Herðum kröfuna um persónukjör

Óánægja með alvarlega galla á prófkjörum getur stuðlað að auknu fylgi grasrótarframboða.  Þar ber að nefna litla kjörsókn skráðra félagsmanna, óeðlileg áhrif stuðningsmanna sem ætla ekki að kjósa flokkinn, byggða- og bæjarfélagstengt hagsmunapot, ásamt áhrifum fjármagns á röðun, sem einkum á við um Sjálfstæðisflokkinn.

Til að koma í veg fyrir að fólk snúi frá flokkum meginviðhorfa, þarf að herða enn kröfuna um persónukjör. Fylgjendur hins miðstýrða flokksræðis segja að þá verði áfram prófkjörsbarátta til kosninga. Að einstaklingar fari að spila sóló og koma fram með ýmis sérmál til að auka líkur á því að þeir nái kjöri. En er það ekki einmitt það sem við viljum að við höfum úr breytileika að velja.

Það er einmitt sú vídd sem að flokkar þurfa að skilja að þeir bjóði upp á mannlega karaktera á eigin forsendum. Ég vil heyra mína menn segja eitthvað fleira en að þeir vilji ganga í Evrópusambandið og að þeir muni starfa í anda jafnaðarstefnunnar. Persónukjör stuðlar að hinni sívirku athygli sem þarf að vera á fólkið í landinu, óskir þess og væntingar.

Fyrir Samfylkinguna gæti þetta gefið mun meira fylgi. Þeir sem að nú eru að hugsa um að snúa frá vegna lítils stuðnings við græna frambjóðendur, þroskaðar alþýðuhetjur, sveitamenn, Hafnfirðinga eða aðra gætu haldið í vonina. Það sem meira er að slík tilhögun skapar sóknarfæri. Menn eru hlynntir megináherslum og vilja færa tiltekinn einstakling til á lista.

Eðlilegt er að lista sé stillt upp í samræmi við niðurstöður prófkjörana. Líklegt má telja að flestir sleppi því að breyta uppröðun en ef veruleg óánægja er með frambjóðenda eða veruleg ánægja með aðra að þá eiga mestu völdin að vera í kjörklefanum hjá endanlegum kjósendum tiltekins framboðs að velja í liðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta sjónarmið hefði þurft að koma fram áður en prófkjörið tapaðist. Þú veist að ekki er unnt að breyta reglum eftir tapaðan leik.

Þórbergur Torfason, 16.3.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú ert að misskilja Þórbergur að ég sé að tala eitthvað fyrir mínum hagsmunum út frá einhverjum "töpuðum leik". Svo er alls ekki. Hinsvegar var þetta krafa búsáhaldabyltingar um minna flokksræði og farið var af stað með vinnu í þessa veru. Eiríkur Tómasson hefur lýst því yfir að lagalega mæli ekkert á móti því að einstaka flokkar taki upp persónukjör. Jóhanna Sigurðardóttir er enn með þessar tillögur á borðinu, en ég held að eftir því sem lengra líður frá pottaglamri og styttist í kosningar þá vilji þingmenn ekki taka of mikla áhættu með atvinnuöryggið og noti einhverjar tæknilegar skýringar sem afsökun. En út frá fylgi við flokka og þá sérstaklega Samfylkinguna, sem leggur áherslu á að vera lýðræðislegur flokkur að þá myndi þetta styrkja flokkinn og auka fylgið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.3.2009 kl. 23:18

3 identicon

Þetta er það sem allir eru að tala um, hvar er persónukjörið!?

Geir Haarde er á móti persónukjöri samkvæmt slóðinni hér:

http://www.flickr.com/photos/easysleazycheesy/3291756043/

Miðað við mínar niðurstöður þá held ég það sé bara sjálfstæðisflokkurinn einn sem er gegn þessum hugmyndum. Mér finnst eins og það eigi að gera undirskriftalista um að það eigi að vera persónukjör og láta síðan forsetann fá það og sjá hve margir myndu skrifa undir það. :)

Svavar (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband