Mismunun eigna - ........focking fock

Trygging íslenska ríkisins á sparifjáreign gekk út á 3 milljónir á hvern reikning í bönkunum sem rúlluðu. Síðan var það ákvörðun ríkisins að verja 600 milljörðum í að bæta íslenskum sparifjáreigendum allt tapið. Þannig að í raun leggjast þessar bætur ríkisins á almenning sem skattur. Af sparifé hefur fólk líka fjármagnstekjur en þær eru bara skattlagðar um 10% á meðan að tekjuskattur er fjórfalt hærri eða rúm 38%. Því verð ég sem vinnuhestur án sparifjár að borga fjórfalt meira í þessa endurheimt sparifjár heldur en sá sem fær tekjur af því að eiga það.

Miðað við breytingar á neysluvísitölu frá 1. apríl í fyrra þá hefur verðbólga verið síðasta árið um 18%. Því þarf sá sem að tók verðtryggt lán upp á 14 milljónir nú að borga af láni sem að er 2,5 milljónum hærra. Vinnuhestur eins og ég hefði þurft að bæta við aukalega vegna verðtryggingar um 208 þúsund á mánuði til að eignahlutinn héldi sér. Mér sem að hefur alltaf verið sagt að peningi sem að væri eytt í húsnæði væri vel varið. Síðan er slík eign ekki betur tryggð en svo að hækkun á kaffi í Brasilíu getur ásamt öðru étið hana upp á stuttum tíma.

Það sem að mér finnst þó allra merkilegast að ríkisstjórn sem kennir sig við félagslegt réttlæti sé ónæm á vandamálið, eignaupptöku verðtryggingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sammála.

Ertu búinn að kynna þér Hagsmunasamtök heimilanna? 

Hvet þig til að kynna þér www.heimilin.is og skrá þig í samtökin ef þú ert ekki nú þegar búinn að því.

Þórður Björn Sigurðsson, 24.3.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2009 kl. 17:28

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sammála og nú virðist þú skilja leiðina sem Framsóknarmenn hafa talað fyrir.

En að taka verðtrygginguna af er vandamál því vextir á lánum væru svo háir að það væri mjög erfitt að greiða þá nema að fara með þá svipaðan hátt og verðtrygging er að færa hluta þeirra og bæta aftan við höfuðstólin og lengja þannig lánin miða þá afborgun við ákveðin hluta launa.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.3.2009 kl. 20:47

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hmm, ég fatta ekki alveg hvað þú ert að fara með tryggingu sparifjár.  Þrotabú bankanna eiga fyrir innlánum, og nýju bankarnir tóku þau yfir ásamt nægum eignum á móti.  Síðan leggur ríkið nýju bönkunum til viðbótar eigið fé, en ríkið á bankana sjálft, þannig að það er í reynd að færa peninga úr vinstri vasa í hægri.

Það sem lendir á skattgreiðendum er hið fræga Icesave, þar sem eignir gamla Landsbankans duga ekki fyrir innlánstryggingunni þar, þótt þær dygðu fyrir innlendu innlánunum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þó að ég væri ekki hrifin af hugmyndum Lilju Mósesdóttur um 4 milljónir á alla húsnæðiseigendur með húsnæðislán eins og hún kynnti í Kastljósi í gær, þá fannst mér það rétt sett fram hjá henni að bankarnir voru komnir í þrot, eignir dugðu ekki fyrir skuldum. Ríkið bar samkvæmt tryggingum ekki ábyrgð á nema 3 milljónum per reikning.

Lilja tiltók því að það hafi verið ákvörðun ríkisins að setja 600 milljarða í að bæta sparifjáreigendum tapið að fullu. Þetta er mikilvægt að hafa í huga að það var pólitísk ákvörðun að bæta skaða sparifjáreigenda af hruni fjármálakerfisins. Þessa ákvörðun er rétt að hafa í huga þegar litið er til þess hvort að ekki beri að tryggja eignarhluta fólks í húseignum fyrir hrun og áhrif verðtryggingar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2009 kl. 00:14

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Eignir dugðu ekki fyrir skuldum, en þær dugðu fyrir innlánum.  Með neyðarlögunum voru innlán gerð að forgangskröfum í þrotabúin og eignir ganga fyrst út á móti þeim.  Ríkið hefur ekki sett neina 600 milljarða í innlenda innlánstryggingu.  Það hefði hins vegar verið nauðsynlegt ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett.

Eða er verið að blanda Icesave saman við þetta?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.3.2009 kl. 00:44

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Var að hlusta á Lilju Mósesdóttur og það er morgunljóst að hún misskilur þetta dæmi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.3.2009 kl. 00:51

8 identicon

Jæja Gulli minn það var nú gaman að heyra þetta frá þér.

Það er nefnilega engin harðari en Samfylkingin að halda í verðtrygginguna og vill ljá ekki máls á því að afnema hana .

Allir hinir flokkarnir eru þó búnir að tja sig um það eða fella niður skuldir bara mismunandi leiðir hjá þeim ekki múkk um það hjá þínum flokk eina sem heyrist er að lengja í hengingarólinni.

Get ekki betur séð enn þú eigir enga samleið með þeim lengur batnandi mönnum best að lifa.

Hvernig væri nú að skipta um flokk?

Þorsteinn Sgfússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 07:40

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er vissulega rétt að Samfylkingin er ekki nógu einbeitt í þessu stærsta hagsmunamáli heimilana. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa verið að ræða um niðurfellingu allra lána. Það er auðvitað bull, en hugmyndir frjálslyndra um 5% þak á viðbætur vegna verðtryggingar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2009 kl. 09:20

10 identicon

Það er eimitt málið að lánið hefur hækkað um 18% fra apríl í fyrra væri þá ekki ráð að nullstilla lánið miðað vð það eins og það var þá?

Erum við samála um það?

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband