2.12.2008 | 15:50
Rótlaust snobb
Ríkisútvarpið sem stofnun virðist úr tengslum við grasrótina sem eru þarfir og áhugi neytendanna, hlustenda vítt og breytt um landið. Það virðist líka utan áhrifasviðs stjórnvalda, sem vísa til sjálfstæðis þess sem stofnunar.
Þegar rekstri var breytt í opinbert hlutafélag snérist leikurinn um breytta ímynd. Stjörnudýrkun og ofurlaun voru tónar sem komu inn í reksturinn. Það þótti ekki smart að vera ríkisstarfsmaður. Ákveðið var að vera í takt við hugmyndir í einkarekstri.
Það sem verra er að íslensk dagskrárgerð stofnunarinnar er ekki nógu metnaðarfull. Viðtalsþættir, spurningaþættir og Spaugstofa. Egill Helgason er breiða bakið í að halda uppi einhverju af því sem kallast gæti menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins.
Annar hver maður á orðið vídeótökuvélar og kann að klippa. Hef trú á því að það væri hægt að búa til sjónvarp með miklu meiri fjölbreytileika ef frjórri hugsun væri hleypt að. Tökum niður allar snobbgardínurnar og látum starfsemina snúast um sköpun, fræðslu og skemmtun.
Launin kannski of há | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
María Kristjánsdóttir, 2.12.2008 kl. 22:05
Ef til vill er betra að tala um óþarfa yfirlæti eða flottræfilshátt. Áhersla á umbúðir frekar en inntak. Ríkisútvarpið verður að hafa ríka sérstöðu, framsækni og djörfung. Það er svo sem ekki nauðsynlegt að fylla húsið af menningarvitum. Frekar að virkja áhugavert fólk meira inn í dagskrárefni.
Gunnlaugur B Ólafsson, 2.12.2008 kl. 23:48
sammála þér Gulli
Hólmdís Hjartardóttir, 3.12.2008 kl. 01:25
Knúúús
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:31
Alltaf stendur kvenfólkið með þér Gulli.
Ólafur Björnsson, 4.12.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.