Sigurvegari samviskunnar

Ákvað á föstudegi fyrir tveimur vikum að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingar. Fyrst og fremst sem áhugamaður um lýðræði og virkni fólks í mótun síns umhverfis og samfélags. Fannst jákvætt að búið væri að setja bann á auglýsingar þannig að fjárhagsleg staða væri ekki að hafa mótandi áhrif.

Vildi vera fulltrúi hins almenna borgara sem gefur kost á sér en leggur eingöngu fram sína persónu og málefni. Ákvað að hafa ekki beint samband við nokkurn mann í þeim tilgangi að hafa áhrif á val hans. Hvorki til að hvetja þá til að kjósa mig eða aðra.

Reynslan sýnir mér að það er enn hægt að gera miklar umbætur á þessu fyrirkomulagi vals á framboðslista. Í þessu prófkjöri fór ekki mikið fyrir málefnalegri umræðu eða samanburði hugmynda. Eingöngu kynningar á frambjóðendum.

Stór hluti ræðutíma frambjóðenda fór t.d. í að útlista mikilvægi inngöngu í Evrópusambandið. Málefni sem að allir eru sammála um. Ég reyndi að draga fram mikilvægt málefni sem að er verðtryggingin og afleiðingar hennar á sífellt hækkandi höfuðstól húsnæðislána.

Reyndi að taka þetta mál upp í tvígang fundahléi við Árna Pál sem hefur verið að tala fyrir tillögum um greiðsluaðlögun í þinginu. Í bæði skiptin eyddi hann strax umræðunni. Það voru vonbrigði.  Við þurfum að geta rætt mikilvæg mál.

Stórefla þarf miðlæga upplýsingagjöf um frambjóðendur. Nauðsynlegt hefði verið að gefa út eitt blað, senda út framboðsfundi á netinu o.s.frv. Allt er vinnandi til þess að fjölbreytileg málefni og áhugasvið frambjóðenda séu dregin fram. Skráðir félagar eiga eingöngu að taka þátt í slíku vali.

Úrslitin endurspegla póstnúmerakosningu og smölun á stuðningsmönnum. Talið er að einn frambjóðandi hafi safnað hátt í átta hundruð stuðningsmönnum sem að er hátt miðað við heildarþátttöku. Kópavogsbúar virðast hafa verið duglegastir í að styðja "sína menn".

Hafnarfjarðarvélin setti Lúðvík auðvitað í fyrsta sætið en keppinauturinn var Árni Páll og því var Kópavogsbúinn Katrín Júlíusdóttir sett í annað sætið. Í þessum slag lendir Þórunn Sveinbjarnardóttir nokkuð útundan hvað varðar póstnúmerin.

Ég setti Gullsteinbrjót og Klettafrú austan úr Lóni á kynningarblaðið mitt. Þetta voru ágætir ferðafélagar. Tákn heilbrigðis og sköpunar. Persónukjör er hinn heilbrigði vinkill í stöðunni. Lokaröðun á lista liggi hjá raunverulegum stuðningsmönnum flokksins.

Ég vil þakka kjósendum, kjörstjórn og meðframbjóðendum fyrir ánægjuleg fundahöld síðustu dagana. Þetta hefur verið dýrmæt reynsla, sem ég ætla að nýta til að efla Samfylkinguna sem besta vettvang málefnalegrar umræðu og lýðræðis. 


mbl.is Víglínan markast í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk fyrir þennan pistil og að gefa kost á þér - en ekki síst fyrir að koma með svona góða ferðafélaga í leiðangurinn!

Guðrún Helgadóttir, 15.3.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir kveðjuna Guðrún. Það er eitt í viðbót sem að skekkir nokkuð stöðuna að sitjandi þingmenn eru oft með aðstoðarmenn sem verða að kosningastjórum fyrir prófkjör. Krafan um endurnýjun nær því ekki í gegn í þessu umhverfi og formi á framkvæmdinni.

Fór niður á Skólabrú um kvöldið og verð að viðurkenna að það gladdi mitt hjarta að Dagur B Eggertsson sagði mér að hann hefði spurnir af því að ég hefði staðið mig vel á fundunum. Það gerðu líka fleiri eftir fundi í einstaka bæjarfélögum. Þannig að ég vona að mitt innlegg í þetta hafi verið heiðarlegt og verðugt.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.3.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú átt bara heiður skilinn fyrir þitt framlag. Auðvitað ráða "hreppasjónarmiðin" þarna í kraganum eins og á "útnáranum" hjá okkur í Norð Austur.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 17:28

4 identicon

Sæll Gunnlaugur

Hvernig fór þetta? Ég hef hvergi getað fundið upplýsingar um úrslit nema efstu sætin.

Kv.

Kristinn

Kristinn A. Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 19:19

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þú býður þig bara fram til setu á Stjórnlagaþingi þegar þar að kemur

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.3.2009 kl. 19:47

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég hef reynt að segja mönnum þetta hér árum saman. Það er einfalt að hafa staðlaðar upplýsingar á netinu en þar var ekki einu sinni aldur frambjóðenda Samfylkingar í kraganum. Það væri líka einfalt að láta kjósendur fletta í gegnum upplýsingasíður um frambjóðendur áður en kæmi að atkvæðaseðlinum og auðvitað á flokkur sem bannar mönnum að auglýsa að gefa út eitt almennilegt kynningarblað. Á framboðsfundi mætir harðasti kjarni stuðningsmanna og virkustu flokksmenn - en ekki fjöldinn.

Í raun vita þetta allir og þeir vita líka vel að því minna tækifæri sem nýir frambjóðendur hafa til að kynna sig því öruggara er að sitjandi þingmenn og aðrir merkismenn í flokknum sem þegar eru vel kynntir í prófkjörum fái örugga kosningu. - Samt er ekki bætt úr - hvað segir það?

Helgi Jóhann Hauksson, 15.3.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Ólafur Björnsson

Hvernig fór þetta Gulli, í hvaða sæti lentir þú?

Ólafur Björnsson, 15.3.2009 kl. 21:21

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta fór allt eins vel og það átti að fara. Við fengum það sem við eigum skilið miðað við áherslur frambjóðenda og kjósenda á búsetu, ásamt því að smala stuðningsmönnum. Mitt framboð var einfaldlega tilraun í lýðræði. Sú tilraun byggir ekki á því að komast í ræðupúlt í miðborginni, hún gengur út á að tilheyra flokki sem að hefur ávallt sterka málefnastöðu og er með góðan liðsanda. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.3.2009 kl. 22:23

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Eitthvað hefur nú niðurstaðan staðið illa í ístaðinu. Hvaða voðalegt leyndarmál er þetta Gulli? Það getur nú varla talist neitt hernaðarleyndarmál úr þessu?

Þórbergur Torfason, 16.3.2009 kl. 00:22

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert greinilega mikill jafnaðarmaður GBÓ og það er gott, við höfum aldrei nóg að þannig fólki. Mér finnst ekki skipa svo miklu máli í hvaða sæti þú lentir. Þetta er mikilu meiri spurning um lífsviðhorf. Til hamingju félagi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2009 kl. 01:27

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll félagi og takk fyrir drengilega baráttu

Ég held að við höfum verið nokkur nýliðarnir sem vorum ekki í neinni smölun.  Það tekur tíma að vinna upp tengslanet og fyrirvarinn var lítill.  Það sem er verst í þessu öllu er ef frambjóðendur fara að baktryggja sig með öðrum frambjóðendum og dreifa út "uppskriftum" að kosningu í önnur sæti en fyrir sjálfan sig, til stuðningsmanna sinna.  Slíkt er afleitt og hindrar frjálsa skoðanamyndun og frjálsa kosningu upplýsts fólks.  Hvort að eitthvað slíkt átti sér stað veit ég ekki en það væri viðkomandi fólki ekki til sóma.  Sjáumst í baráttunni.  ;-)

Svanur Sigurbjörnsson, 16.3.2009 kl. 03:41

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála þér Svanur. Ég styð kröfu Lúðvíks um endurtalningu á atkvæðum fólks sem um langt skeið hefur verið félagar í Samfylkingunni. Finnst smölun Árna Páls á stuðningsmönnum sem oft á tíðum ætla ekki að styðja flokkinn vera alvarlegra mál.

Það þarf að hafa fyrirkomulagið þannig að einungis flokksbundnir kjósi, öflugri dreifingu á efni, auglýsa betur fundi í sveitarfélögum og banna algjörlega nokkra viðleitni frambjóðenda til samstarfs. Að ein maskína hjápi inni og öfurgt. Málefnaumræðu sem algjört forgangsatriði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.3.2009 kl. 07:51

13 identicon

Sæll félagi og takk fyrir góðar kveðjur á Suðurlandið. Þér gengur bara betur næst. Smalamennska og lýðræði eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt.

kv Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:08

14 identicon

Ég lít nú bara á björtu hliðarnar og sé að fram á frábæra haustönn í líffræði 213 á næsta ári með einum af helstu snillingum borgó ! GBÓ er goðsögn.

Jóhann Ingi (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband