Ó, vaknað þú minn Árni Páll

Samkvæmt fréttum af málefnahópi Vinstri grænna gera þeir tillögu að leiðréttingu á húsnæðislánum vegna gengis og verðtryggingar. Haft er eftir Ámunda Loftssyni að hann telji leið greiðsluaðlögunar óframkvæmanlega.

Vissulega þarf að setja ákveðin skilyrði á leiðréttingu lána, þannig að hún beinist sértækt að því að vernda eignarhluta fólks í íbúðarhúsnæði. Þannig verði til dæmis miðað við eitthvað hámark veðsetningar t.d. 10 milljónir á hvern lögaðila.

Helstu stofnanir stjórnarflokkana funda í dag um þessi mál og mér finnst það hart ef að Samfylkingin fer að verða eini flokkurinn sem ekki skynjar vandann. Árni Páll Árnason hefur verið helsti talsmaður greiðsluaðlögunar, sem vissulega léttir greiðslubirgði en skuldirnar vaxa.


mbl.is Funduðu ekki með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja bragð er að þá barnið finnur nafni minn.

Þú nefnilega sérð það sem ég og margir aðrir sjá að Árni Páll steinsvefur sínum væra ESB svefni í öllum málum nema hinu eina sanna ESB máli þar sem hann er bæði æðsti prestur og yfirtrúboði !

Árni Páll er eins máls maður og það síðasta sem hann sagði í ESB málinu var alveg í takt við svona talibanaískar skoðanir.

Semsagt að það yrði að vanda sig við ESB samningana, það væri mjög mikilvægt bæði fyrir þá ESB sinna og ekki síður fyrir ESB andstæðinga því að ef svo illa vildi til að málið yrði fellt þá væri það bara fyrir það að menn hefðu ekki vandað sig nóg og því myndu þeir ESB sinnar strax fara í það að undirbúa aðra samnigalotu því það gæti bara alls ekki verið að þetta yrði fellt öðru vísi en á misskilingi eða röngum forsendum því þetta ESB mál væri hinn eini sanni endanlegi STÓRI SANNLEIKUR !

Þetta heitir að láta bókstafstrúna og trúarhitann bera skynsemina ofurliði.

Það er alltaf mjög hættulegt í stjórnmálum ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Bara smá tuð Gunnlaugur B: Ég reikna ekki með því að þú sért að tala um niðurfellingu á skuldum félaga og fyrirtækja, en orðið "lögaðili" er að jafnaði eingöngu notað um þau, ekki einstaklinga. En einhvers konar þak hlýtur að vera nauðsynlegt.

Það mættu fleiri fjalla málefnalega og gagnrýnið um framgöngu manna úr eigin flokki, eins og þú gerir.

Haraldur Hansson, 9.5.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Landfari

Það er náttúrurulega stórkostlega góð hugmynd að lækka skuldirnar en það kemur ekki fram hver á að borga.

Sama vesenið og þegar koma fram stórgóðar hugmyndir um aukin ríkiútgjöld að þeim fylgir sjaldnast áætlun um hvernig á að afla þeirra aura sem tillögurnar gana útá að eyða.

Svo vantar líka í þetta hvernig á að skilgreina "húsnæðislán". Eftir að bankarnir tóku að lána til hægri og vinstri út á veð í húsnæði veit enginn hvaða aurar fóru í húsnæðiskaup og hvað fór í hreyna neyslu. Það eru fjölmargir með skuldir vegna utanlandsferða, bílakupa, hjólhýsa eða flatskjáa skráðar með veði í íbúðinni sinni.

Fólk hefur þúsundum saman farið í bankann sinn og fengið yfirdráttinn á tékkareikningnum fluttan í "húsnæðislán" enda mun hagkvæmara því vextirnir umtalsvert lægri. Gallinn var bara að yfirdrátturinn byjaði að safnast upp aftur. Þá var leikurinn bara endurtekinn og málinu reddað á sama hátt og fyrr. Það eru jafnvel dæmi um þriðja umgang af sama toga.

Er sanngjarnt að fella bara niður þessar skuldir og láta þá borga sem neituðu sér um munaðinn því þeir töldu sig ekki hafa efni á honum. Það hvarflaði ekki að nokkrum að til væru málsmetandi menn sem fyndist það sanngjarnt aðrir yrðu látnir borga.

Hvernig á að tryggja það að það séu húsnæðisskuldir en ekki neyslulán sem fella á niður og hver á að borga?????

Landfari, 9.5.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gunnlaugur það er rétt að Árni er einn af okkar allra öflugustur ESB mönnum og því e.t.v. ekki alveg þinn tebolli :) Held þó að hann sé með víðtækt áhuga og málefnasvið.

Takk fyrir ábendinguna Haraldur ég var einmitt að hikandi á hvaða hugtak ég ætti að nota. Fyrir húsnæði gætu einstaklingar og pör verið þeir aðilar sem fengju leiðréttinguna. Sgjum svo að verðbótahluti hjá einstaklingi séu felldar niður verðbætur verðtryggingar af 10 milljón króna láni á einstakling og þá af 20 milljónum hjá sambýlingum eða hjónum.

Það á ekki að vera mikil vandræði að redda þessu Landfari frekar en að tryggja allt það fjármagn sem var sett í peningamarkaðsjóði og að tryggja sparíféð að fullu. Ég er ekki að tala um að fella niður neinar skuldir sem einstaklingar hafa stofnað til heldur að koma í veg fyrir stórfellda rýrnun höfuðstóls. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.5.2009 kl. 19:46

5 Smámynd: Landfari

Nú er ég ekki að fylgja þér Gunlaugur B.

Ég hélt af þínum fyrri skrifum að þú vildir einmitt að höfuðstóll skuldannna rýrnaði.

Landfari, 9.5.2009 kl. 21:01

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Hvernig er við öðru að búast frá SF fyrst þeir ríku svo má litli maðurinn fá rest ef eitthvað er eftir sem verður aldrei.Hvernig stendur á því að fyrirtæki einsog N1 geti keikt annað fyrirtæki sem er komið á hausinn sem skuldar 1 miljarð og fær að kaupa það á 200 millur hirða eitt merki útúr því og skila til baka og við borgum rest hvað er réttlátt í þessu???á sama tíma  er N1 eitt skuldsettasta fyrirtæki á Íslandi og sama á við um margt annað baktjaldamakk sem er í gangi núna.Er ekki á móti N1 ef menn vilja skilja svo en þetta eru heimildir sem ég .

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.5.2009 kl. 23:26

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Held að það geti enginn efast um að V og S myndi stjórn sem verður sönn í því að tryggja heildarhag. Þekki ekki þetta dæmi af N1. Hinsvegar held ég að það sé vitlaus stefna að beina bara athyglinni að þeim sem að eru komnir í mikinn vanda eða þrot, líkt og það er vitlaus stefna að beina fyrst og fremst athygli að sjúkdómum frekar en að efla almennt heilbrgði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.5.2009 kl. 03:47

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnast þessar ábendingar hjá þér Gunnlaugur alveg réttmætar.  Ég veit að til dæmis Árni Páll hefur talað á móti niðurfærsluleið og bent á neikvæðar hliðar hennar. Ég er, eins og þú, þeirrar skoðunar að við þurfi að skoða þessa leið vel, því hún hefur ýmsa kosti, til dæmis er mikið óréttlæti fólgið í þeirri eignaupptöku sem virðist blasa við.

Ég gleðst yfir því að við jafnaðarmenn getum skipst óþvingað á skoðunum um ýmis mál, köstum ekki út af borðinu góðum hugmyndum, þó að þær eigi sér stuðning innan annara flokka.

Það er pirrandi að jafnvel vel gefnir menn, til dæmis í Sjálfstæðisflokknum grafi sig niður í það að tyggja upp kreddur sinna foringja, eins og varðandi kvótann og ESB málið.  Slík læmingja hegðun kemur sér illa fyrr eða síðar.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband