Eðalkrati gætir hagsmuna fármálastofnana

Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein í helgarblað þar sem að hann vegur á drambkenndan hátt að hugmyndum, persónu og starfsheiðri talsmanns neytenda. Þessi fyrrverandi forystumaður í flokki alþýðunnar virðist ekki hafa skynbragð á það hvað brennur á skinni fólksins í landinu. Verðtrygging og gengisbreytingar hafa valdið miklum hækkunum á höfuðstól lána og afborgunum.

Með framgöngu sinni gerir formaðurinn og ráðherrann fyrrverandi lítið úr þeim sem eru á móti því að hækkun á kaffi frá Brasilíu eða ævintýramennska íslenskra fjárfesta erlendis verði til þess að rýra eignarhluta fólks í íbúðarhúsnæði. Hann reifar ekkert vandann eða úrlausnir hans. Hann telur sig ómerkja hugmyndir talsmannsins með því að tengja hann við Framsóknarflokkinn.

En ég er jafnaðarmaður og vil sjá leiðréttingu á húsnæðislánum þannig að hinar miklu eignaskerðingar sem tengjast hruninu gangi ekki í gegn. Íbúðarhúsnæði er það sem fólk hefur lagt harðast að sér við að eignast og tengir við sjálfstæði sitt sem fjölskyldu. Höldum þessari einingu í eðlilegu fjárhagslegu umhverfi og tryggjum að sem flestir komist út úr vanda með sjálfsvirðingu.

Benedikt Sigurðarson skrifar ágæta grein um þetta í Fréttablaðið í dag. Hann titlar sig þar sem "frjálslyndan jafnaðarmann", formaður Hagsmunasamtaka heimilanna er jafnaðarmaður og sveitungi minn hér í Mosfellsbænum. Þannig að ég ráðlegg Sighvati að sortera ekki meiningar í þessu máli eftir flokksklíkum.

Trúlega er formaðurinn fyrrvernadi af kynslóð þar sem lánin gufuðu upp á báli verðbólgu og hann hefur líkt og stór hluti verkalýðshreyfingarinnar meiri áhuga á að tryggja stöðu lífeyrissjóðana heldur en grundvöll heimilisbókhaldsins hjá fjölskyldunum í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já gott hjá þér nafni að benda á þetta og halda þessu til streitu. Þetta er ótrúlegur hroki hjá fyrrverandi ráðherranum.

Sami hrokkinn og rakalausa glamrið var líka að heyra frá Árna Páli Árnasyni nú fyrir kosningar, en það getur auðvitað vel verið að það hafi verið vegna þess að það hafi ekki komið nein opinber tilkynning eða formleg tilskipun frá framkvæmdastjórn ESB um þetta atriði. 

Nei á alvöru talað það er mjög þarft og gott þegar avöru Samfylkingarmenn eins og þú nafni láta ekki slá sig útaf laginu með svona kjaftæði og glamri, þó svo að þeir sem glamri hæðst séu núverandi eða fyrrverandi þungavigtarmenn í Samfylkingunni.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:30

2 identicon

enda er Sighvatur Björgvinsson ekki í áhættuhóp með að lenda í neinum kjaraskerðingum,þessi sníkjudýr á ríkinu eru svo vel vernduð eftir sjálftöku launa og lífeyris að þeir meira að segja tryggðu að ekkert geti lækkað þeirra laun.þessa fyrrverandi ráðamenn á náttúrulega bara að draga fyrir dómstóla fyrir mistök í starfi og svipta þa óverðskulduðum eftirlaunum.

zappa (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur það er mjög til umhugsunar fyrir þig að þeir sem hafa talað hvað harðast gegn þessum afskriftarhugmyndum er Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Magnússon (sem flokkaður er sem Samfylkingarmaður). Það er ljóst að mögum jafnaðarmönnum svíður þessi afstaða og lítil viðleitni flokksforystunnar til þess að skoða hugmyndir með opnum huga.

Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2009 kl. 18:39

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, þetta mál setti ég á oddinn með minni þátttöku í lýðræðinu með prófkjöri. Ég tók þetta endurtekið upp sem brýnasta réttlætismálið. Hef þá trú að sú staðreynd að ég fór fyrst og fremst eftir minni sannfæringu, en ekki flokkslínu hafi verið talin galli en ekki kostur við val á lista í kjördæminu. Tók snarpa orðræðu við Árna Pál um þetta mál í miðstöð Samfó í Mosfellsbænum.

Sannfæring mín er óhögguð. Á meðan 200 milljarðar voru settir til að bjarga peningamarkaðssjóðum og 600 milljarðar til að tryggja að fullu sparífjáreign þá skilst mér að hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilana gangi út á 200 milljarða leiðréttingu vegna gengis og verðtryggingar. Mitt hlutverk er að sannfæra Samfylkingarfólk um mikilvægi þessa máls, ekki síður en aðra.

Það er ekki tilefni til að skipta um flokk, heldur að tryggja svigrúm fyrir heilbrigðar umræður um mikilvæg málefni sem að fólk leitar lausna við. Mér finnst það óskynsamlegt að hvetja fólk til greiðsluverkfalls. Ríkisstjórnin verður að leita nýrra tekjustofna til að ná fram þessari leiðréttingu og að heimila að fólk sem þarf ekki bætur eða opinberan stuðning geti afþakkað hann.

Þó að í dæmi fjölskyldunnar sem sýnd var hafi trúlega frá upphafi verið farið of geist í skuldsetningu miðað við tekjur, þá megum við ekki gleyma því að það eru okkar sameiginlegu hagsmunir að tryggja hinum ungu og efnilegu strákum sem voru þarna sælir og ánægðir, áframhaldandi öryggi. Það er nóg til af húsnæði og veraldlegu góssi í landinu. Mikilvægast er að finna leiðir sátta og sanngirni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.5.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: corvus corax

Bíðum nú við! Er til fólk á Íslandi sem tekur mark á Sighvati Björgvinssyni? Ég hélt að hann væri kominn í sama flokk og ríkislögreglustjóri, Björn Bjarnason og Ingvi Hrafn Jónsson ...Flokk íslenskra fúkyrða-lygara (skammstafað FÍFL) .

corvus corax, 4.5.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kjarni málsins er sá að það voru sett á neyðarlög til að tryggja hagsmuni innistæðueigenda í íslensku bönkunum. Ég veit ekki hvort þau lög í sjálfu sér veiktu gengi íslensku krónunnar, eða hleyptu upp verðbólguöldu, sem hækkaði verðbætur á íbúðalánum um leið og íbúðaverð og laun eru að lækka.

En sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum hefur þessi tvö brýnu verkefni: Að koma atvinnulífinu af stað aftur og svo hitt að huga að því að heimilin geti rekið sig og koma neyðarlög til greina, til að taka á skuldsetningu þeirra, ef önnur ráð duga ekki.

Þess vegna finnst mér rétt að ræða hugmynd Gísla Tryggvasonar málefnalega og koma með aðrar lausnir, ef hans leið er ekki sú besta.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 11:01

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála Jón Halldór. Ég trúi ekki að vinstri flokkarnir ætli að taka á þessu þannig að hækkanirnar á húsnæðislánum vegna gengis og verðtryggingar séu eðlilegur hluti af greiðslubirgði.

Heilbrigðiskerfið skilgreinir sjúkdóma sem að meginpúður fer í að meðhöndla í stað þess að efla heilbrigði og vellíðan. Þetta er svipaðs eðlis, það á eingöngu að hjálpa þeim sem að eru komnir með alvarlega "meinsemd" í fjármálum. Þá ætlar ríkið að hirðaþig upp með kíttispaða, vega og meta hvort þú eigir ekki rétt á einhverjum afskriftum.

Hvers virði er sjálfsvirðing fólks og möguleikinn til að klára sín mál án stuðnings? Halda í trúnna á lausnir og úrræði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.5.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband