Körfulán

ZurichFlestir þeirra sem að tóku myntkörfulán góðæris settu þau í blandaða körfu með svissneskan franka og japanskt jen sem helstu gjaldmiðla. Gengi þeirra hefur lækkað um 15% frá áramótum.

Ég hef leitt að því líkum að frankinn geti veikst verulega í tengslum við alþjóðlegan þrýsting um afnám bankaleyndar og upprætingu skattaskjóls.

Það er því íhugunarefni hvort skynsamlegt sé að fara þá leið sem stjórnvöld eru að opna að lántakendur geti breytt myntkörfulánum á húseignum yfir í verðtryggð húsnæðislán.

Nú eru Svisss og fleiri lönd búin að létta af bankaleynd. Aukinn áhugi er þar í landi að taka þátt í samvinnu undir merkjum ESB og taka upp evru. Efnahagslegur styrkur hefur byggt á leyndinni.


mbl.is Bankaleynd aflétt í Sviss og Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég tel réttast að nota sömu aðferð og Íslandsbanki er að bjóða þ.e. miða við fasta krónutölu sem viðkomandi var að greiða t.d. í maí eða júní 2008 og halda henni fastri meðan umfram fer aftast á lánið. Eftir því sem gengið lagast greiðist þá fyrr niður lánið þar til vandinn er búinn. Ef lántakendur eru neyddir til að skipta yfir í verðtryggð íslensk lán núna þá er sá hópur að taka tvöfalt hrun þ.e. bæði vísitöluna og gengisfallið.

Verðtryggðu lánin held ég að engin lausn sé á að leysa nema færa vísitöluna aftur fyrir hrun þar sem hún er eiginlega þjófnaður á eignarhluta fólks því er ekki að mæla þennslu heldur hrun krónunnar. Þegar krónan hækkar mun lánið ekki lækka og því er réttast að skera þessa kúrfu af og frysta vísitöluna þar til jafnvægi er náð. Þannig verður ekki fjöldagjaldþrot og landsflótti ungs fólks.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.3.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband