Þórbergur Torfason, 29.11.2008 kl. 00:44

7 Smámynd: Þóra Andrésdóttir

Mikið er ég sammála, hvað það er mikilvægt að halda áfram með
morgunleikfimina í útvarpinu.  Ég skrifaði einmitt um það á mínu bloggi
líka um daginn. 

Ég var að sjá hvað Páll Magnússon væri með í laun.  Gæti hann ekki lækað
meira við sig launin og selt fína jeppann.  Það myndi spara mikið.  Er ekki
tími ofurlauna liðinn?  Þessi morgunleikfimi getur ekki kostað mikið.   En
hann er mikilvægur fyrir fullt af fólki, jafnvel lífsnauðsynlegur.  

Ríkisútvarpið á að vera útvarp þjóðarinnar, best að það sinni því
hlutverki.

Þóra Andrésdóttir, 30.11.2008 kl. 23:25

8 Smámynd: Þóra Andrésdóttir

Mikið er ég sammála, hvað það er mikilvægt að halda áfram með morgunleikfimina í útvarpinu.  Ég skrifaði einmitt um það á mínu bloggi líka um daginn. 

Ég var að sjá hvað Páll Magnússon væri með í laun.  Gæti hann ekki lækað meira við sig launin og selt fína jeppann.  Það myndi spara mikið.  Er ekki tími ofurlauna liðinn?  Þessi morgunleikfimi getur ekki kostað mikið.   En hann er mikilvægur fyrir fullt af fólki, jafnvel lífsnauðsynlegur.  

Ríkisútvarpið á að vera útvarp þjóðarinnar, best að það sinni því hlutverki. 
 

Þóra Andrésdóttir, 30.11.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góðir punktar Þórbergur og Þóra. Ég held að þjóðarútvarpinu vanti einhver tengsl við neytendur sína. Væri ekki eðlilegt að RÚV fúnkeraði sem þjónustustofnun. Dagskráin endurspeglaði í senn áherslur neytenda og endurspeglaði menningarlegan metnað og sérstöðu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.12.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband