Er CCP á leið úr landi?

eveFréttir af því að CCP og fleiri útflutningsfyrirtæki sem byggja á sköpun og hugviti íhugi að flytja úr landi er sérstakt áhyggjuefni. Að Ísland festist á komandi árum í frumatvinnugreinum sjávarútvegs og landbúnaðar, að viðbættum áliðnaði er afturhvarf um rúman áratug. Vinstri grænir segja; "Það eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu". Staðreyndin er sú að þetta er ekki fast í hendi og ef vel árar í heimsbúskapnum þá eyðum við líka miklu í ferðalög. Sjálfstæðismenn segja; "Byggjum upp álver í Helguvík og sköpum störf". Staðreyndin er sú að tími smáskammtalækninga er liðinn og ekkert vit í að setja fleiri álegg í hreiðrið meðan að álverð er jafn lágt og það er um þessar mundir.

Eini flokkurinn sem að hefur plan sem að dugar atvinnulífinu í landinu, ásamt því að tryggja gengisumhverfi heimilanna er Samfylkingin. Aðildarviðræður við ESB og upptaka evru er forgangsmál. Það skapar sjálfstæði og frelsi fyrir Íslendinga. Það væri líka svo gott fyrir hina taugaveikluðu þjóðarsál sem er svo undirlögð af öfgum og andstæðum. Þjóð sem einn daginn er full af sjálfsöryggi og ríkidæmi sem dugar til að kaupa upp heiminn og næsta orðin að smáríki á leið í þjóðagjaldþrot. Þjóð sem að einn daginn er hamingjusamasta og langlífasta þjóð í heimi og næsta er hún skráð með mestu neyslu þunglyndis- og taugalyfja í heiminum.

Það er eins og ein eldri kona sagði við mig í fyrradag, kankvís á svip og óttalaus gagnvart Evrópu; "Við hefðum svo gott af því að vera í meiri tengslum við eðlilegt fólk!".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Vinstri grænir segja;"Það eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu". Staðreyndin er sú að þetta er ekki fast í hendi..."

En er eitt tæplega meðalstórt hugbúnaðarfyrirtæki gulltrygging fyrir því að hérna mun spretta upp mikill þekkingariðnaður? Svo góð trygging að það sé þess virði að taka áhættu með hagsmuni sjávarútvegsins og þá 122 milljarða í gjaldeyristekjum sem hann dregur í þjóðarbúið? 

Þarf svo að benda á að við höfum ferðamannaiðnað í hendi? Það sem CCP á að vera vísir að er enn aðeins til sem framtíðarsýn og við erum að sigla inn í heimskreppu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

"Flokkarnir þurfa að rökstyðja afstöðu sína til krónunnar. Framtíðarheill þjóðarinnar er að veði". Þannig hljómar yfirfyrirsögn með leiðara Fréttablaðsins í morgun. Á fimmtu síðu blaðsins er auglýsing frá Sjálfstæðisflokki undir fyrirsögninni "Trúverðug leið að upptöku evru" en þar er boðuð einhliða upptaka evru með milligöngu AGS.

Málið snýst ekki um hvort að þetta fyrirtæki sem nefnt er Hans sé lítið, meðalstórt eða stórt, heldur hvort að hér á landi sé lífvænlegt rekstrarumhverfi. Mér finnst alltaf frekar ódýrt þegar stjórnmálamenn benda á ferðaþjónustu sem viðbótina við frumatvinnuvegina. Við þurfum framleiðsluvörur og verkmenningu. Til að slíkt þrífist þarf stöðugan gjaldmiðil. Ferðaþjónustan þarf hið sama.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.4.2009 kl. 07:18

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

mjög einfalt.

afnema gjaldeyrishöftinn og að norski vikapilturinn úr norska-verkamannaflokknum muni lækka vextina niður 3%. málið leyst. 

Fannar frá Rifi, 20.4.2009 kl. 08:42

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fannar, þú hefur ltekið vel eftir á landsfundi, lært hrokann og klisjurnar af fyrrverandi seðlabankastjóra, sem að var illa við að eitthvað væri verið að ráðskast með "bankann sinn". Þú styður sem sagt ekki formanninn þinn og líka Björn Bjarnason að það sé nauðsynlegt að taka upp evru?

Birgir þetta samspillingartal sem enn og aftur má rekja til hrokafullrar ræðu einvaldsins ykkar sem labbaði inn á landsfund og fékk að tala svona utan dagskrár. Síðan hefur birst skýrar en fyrr samþætt spilling Sjálfstæðisflokks og fjármálalífs í góðærinu og útrásinni.

Vandamál Írlands er þrátt fyrir aðildina að Evrópusambandinu og að hafa evru. Flest bendir til að vandi þeirra væri annars mun meiri. Ert þú að efast um að framkvæmdastjóri fyrirtækisins sé að meta stöðuna rétt að rekstraumhverfi væri betra ef við værum með evruna? Svo virðist sem að Samfylkingin einn flokka eigi samleið með atvinnulífinu.

Það tónar við ár Bill Clinton sem forseta þar sem fyrirtækin höfðu mun meiri trú á honum sem forseta heldur en repúblikönum, sem vildu bara velja út hin "réttu" fyrirtæki sem ættu að fá fyrirgreiðslu eða stóra verksamninga við uppbyggingu Írak (fyrirtæki Dick Cheney).

Sjálfstæðisflokkurinn gerir út á fjármálalega fyrirgreiðslu til innvígðra, en ekki að bú til heilbrigt umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun almennt.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.4.2009 kl. 09:59

5 identicon

"Vandamál Írlands er þrátt fyrir aðildina að Evrópusambandinu og að hafa evru".

Í Birtingi Voltaires er ein persónan tvíhyggjumaður sem trúir því að í heiminum takist á algóður guð sem sé valdur að öllu góðu og djöfull sem sé valdur að öllu sem er vont. Þegar skip sjóræningja nokkurs sekkur með fjölda saklausra fanga innanborðs er hann spurður hvor hafi verið valdur að því, guð eða djöfullinn. Hann svarar: "Guð refsaði fantinum, djöfullinn drekkti hinum!".

Annars sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins ekki nokkurn skapaðan hlut. Það var Villhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður og æstur Evrópusambandssinni til margra áratuga sem úttalaði sig. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:33

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hans - þinn sólguð er Davíð Oddsson sem sagði okkur í kastljósviðtali við Sigmar fyrir löngu að innan nokkurra vikna færi krónan að styrkjast? Þú ert ánægður með krónu eða ertu fylgjandi nýjasta útspili Sjálfstæðisflokks að taka evruna upp einhliða?

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.4.2009 kl. 14:44

7 identicon

Getur þú yfirleitt rætt við nokkurn mann án þess að reyna fyrst að staðsetja hann í stjórnmálaflokki og skoða allt sem hann segir út frá því hverjum hann eigi að vera með í liði?

Þér til upplýsingar þá er Davíð Oddson ekki minn sólguð. Hann var fínn stjórnmálamaður um tíma, sérstaklega á fyrri parti forsætisráðherraferilsins, en mér var aldrei vel við hann í Seðlabankanum og var ósammála vaxtastefnu bankans í hans bankastjóratíð.

Ég er hægrimaður og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn af því að mér hefur þótt hann skásti kosturinn en hef ekki hugsað mér að gera það að þessu sinni. Líklegast mun ég kjósa VG, án þess að taka Steingrím í guðatölu.

Ég er þeirrar skoðunar að einhliða evruupptaka sé ennþá vitlausari og tilgangslausari en evruupptaka í gegn um myntbandalagið. Ég hef ekki enn getað botnað í því hvers vegna krónan á að heita ómöguleg og ónýt til frambúðar og hallast að því að flestir sem eru þeirrar skoðunar séu það fyrst og fremst vegna þess að menn gögguðu það stanslaust á bankabóluárunum. Krónan er gjaldmiðill, dauður hlutur úr pappír eða málmi en ekki sjálfstæður gerandi. Vandi hennar í dag er afleiðing af hagstjórnarmistökum sem líka myndu hafa afleiðingar með evru.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:11

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur, meirihluti þjóðarinnar telur að við náum ekki samningsmarkmiðum okkar varðandi aðildarumsókn. Hvað gerum við þá? Tökum við þá upp mynt í samráði við einhverja aðila?

Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2009 kl. 18:16

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Vandamálin liggja í jöklabréfum, er ekki hægt að leysa þau mál, voða er þetta eitthvað flókið ferli.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 20.4.2009 kl. 22:08

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hans þú ætlaðir mér einhverja blinda trú á Evrópusambandið. Ég ákvað að spegla þinn framgang og ætla þér blinda trú á íhaldið. Eng gott að þú ert sveigjanlegur maður sem að endurskoðar hvaða afl samræmist manns lífsgildum. Ég var mótfallinn ESB en nú tel að það séu ekki bara efnahagleg rök sem mæla með ávinningi smáþjóðar af að tilheyra stærri heild, semjist um auðlindirnar, heldur einnig félagslög rök. Við höfum fengið ýmis lýðréttindi út úr löggjöf sem tekin hefur verið upp með EES samningnum.

Sæll Sigurður - verðum við ekki að sjá hvort að markmiðin nást um að tryggja varanleg auðlindaákvæði inn í samninginn. Utanríkisstefna okkar hefur einkennst af því að við höfum viljað græða á samskiptum við aðrar þjóðir og vera þiggjendur. Samningar ganga út á skuldbindingar sem fela í sér í senn kvaðir og tækifæri. Aðalmálið er að nýta ávinning samstarfs. Persónulega er ég ekki mótfallinn því að drífa í gang einhliða upptöku evru og hef skrifað fyrir því nokkrum sinnum. Finnst hinsvegar að við eigum að vera fullgildir aðilar og þannig með í ákvarðanferli sambandsins. 

Ernir ekki spurning, grípum útspil Jóhönnu og hefjum samningaviðræður við ESB í júní. Það er ekkert að óttast við það að ræða við fólk.

Ægir var ekki verið að tala um að láta eigendur jöklabréfanna fjárfesta í álveri??? 

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.4.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband