Til hamingju Ísland

Það er viðeigandi að Norræna húsið hafi verið einn helsti vettvangur við lokamótun ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Það er okkar fyrsti hlekkur í alþjóðlegu samstarfi og á þeim vettvangi verða stilltir saman strengir inn í stefnumótun í Evrópusambandinu. Þannig ná norrænu þjóðirnar sameiginlega viðunandi þunga inn í samstarfið.

Það er eina rétta leiðin miðað við þær aðstæður sem uppi eru að fela Alþingi að taka afstöðu til þingsályktunartillögu þess efnis að óskað verði eftir viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Nú reynir sem aldrei fyrr á virðingu þingsins og að þeir sem þar sitja fylgi eigin sannfæringu en ekki flokkslínum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bjarni Benediktsson greiðir atkvæði. Hann er greinilega hlynntur samstarfi lýðræðisríkja í álfunni en túlkar nú opinberlega stefnu landsfundar sem ákvað að láta LÍÚ ráða ferðinni á lokametrunum.

Margt bendir til þess að félagslega og lýðræðislega sinnuð öfl geti náð meirihluta um nokkuð langt skeið. En vinstri flokkarnir verða heldur betur að halda vöku sinni og ávallt vera í virkum tengslum við fólk og fyrirtæki til að endurreisa efnahag þjóðarinnar.


mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband