21.3.2009 | 12:58
Erum mest og best?
Ákvörðun Einars K Guðfinnssonar um hvalveiðar verður vonandi sú síðasta sem stjórnvöld taka út á þjóðrembinginn einan. Það er með ólíkindum að ógna hagsmunum okkar í fiskútflutningi og ferðaþjónustu á þessum forsendum. Þar að auki eru miklar blikur á lofti um sölu á halaafurðum, vegna uppsöfnunar þrávirkra efna í lífríkinu.
Við getum ekki látið eins og að við viljum spila einleik í veröldinni. Fyrst töpum við tiltrú á alþjóðavettvangi vegna græðgivæðingar í boði Sjálfstæðisflokksins og nú töpum við mörkuðum vegna þjóðrembings í boði Sjálfstæðisflokksins. Í sumum málum þarf að stilla strengi með alþjóðlegum viðhorfum. Við getum reynt að hafa áhrif á þau, en við getum ekki keyrt yfir þau með einföldum pennastrikum ráðherra.
![]() |
Hætta að kynna íslenskar vörur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
-
varmarsamtokin
-
baldurkr
-
dofri
-
saxi
-
bjarnihardar
-
herdis
-
hlynurh
-
jonthorolafsson
-
gummisteingrims
-
hronnsig
-
kolbrunb
-
steinisv
-
skodun
-
vglilja
-
heisi
-
sigurgeirorri
-
veffari
-
hallgrimurg
-
gretarorvars
-
agustolafur
-
birgitta
-
safinn
-
eggmann
-
oskir
-
skessa
-
kamilla
-
olinathorv
-
fiskholl
-
gudridur
-
gudrunarbirnu
-
sigurjonth
-
toshiki
-
ingibjorgstefans
-
lara
-
asarich
-
malacai
-
hehau
-
pahuljica
-
hlekkur
-
kallimatt
-
bryndisisfold
-
ragnargeir
-
arnith2
-
esv
-
ziggi
-
holmdish
-
laugardalur
-
torfusamtokin
-
einarsigvalda
-
kennari
-
bestiheimi
-
hector
-
siggith
-
bergen
-
urki
-
graenanetid
-
vefritid
-
evropa
-
morgunbladid
-
arabina
-
annamargretb
-
ansigu
-
asbjkr
-
bjarnimax
-
salkaforlag
-
gattin
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
diesel
-
einarhardarson
-
gustichef
-
gretaulfs
-
jyderupdrottningin
-
lucas
-
palestinufarar
-
hallidori
-
maeglika
-
helgatho
-
himmalingur
-
hjorleifurg
-
ghordur
-
ravenyonaz
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
drhook
-
kaffistofuumraedan
-
kjartanis
-
photo
-
leifur
-
hringurinn
-
peturmagnusson
-
ludvikjuliusson
-
noosus
-
manisvans
-
mortenl
-
olibjo
-
olimikka
-
omarpet
-
omarragnarsson
-
skari60
-
rs1600
-
runirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
sigingi
-
siggisig
-
stjornlagathing
-
snorrihre
-
svanurmd
-
vefrett
-
steinibriem
-
tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ert þú að gera Sjálfstæðisflokkinn miklu stærri en hann er Gunnlaugur.En það sem er athyglisvert í þessari umræðu er að nú eru andstæðingar hvalveiða sem eru hér innanlands farnir að tala um hvalveiðisinna, rétt eins og þið talið um álversinna enda sama fólkið.Verslanakeðjan sem um er rætt í fréttinni segist ætla hætta kynningu á íslenskum vörum vegna þess að viðskiptavinir verslunarkeðjunnar aðhyllist sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.Það er akkúrat það sem íslendingar eru að gera með því að veiða hval. Áróður öfgaumhverfissinna sem lifa á því að reka lygiáróður gegn hvalveiðum og fiskveiðum er vægast sagt skuggalegur fyrir okkur Íslendiga sem lifum að stórum hluta á sjávarfangi.Arthur Bogason sem starfað hefur í samtökum strandveiðimanna sem ná yfir allan hnöttinn, meðan annars sem formaður og hann hefur líka starfað sem formaður strandveiðimanna í norður Atlantshafi,hefur skoðað vel þau umhverfissamtök sem nú berjast gegn hvalveiði og fiskveiðum og eru ófagrar lýsingar hans á þessum samtökum og ekki allt fallegt.Ég veit ekki til þess að Arthúr eða Landsamband Smábátaeigenda sé eða hafi verið sérstaklega tengt við Sjálfstæðisflokkinn.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 21.3.2009 kl. 13:41
Það má vel vera að ég sé að gera hlut Sjálfstæðisflokks of mikinn í þessum rembingi sem er að koma okkur í koll. Er samt ekki viss. Skortur á auðmýkt, ásamt getunni til að hlusta og leita málamiðlana liggur þar. Talið er að einræðisleg og skyndileg ákvarðanataka Einars K hafi tryggt honum mikið fylgi í prófkjöri. Mér finnst þeir skammsýnir sem verðlauna hannn fyrir þessa framgöngu.
Lífstíll mannsins er í senn stærsta heilsufars- og umhverfisvandamálið. Þar þurfum við sannanlega "öfgafull" samtök um allan heim til að við höldum skynsamlegu spori. Umræðan um hvalina byggir að stórum hluta á tilfinningasemi og er í sumum tilfellum. Aðdáun á þessum risavöxnu skepnum sem eru vissulega margar hverjar í útrýmingarhættu. Það er líka vitlaust að heimila ekki sjálfbæra nýtingu á álft og lóu. Tel að við hefðum getað sannfært umheiminn um að hrefnuveiðar séu í lagi en veiðar á stórhvelum er mjög hæpið að gangi.
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.3.2009 kl. 16:46
Mér finnst umræðan nær eingöngu snúast um "að veiða" minna fer fyrir orðinu selja. Spurningin er einföld, er mikil eftirspurn eftir þess kjöti. Vilja menn greiða hátt verð. Hverjir vilja kaupa. Ef svörin eru jákvæð þá getum við farið að tala um að veiða. Varla ætlum við að fara út í eitthvað hvalveiðisport. Skjóta og sleppa svo.
Finnur Bárðarson, 21.3.2009 kl. 17:09
Tvær athyglisverðar greinar birtust í Morgunblaðinu í vikunni. Sú fyrri var eftir Hilmar J. Malmquist sem skrifar um mataræði hrefnu. Þar segir hann frá flóknu samspili lífveranna í hafinu. Át hrefnu á fiskum, þ.m.t. á þorski, getur haft í för með sér að þorskafli aukist. Fjölgun hrefnu gæti jafnvel leitt til meiri fiskafla, vegna þess m.a. að hrefnan étur fæðu sem afræningjar þorsksins éta einnig.
Skömmu síðar er birt grein úr víindatímaritinu Science en þar kemur fram að grisjun hvala eykur ekki fiskafla þróunarlanda. Þar segir: "..að sumir fiskar, sem hvalir éta, eru í samkeppni við nytjafiska um átu og aðra bráð neðarlega í fæðukeðjum. Fækkun hvala í vistkerfunum gæti því orðið til þess að minni afli yrði eftir handa útgerðinni."
Helsu rök LÍÚ fyrir hvalveiðum er að hrefnan éti 300 þúsund tonn af þorski og ýsu ár ári og því verði að slátra henni svo þorskstofninn vaxi. Þessi rök LÍÚ ganga því ekki upp. Munum hverngi fór fyrir geirfuglinum í Eldey. Láum náttúruna njóta vafans.
Sigurpáll Ingibergsson, 21.3.2009 kl. 21:57
Öfgaumverfissamtök hafa bent á að allur þorskur í Atlantshafi sé í útrýmingarhættu.Þar hefur þorskur á Íslandsmiðum ekki verið undanskilinn.Við ættum kanski að hætta þorskveiðum til að láta náttúruna njóta vafans.Landsamband smábátaeigenda og allir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa ekki síður stutt hvalveiðar en LÍÚ.Þar á meðal verkalýðshreyfingin.Af eihverjum ástæðum kjósa andstæðingar sjálfbærrar nýtingar sjávarfangs að þegja yfir því.
Sigurgeir Jónsson, 21.3.2009 kl. 22:14
Þarna er ráðherraræðið í sinni svæsnustu mynd. Einn maður hefur vald til að ákveða fyrir hönd heillar þjóðar að leyfa skuli veiðar á tiltekinni dýrategund sem er að sumum talin í útrýmingarhættu. Sala á vörunni er ekki viss og í raun er verið að gera vini greiða, um leið og verið er að ná sér niður á andstæðingi í stjórnmálum.
Ég er ekki að lýsa yfir andstöðu eða meðmælum með hvalveiðum, heldur aðferðafræðinni við úthlutun veiðileyfis.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.3.2009 kl. 00:18
Frábærir punktar Sigurpáll. Þeir sem að eru helstu talsmenn hvalveiða hafa ekki mikinn áhuga á að skilja flókið samspil tegunda innan vistkerfa. Þeir vilja bara moka og moka í þeirri von að þeir muni græða og græða. Jafnvel þó ljóst sé að lítið fáist fyrir afurðir þá er bara svo nauðsynlegt að sýna umheiminum að við kunnum og getum mokað án þess að spyrja nokkurn leyfis.
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.3.2009 kl. 10:55
Það sorglega við ákvörðun Einars K. fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er að þegar hann gaf út reglugerðina var stjórnin sem veitti honum ráðherravald, búin að seja af sér og skilia valdi sínu til forseta.
Starfsstjórn situr ekki í skjóli yfirlýsts meirihluta Alþingis. Þess vegna hefur starfsstjórn ekkert frumkvæðisvald til pólitískrar ákvarðanatöku. Þegar forseti biður ráðherra um að sitja áfram sem starfsstjórn, eru þeir ekki lengur pólitískir ráðherrar, heldur embættismenn, á ábyrgð forsetans, við að sinna daglegum þjónustustörfum ráðuneytanna.
Í ljósi þessa hafði Einar K. ekki pólitískt vald til að gefa út reglugerðina um hvalveiðar. Hún hefur því ekkert lagalegt gildi, ef á það væri látið reyna.
Það er hins vegar löngu þekkt staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei kunnað að starfa á grundvelli lýðræðis, því hann og hans fylgjendur, taka venjulega allar ákvarðanir út frá flokkshagsmunum, tilkynna þær svo, og láta svo sem þeir heyri ekki þó lýðurinn sé á móti ákvörðunum þeirra. Svona vinnubrögð eru ævinlega tengd við Ráðstjórn eða Einræði. Í slíkar fyrirmyndir virðist Sjálfstæðisflokkurinn hingað til hafa sótt fyrirmyndir sínar um starfshætti.
Guðbjörn Jónsson, 22.3.2009 kl. 11:19
Kenning Hilmars J.Malmquist, að með því að drepa meira af þorski þá verði meira til að drepa er ekki ný.Jón Kristinsson og fylgifiskar hans hafa lengi haldið þessu fram.Þeir vilja að vísu að það séu fiskimenn sem drepi þorskinn en ekki hrefnan.Það sem er nýtt er að öfgaumhverfissamtök sem hafa viljað banna þorskveiðar snúa nú þessari kenningu uppá hvali til að stöðva hvalveiðar.Þeim mun meira sem hrefna drepi af þorski þeim mun meira hafi fiskimenn af þorski til að veiða.Greinin í Science er runnin undan rótum öfgaumhverfissamtaka og er á sömu nótum og grein Hilmars. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur sagt að Einar K. hafi haft vald til að láta hefja hvalveiðar, og hann treystir sér ekki til að afturkalla þær.Líka eru þær samkvæmt samþykkt Alþingis.
Sigurgeir Jónsson, 22.3.2009 kl. 11:48
Þið hvaladráparar eruð alltaf tilbúnir að nota orðið öfgaumhverfisstamtök þegar góð og gild rök koma fram.
Einar K. var einn af snillingum í ríkisstjórn sem byggði upp snilldar bankakerfi. Þeir hefðu nú átt að hlusta meira á öfgamennina. Þá væri lífvænlegra á Íslandi.
Sigurpáll Ingibergsson, 22.3.2009 kl. 12:10
Ég er í grunninn ekkert meira á móti því að drepa hrefnu heldur en lamb. Hinsvegar er ég viss um að þarna var verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Samskonar dramb og varð okkur að falli í hinni peningalegu útrás. Þessi rembingur er húsdraugur úr Sjálfstæðisflokknum sem verður að kveða niður af myndarskap í komandi kosningum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.3.2009 kl. 12:10
Ég tek undir með þér Gunnlaugur. Góð innlegg hjá Sigurpáli og Hólmfríði. Einar K. kvaddi með síðustu ráðherravaldníðslu xD - vonandi um langan aldur.
Svanur Sigurbjörnsson, 26.3.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.